Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
aðdáunarverð og skein húmor-
inn þinn i gegn allan tímann.
Missir okkar allra er mikill og
stórt skarð hoggið í fjölskyld-
una, en missir Söru og Sonju er
einna mestur að hafa þig ekki til
staðar á meðan þær eru að alast
upp.
Elsku Sara, Sonja, Patric,
Michela, Gunna, Jón, Rúnar,
Svenni og aðrir aðstandendur og
vinir, ég sendi ykkur mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, Kiddi minn, við
sjáumst seinna.
Rannveig Bjarnadóttir
(Ranna).
Mín minning af okkar fyrstu
kynnum var þegar við vorum
sex ára er við hittumst við skurð
á Sunnubraut 6. Eftir þessi
kynni við skurðinn hófst mikið
vináttusamband, við lékum okk-
ur saman flesta daga fram eftir
aldri og brölluðum mikið saman
á yngri árum. Vorum það mikið
saman að mér finnst mamma þín
vera hálfgerð mamma mín (and-
mæli henni alla vega ekki mik-
ið). Fótboltinn átti hug þinn all-
an og spiluðum við saman ásamt
vinum okkar fótbolta upp yngri
flokkana með Hvöt. Þú gerðir
gott betur og hélst áfram upp í
meistaraflokk. Við áttum okkur
sameiginlegt lið í enska boltan-
um og fórum saman á tvo leiki á
Anfield. Minnisstæður var leik-
urinn Liverpool - Dortmund, 4-3
sigur og fögnuðum við vel og
lengi fram eftir nóttu. Spiluðum
handbolta saman þar sem þú
varst alltaf sneggstur af stað og
gat ég bara kastað boltanum
fram og treyst á að þú værir
mættur og skoraðir. Tölvur
fönguðu áhuga þinn snemma
sem og almenn tækni. Þú eign-
aðist tölvu mjög snemma og
man ég eftir því að við bjuggum
til leik með einfaldri forritun og
svo spiluðum við Football Mana-
ger saman í fyrstu útgáfu á
Sinclair Spectrum. Þú áttir eftir
að gera tölvur að þinni aðalat-
vinnu. Varst alltaf mikill orku-
bolti, stríðnispúki og gleðigjafi
og vandamál voru bara leyst.
Samt fundust mér skemmtileg-
ust þín ósjálfráðu viðbrögð, þú
framkvæmdir án þess að hugsa
og uppskar það oft mikinn hlát-
ur og gleði, t.d. þegar við um
verslunarmannahelgi á Skaga-
strönd uppgötvuðum að Olís-
flaggstöngin var laus. Á milli-
sekúndu var ákveðið að hlaupa
með hana af stað og reyna að
flagga henni uppi á tjaldsvæði
sem tókst, þrátt fyrir mikinn elt-
ingarleik við lögreglu og björg-
unarsveit. Við áttum líka sam-
eiginlegt áhugamál í bílum og
snjósleðum. Þú varst mikill
glanni en varst frekar lunkinn
ökumaður en áttir það til að fara
aðeins fram úr þér, alltaf botn-
gjöf hjá þér. Þú sóttir um tölvu-
vinnu í London, varst einn af
mörg hundruð og fékkst hana,
að sjálfsögðu. Öll mín tölvu-
vandamál leystir þú og trúlega
margra annarra, án endurgjalds.
Þú fluttir til London og ég skutl-
aði þér út á Keflavíkurflugvöll
og voru það kaflaskil í okkar lífi,
bjóst í London það sem eftir
var. Ég fór nokkrum sinnum í
heimsókn til þín en því miður
ekki næstum því nógu oft og sé
ég mikið eftir því. Í okkar fjöl-
mörgu samtölum á netinu spurði
ég þig hvort þú saknaðir ekki
Íslands en þú svaraðir „nei ég
hef allt sem ég þarf hér, konuna,
börnin, góða vinnu,“ enda hafðir
þú ótrúlega aðlögunarhæfileika.
Þeir sýndu sig líka í því hvernig
þú tókst á við krabbameinið, það
gerðirðu með yfirvegun og mik-
illi þrautseigju. Þú barðist allt til
enda og gafst aldrei upp. En það
fór sem fór og verð ég því að
kveðja þig elsku vinur. Óska
þess að ég gæti endurupplifað
hverja eina og einustu mínútu
sem við áttum saman. Það er
stórt skarð höggvið í mitt líf og
enn stærra hjá börnum þínum,
konu og fjölskyldu og vil ég
votta þeim mínadýpstu samúð.
Hvíldu í friði.
Þinn vinur,
Árni Þór.
