Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 33

Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 33 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir Vættagil 32, Akureyri, fnr. 222-6608 , þingl. eig. Fanney Sigrún Ingvadóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 17. júlí nk. kl. 10:45. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 12. júlí 2018 Tilkynningar 1.-2. Bifreiðar: Skoda Fabia Combi Active 1,0 MPI Hver að verðmæti 2.370.000,- kr. 35205 56304 Happdrætti Gigtarfélags Íslands Útdráttur 11. júlí 2018 Gigtarfélag Íslands Birt án ábyrgðar 686 7044 17568 26945 33003 35988 43224 45045 51382 56364 1884 8390 18170 27514 33222 37392 43488 45112 53100 58440 5034 9973 24303 32705 35038 39275 44614 47223 55504 59451 5502 14268 26220 23.-55. Fartölvur Dell Latidue 7480 i5 Kaby Lake 512GB hver að verðmæti kr. 259.990,- 4450 9953 15431 27996 30724 38563 41263 43235 49443 50619 9174 12345 18741 29551 32309 38582 41783 46706 49815 56732 3.-22. Ferðavinningar (pakkaferð) með Vita til Kanarí eða Tenerife. Hver að verðmæti 450.000,- kr. 593 10368 16536 24174 28442 32774 39765 45025 51248 56922 712 10462 17009 24258 28731 33218 40717 46026 51412 57559 761 10906 17033 25251 28876 34263 40904 47138 51413 58915 2699 12108 18473 25708 29096 34443 41037 47637 52392 59647 5761 13173 19686 26638 29843 35761 41590 48061 53722 59891 5842 13414 21373 26707 30822 36302 41726 49493 54115 7722 13631 22468 27264 31064 38015 42047 49990 54249 8475 13758 22727 27400 31390 38242 42614 50283 54595 8725 14738 23162 27533 31790 39539 42979 50849 56348 9875 15293 24146 28229 32605 39543 43039 51072 56497 56-150 Vinningar gjafakort í Kringlunni hver vinningur að verðmæti kr. 150.000,- Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir inni- og útipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s. 535-2700. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá 11:30-12:30 og kaffisala alla virka daga frá 14:30- 15:30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11 og sunddans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13. Vita- torg, sími: 411-9450 Gjábakki Kl. 20.00 Félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, bridge í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 535-2720. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, boccia kl.10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá 9-16, Hæðar- garðsbíó kl.13, síðdegiskaffi kl.14.30, allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum klukkan 10:30. Leikfimi í salnum Skólabraut kl. 11:00. Spilað í króknum kl 13:30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4 Dansað sunnudagskvöld kl. 20.00-23.00. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi . Vaxtalaus lán í allt að eitt ár. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitulagna. Vatnsgeymar 100-50.000 lítra. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Ýmislegt Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu í MK í Kópavogi 24 ágúst nk. Uppl. kaldasel@islandia.is og 8201071 Bílar Toyota Corolla til sölu Árg. ‘98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 863 7656. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Vantar þig smið? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Smáauglýsingar sími 569 1100 ✝ JóhannesEiríksson fæddist í Reykja- vík 23. mars 1938. Hann lést á Land- spítala 28. júní 2018. Foreldrar Jó- hannesar voru Ei- ríkur Narfason, f. 8. janúar 1894 frá Borgarfirði, d. 27. október 1970 og Sesselja Jóhannesdóttir, f. 19. mars 1907 á Akranesi, d. 24. febrúar 1986. Hálfbróðir Jó- hannesar var Benedikt Eiríks- son, f. 26. mars 1932, d. 22. desember 2016. Árið 1961 kvæntist Jóhann- es Bergljótu Guðjónsdóttir, f. 5. desember 1941. Foreldrar hennar voru Guðjón Sigurðs- son og Margrét Gunnarsdóttir. Jóhannes og Bergljót eign- uðust þrjár dætur. Þær eru; 1) Margrét Björk, f. 14. febrúar 1960, d. 23. janúar 2013. 2) Sesselja, f. 9. apríl 1965, gift Birgi Arnari Birgissyni, f. 18. apríl 1964. Börn þeirra eru a) Arnar Páll Birgisson, f. 23. júlí 1987, í sambúð með An- gelu Mariu Da C. Dos Santos. Dóttir þeirra er Anna María, f. 18. desember 2017. b) Jóhanna Karen, f. 21. janúar 1993. c) Eygló Björk, f. 5. maí 1999. 