Mikið er lífið ósanngjarnt. Nú
kveðjum við ungan vin sem fell-
ur frá í blóma lífsins. Kiddi
fæddist sama ár og sonur minn,
hann Árni Þór, og voru þeir ætíð
góðir vinir. Ég man mjög vel
eftir þeim leika sér saman sem
smáguttar heima á Mýrarbraut-
inni og var oft fjör og mikið
gaman. Svo man ég sérstaklega
eftir Kidda og Árna á unglings-
árunum en ég ætla ekki að rifja
upp það sem þeim datt í hug að
gera á þeim tíma, reyndar bara
svolítið fyndið þegar maður
hugsar til baka.
Þegar Kiddi varð eldri og ég
enn eldri urðum við góðir vinir,
oft fórum við í flugferðir bæði
styttri og lengri. Ég skoðaði log-
bókina mína og margt rifjaðist
upp, 31.05.2009 23:16 Flugtak
frá KEF til BLÖ eftir að hafa
sótt Kidda þegar hann var að
koma frá útlöndum, þetta var
sko flott og gaman, einkaflugvél
svona rétt eftir hrun. Önnur ferð
er mjög minnisstæð þar sem
Jón, pabbi hans Kidda, og Mic-
hela, unnusta hans, fóru um
Strandir og Vestfirði. Minningin
um þessa ferð okkar vestur lifir
betur en margar ferðir okkar og
er ástæðan örugglega sú að
Kiddi klippti þetta fagmannlega
saman með tónlist frá Sigur Rós
og vistaði á Youtube. Ein flug-
ferð enn er minnisstæð, þá fór-
um við Jón og Kiddi að skoða ís-
björn á Skaga. Munaði minnstu
að undirritaður hefði misst flug-
réttindi í þessari ferð því búið
var að banna flug yfir dýrið,
hefði verið gaman ef Kiddi hefði
sett þetta inn á Youtube og þó,
kannski ekki. Gunna, mamma
hans Kidda, skammaði okkur
fyrir þetta uppátæki, eða þannig
er allavega minningin. Ég man
allavega betur eftir því en sam-
skiptum við Flugmálastjórn.
Ég var undrandi á því hvað
Kiddi vissi mikið um flug og sér-
staklega um mína flugvél. Ein-
hvern tíma sagði hann eitthvað á
þessa leið: „Ætlarðu ekki að
fara að taka upp hjólin, Jónas?“
Þá var drengurinn búinn að
fljúga og æfa sig í flughermi
heima. Auðvitað notaði hann So-
cata TB20 (TF-EGO) í þessar
æfingar og gat auðveldlega flog-
ið og jafnvel lent þegar við fór-
um í raunverulegar flugferðir.
Augnablik gleymir maður
sorginni þegar maður rifjar upp
skemmtilega tíma. Nú hefur
Kiddi minn farið í síðustu flug-
ferðina, allavega hérna með okk-
ur.
Minning um góðan dreng lifir
og ég þakka fyrir að hafa kynnst
honum.
Jónas Þór Sigurgeirsson.
✝ Halldóra Haf-dís Karen
Hallgrímsdóttir
eða Dísa Dóra var
fædd á Siglufirði
21. júlí 1939. Hún
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
1. júlí 2018. For-
eldrar hennar
voru hjónin Bjarn-
veig Guðrún Guð-
laugsdóttir hjúkr-
unarkona, f. 16.9. 1903, d.
11.11. 1986 og Hallgrímur
Þórarinn Kristjánsson bryti, f.
5.12. 1908, d. 23.12. 1986.
Árið 1962 giftist Dísa Dóra,
Gunnari Flóventssyni Blöndal,
bifreiðarstjóra frá Sauðár-
króki, þau skildu. Börn þeirra
eru Vigdís Blöndal og Hall-
grímur Blöndal. Vigdís á þrjú
börn og fimm barnabörn,
Hallgrímur á þrjú börn.
Dísa Dóra giftist aftur
Roger Cummings, þau skildu.
Dísa Dóra ólst upp á Siglu-
firði og gekk þar í barna- og
gagnfræðaskólann. Þegar hún
var 16 ára flutti hún ásamt
foreldrum sínum til Reykja-
víkur. Hún stundaði nám við
Samvinnuskólann á Bifröst ár-
in 1956-58. Í Reykjavík á
hennar yngri ár-
um vann hún á
Teiknistofu SÍS.
Árið 1962 flutti
hún á Sauðár-
krók og bjó þar
með eiginmanni
sínum. Á Sauð-
árkróki vann
hún við ýmis
skrifstofustörf,
kennslu, veislu-
höld og sinnti fé-
lagsstörfum. Eftir að hún
skildi flutti hún til Hafnar-
fjarðar og vann þar á Skatt-
stofunni. Síðar fluttist hún til
Reykjavíkur og hóf störf á
Ferðaskrifsstofunni Útsýn.