3) Eyrún, f. 21. desember 1970, gift Einari Aðalsteini Jóns- syni, f. 4. júlí 1972. Börn þeirra eru a) Jón Hlífar, f. 9. ágúst 1997, b) Bergrún Ósk, f. 18. september 2000, c) Eydís Birta, f. 29. mars 2004, d) Emelía Ósk, f. 26. sept- ember 2007 og e) Eyrún Ísabella, f. 17. febrúar 2011. Jóhannes lærði ungur prentiðn hjá Gutenberg og starfaði við það lengst af, bæði hjá Þjóðviljanum og Blaða- prenti. Um miðjan aldur vann hann um hríð sjálfstætt við prentverk ásamt því að hann hóf leigubílaakstur sem hann stundaði allt þangað til hann hætti störfum um sjötugt. Hann var alla tíð mikill útivist- armaður og náttúruunnandi. Hann gekk mikið um landið, sérstaklega á yngri árum og skrifaði ferðapistla um tíma í Þjóðviljann. Honum voru þjóð- málin hugleikin og aðhylltist hann félagshyggju. Auk þess hafði hann hafði mikinn áhuga á íslenskum fræðum, rit- störfum og ljósmyndun. Árið 2006 kom út bók eftir hann „Njála lifandi komin“ þar sem hann sameinar þennan áhuga sinn. Jóhannes og Bergljót bjuggu lengst af í Seljahverfi, en síðustu árin í Kórahverfi í Kópavogi. Útför Jóhannesar hefur far- ið fram í kyrrþey. Jóhannes Eiríksson frændi minn er látinn, Hanni frændi eins og við systkinin úr Þver- holtinu kölluðum hann. Hanni var dökkur yfirlitum, hávaxinn og laglegur. Hanni var skap- stór en glaðlyndur, næmur, listhneigður og flinkur ljós- myndari. Á milli okkar í árum var nokkuð og áttum við því minni samleið en ella. Björn bróðir minn og Hanni voru á svipuðu reki og voru meira saman. Sem unglingur leit ég upp til hans, róttækni og nú- tímahugsun höfðu aðdráttarafl. Hann var uppáhaldsfrændi. Skemmtilegar minningar eru frá boðum á heimilum þeirra Björns bróður míns og Guð- rúnar og Hanna og Berglindar en þeir frændurnir stóðu fyrir slíkum veislum ungir menn. Þetta var nýlunda og gaman að geta spjallað saman og spilað fram á rauða nótt. Nánasti ætt- leggur mömmu var fámennur en náin tengsl voru milli þeirra systra, Sesselju móður Hanna og móður minnar. Hanni var eina barn Sesselju og hafði stundum á orði að hann öfund- aði okkur systkinin að vera svo mörg. Þegar veislur hafa verið hjá okkur systkinum hefur Hanni jafnan verið með. Hanni lærði prentiðn og starfaði lengst af á Þjóðvilj- anum þar sem leiðir okkar lágu saman á þeim árum sem ég var þar oft gestur. Hanni var rót- tækur en þó aldrei virkur í pólitísku flokksstarfi. Hann var bókamaður, næmur og við- kvæmur og áhugamaður um listir og átti vini úr hópi lista- manna og bóhema sem mér unglingnum þótti spennandi. Ég var krakki þegar hann var að sýna mér myndir af hinum kröftugu nútímaverkum Pi- casso. Hanni skrifaði fallegan texta og liggja eftir hann greinaskrif í blöð, ljóð og bóka- skrif, m.a. einstök útgáfa af Njáls sögu. Fram til loka var hann að safna fróðleik og skrá- setti sagnir og staðhætti. Hanni var mikill náttúruunnandi, „grænn“ áður en flokkar og al- menningur fóru að aðhyllast slíkan lífsstíl. Hann var útivist- armaður og skrifaði pistla um gönguleiðir. Við andlát móður minnar og síðar föður skrifaði hann falleg minningarorð sem mér og systkinum mínum þótti vænt um. Ég er þakklátur fyrir að við systkini og makar ásamt Hanna og Bellu hittumst í vet- ur eftir nokkurt hlé. Hanni var þá farinn að kenna sjúkdómsins sem dró hann til dauða. Ekkert okkar grunaði þó að sjúkdóm- urinn gengi svona hratt fram og var ætlunin að hittast aftur í sumar en af því verður ekki. Enn á ég bókina sem Hanni og Bella, eins og við kölluðum Berglindi, færðu mér í ferming- argjöf, Ferð án fyrirheits, með ljóðum Steins Steinars. Enga bók hef ég lesið oftar og fylgdi hún mér í áratugi á öllum ferð- um. Lífið er ferðalag án fyr- irheita og reynist misvel. Best þó þeim sem geta ferðast með hugsjónir og jafnrétti í farangri sínum, það gerði Jóhannes Ei- ríksson sem ég kveð nú að leið- arlokum. Berglindi, börnum hans, barnabörnum og vinum sendum við Agnes samúðar- kveðju. Drýpur sól dagur að baki langt var ferðast stikuð fjöll hverahlíðar hraun og sandar gengnar auðnir grænar heiðar glaðst með öðrum fest á filmu fólk og byggðir liti jarðar skráðar sögur skemmt við lestur lista notið hugsjón lyft heims um jöfnuð kveð að lokum kynni þakka kæri frændi. Sigurður Magnússon. Jóhannes Eiríksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.