Það að starfa við ferðaþjón-
ustu átti vel við hana og
starfaði hún við það nánast
meirihluta starfsævi sinnar,
m.a. sem sölumaður ferða,
rútubílstjóri og leiðsögu-
maður.
Dísa Dóra var mjög list-
hneigð, hún málaði mikið af
myndum sem prýða heimili
barna og barnabarna hennar,
sem og leir- og glerlistaverk
hennar.
Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, föstudag-
inn 13. júlí, klukkan 11.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængjavíddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn, rósin mín.
Er kristalstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað.
Krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað,
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei það er minning þín.
(Guðmundur Halldórsson)
Hvíl í friði, elsku mamma
okkar.
Þín
Vigdís og Hallgrímur.
Elsku amma,
elsku fallegi engill, núna ertu
komin á góða staðinn. Það hefur
verið mjög erfitt að fylgjast með
þessum hræðilegu veikindum
síðan í janúar og horfa uppá þig
hægt og rólega hverfa frá okk-
ur. En það var ljós í myrkrinu
að þú varst alltaf svo glöð að sjá
okkur og það gladdi okkur
meira en nokkuð annað. Bros
þitt og gleði lýsti upp herbergið
eins og það hefur alltaf gert.
Drottningin sem þú varst, alltaf
svo fín og falleg og vel tilhöfð,
það skipti þig miklu máli að
koma vel fyrir og líta vel út. Það
vantaði aldrei varalitinn eða
naglalakkið, enda vaktir þú at-
hygli hvar sem þú varst.
Eitt af því sem þú kenndir
okkur systkinum voru bænir
sem við kunnum svo vel að meta
í dag. Það er líka ástæðan fyrir
því að ég hef alltaf farið með
bænirnar fyrir börnin mín áður
en þau fara að sofa og þau
þekkja bænirnar vel, þökk sé
þér.
Við systur minnumst með
mikilli gleði stundanna fyrir
framan spegilinn á fallega
snyrtiborðinu þínu, þar sem við
fengum að gramsa í snyrti-
dótinu (sem var alls ekki af
skornum skammti), þar lærðum
við t.d. að ganga í hælum og
mála okkur, eitthvað sem
mamma var ekki alltaf ánægð
með. Öskudagurinn var sérstak-
lega vinsæll hjá okkur systk-
inum, við fundum alltaf eitthvað
hjá þér til þess að vera í og þú
málaðir okkur svo flott, að vinir
okkar voru einnig farnir að
lauma sér með til þín.
Þú ert að mörgu leyti fyr-
irmynd okkar og má þar helst
nefna að gera hlutina eins og þú
vilt gera þá, en ekki eins og aðr-
ir vilja. Þú varst alltaf ung í
anda og það leyndi sér ekki, það
vantaði ekki skvísufötin og
skóna sem við systur öfunduð-
um þig af. Einnig varstu mjög
stríðin og einkar lúmsk í því að
plata okkur, alltaf stutt í glensið
hjá þér. Áhugi okkar systra á
saumaskap og myndlist kviknaði
hjá þér og ert þú fyrirmynd
okkar í því. Það verður ómögu-
legt að feta í fótspor þín í þess-
um greinum, þú þessi stórkost-
lega listakona komst svo víða
við í mörgum listgreinum, mál-
aðir, prjónaðir, saumaðir, leir-
aðir, skarst gler og svo mætti
endalaust telja, allt lék í hönd-
unum þínum.
Við munum sakna stundanna,
símtalanna, húmorsins, brosa
þinna og veislurnar verða tóm-
legar án þín.
Þú áttir dýrmætar stundir
með langömmubörnunum þínum
og þau sakna þín sárt. Við mun-
um gera allt til að gera þig
stolta og ánægða með okkur.
Minning þín er sterk og fer
hvergi dvínandi, þú lifir í fallegu
verkunum sem þú gafst okkur
og minningunni sem þú skilur
eftir.
Hvíl í friði, elsku amma.
„Luv you!“
Þín barnabörn,
Elsa, Ægir og Alda.
Dísa Dóra
Suðræn, seiðandi
frá Siglufirði.
Vinmörg og vinföst
tryggðatröll.
Þrautseig, þrjósk
fetaði sína slóð.
Hættulega háir hælar
og silkipils.
Lífsglöð og litrík
listamaður.
Sveiflar sér nú í sumarlandinu
– við sitjum eftir í sauðalitunum.
Elsa Sigríður Jónsdóttir.
Halldóra mín.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst eins góðri konu og þér.
Við töluðum um daginn og veg-
inn og það var alltaf svo gaman
að koma til þín. Þú áttir fallegt
heimili. Þú varst líka alltaf svo
jákvæð og með svo fallegt bros.
Ég ætlaði ekki að trúa því að
svona góð kona eins og þú væri
farin. Ég þakka þér fyrir allt.
Ég vona að guð taki vel á móti
þér.
Ættingjum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Stefán Konráðsson
(Stefán sendill).
„Kjært barn har mange
navn“ (elskað barn á mörg nöfn)
er danskt orðtak. Það á vel við
um Dísu Dóru, sem var kært
einkabarn foreldra sinna og
hlaut í skírninni þrjú myndarleg
nöfn en var svo oftast kölluð
Dísa Dóra. Ég sá hana fyrst í
dönskuprófinu, það var hluti að-
göngumiðans að eftirsóttum
skóla, Samvinnuskólanum. Þetta
var annað ár hans á Bifröst í
Borgarfirði. Hún sagðist ekki
kvíða prófinu, því hún hafði þá
þegar komið til Danmerkur og
dvalið þar um tíma, var sigld
eins og þá var stundum tekið til
orða. Þetta var haustið 1956 og
hefur hún trúlega verið sú eina
af okkur tólf, sem áttum eftir að
búa saman næstu tvo vetur í
Himnaríki, efstu hæðinni í
heimavistarhúsinu á Bifröst,
sem var svo forfrömuð.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund eru skólaárin þar okkur
skólasystkinunum efst í huga og
minningarnar frá þeim tíma eru
litaðar af ljóma æskuáranna. Því
þetta voru góð ár í fögru um-
hverfi og við vorum að búa okk-
ur undir framtíðina. Það ríkti
heimilisandi og við tengdust
böndum sem héldust, þó leiðir
skildi að loknu námi. Við erum
enn að hittast en höfum þurft að
kveðja skólafélaga og þakka fyr-
ir samfylgdina, þannig er lífið
og í dag kveðjum við Dísu okk-
ar.
Það var ljúfsárt að fagna sex
áratuga útskriftarafmæli á
Siglufirði fyrir skömmu, uppeld-
isbænum hennar Dísu Dóru,
einmitt þegar ljóst var að hverju
stefndi hjá henni. Við höfðum
ráðgert ferðina þegar fyrir ári
og auðvitað átti hún að vera með
okkur og vísa veginn um gamlar
slóðir. Síðasta ár hefur ekki ver-
ið henni auðvelt hvað heilsufar
snertir en trygglyndi var einn af
eðlisþáttum hennar og hún hélt
áfram að hitta okkur ef nokkur
tök voru á.
Síðustu ferð hennar var ein-
mitt stefnt í saumaklúbbinn
seinast í janúar á þessu ári. Hún
náði aldrei í þann áfangastað,
þar sem við biðum hennar og
Imbu Matt á Miðvanginum í
Hafnarfirði, hafði fallið við
brottför frá Dalbrautinni þar
sem hún bjó og var lögð inn á
sjúkrahús og átti ekki aftur-
kvæmt þaðan.
Dísa Dóra bjó yfir margvís-
legri hæfni, strax á Bifröst
kynntumst við listrænum hæfi-
leikum hennar, þó ekkert slíkt
væri iðkað sem verslunarfag,
nema ef vera skyldi auglýsinga-
teiknun sem þótti nauðsynleg.
Hún tók að sér að skrautskrifa
útskriftarskírteini fyrir skólann,
hannaði hálsbindi fyrir akadem-
íuna og málaði handa okkur
vatnslitamyndir. Hugmynda-
auðgi hennar var mikil og jafn-
framt þrautseigja til að ná settu
marki, eins og þegar hún á full-
orðinsárum tók meirapróf til að
geta ekið rútu með farþega.
Þannig kom hún okkur sífellt á
óvart.
Hún er fyrst til kveðja
saumaklúbbinn en hann og
bekkurinn allur þakkar henni
langa og farsæla samfylgd. Guð
og allar góðar vættir fylgi henni
á ókunnum slóðum.
Bekkjarsystkinin frá Bifröst,
Dagbjört Torfadóttir.
Halldóra
Hafdís Karen
Hallgrímsdóttir
eða þá að redda nýjum varahlut
og það hvenær sólarhrings sem
var.
Eitt af því síðasta sem Ólafur
gerði fyrir okkur félagana var að
leysa millikassamál í 8 hjóla
trukk sem við höfum verið að
smíða. Í því verkefni voru mörg
álitamál sem í okkar huga lágu
ekki ljóst fyrir hvernig átti að
meðhöndla. Við fengum Ólaf
með okkur í lið og hann lá yfir
málinu í nokkra mánuði. Við
hringdum nokkrum sinnum og
spjölluðum og Ólafur sagðist
vera með þetta í gerjun, smám
saman fæddist lausn í hans huga
sem hann síðan vann úr og við
fengum millikassann og okkar
vandamál leyst. Hjá Ólafi voru
nefnilega ekki til vandamál, bara
verkefni.
Nú er skarð höggvið í hóp
okkar jeppamanna sem erfitt
verður að fylla í. Það eru margir
sem hafa notið liðsinnis Ólafs við
jeppabreytingar og er hans sárt
saknað. Takk, kæri vinur, fyrir
samfylgdina.
Kæra Unnur og fjölskylda,
okkar bestu samúðarkveðjur til
ykkar.
Friðrik Halldórsson,
Guðni Ingimarsson.
Allt, sem úr tré er unnið,
mun eyðast og falla að jörð.
Öllu, sem gert er úr grjóti,
granda sprungur og skörð.
Gler glatast og brotnar,
en gullið í súginn fer.
Stálið er málmurinn mikli,
sem meistarinn valdi sér.
(Davíð Stefánsson)
Mig langar að minnast Óla
vinar míns á Ljónsstöðum í
nokkrum fátæklegum orðum. Ég
fékk þá bræður til að smíða fyrir
mig stýrisarm um 1990 en hafði
heyrt þessara snillinga getið
nokkrum árum áður, næst þegar
ég átti leið um Suðurland fór ég
í heimsókn til þeirra sveita-
manna og með okkur tókst vin-
skapur sem ekki hefur borið
skugga á síðan. Óli og félagar
komu við hjá okkur Helgu þegar
þeir áttu leið austur og við kom-
um svo við á Ljónsstöðum þegar
við áttum leið um Suðurland.
Það var gott að leita ráða hjá
Óla, hann hafði ótrúlega mikla
reynslu af alls konar viðgerðum
og smíði, var ekkert ómögulegt,
lausnamiðaður og orðið ógerlegt
er ekki til í orðabókinni á Ljóns-
stöðum. Sumarið 2000 var ég
part úr sumri að vinna hjá Óla
þegar Tyrfingur ökklabrotnaði
og svo aftur um haustið þegar
bræðurnir fóru til USA til að
kaupa varahluti, hjá Óla lærði ég
meira á þessu sumri en allt mitt
líf fram að því, enda Óli góður
kennari, einlægur og setti hlut-
ina þannig upp að það var auð-
velt að skilja hvað hann átti við
og hvernig væri best að fram-
kvæma verkið. Það gat fokið í
minn mann en Óli var ekki búinn
að snúa sér við þegar allt var
búið og eins og ekkert hefði í
skorist, aldrei bitnaði það á mér
þó að ástæða hafi verið til, menn
komast ekkert áfram í lífinu
nema hafa skap. Það var eitt-
hvað alveg sérstakt við Óla sem
erfitt er að útskýra, hann var
einlægur, hreinskilinn, sam-
viskusamur og mikill foringi.
Það var stutt í grínið og Óli var
dálítið stríðinn, já kannski svolít-
ið meira en dálítið en allt var
þetta í góðu. Það var gott að
vera hjá Óla og Unni þetta sum-
arið 2000, koma í heimsókn og fá
þau í heimsókn. Það er alveg
sama á hvaða dyr maður bankar
á Ljónsstöðum, alls staðar er
manni tekið með kostum og
kynjum. Ósjaldan hringdi ég í
Óla eftir að hann var orðinn
veikur með tárin í augunum en
Óli sneri þessu öllu upp í grín og
áður en maður vissi af vorum við
báðir skellihlæjandi, ég varð
sextugur í maí og gaf mér í af-
mælisgjöf að fara suður og
kveðja Óla vin minn. Óli var
heima í faðmi fjölskyldunnar
ótrúlega hress og við áttum
saman góðar stundir, ég gat
þakkað þessum mikla meistara
fyrir allt sem hann hafði fyrir
mig gert og kennt mér. Óli skil-
ur eftir sig stórt skarð sem aldr-
ei verður fyllt í, Óla verður sárt
saknað á þessu heimili og víða
annars staðar en mestur er
missir Unnar, Skúla, Leu Bjarg-
ar og Oddnýjar Láru, megi sá
sem öllu ræður styrkja ykkur.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Víðir Sigbjörnsson,
Helga Magna Eiríksdóttir
og synir.