Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 17

Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt ÚTSALAN Í FULLUM GANGI afsláttur af öllum útsöluvörum50% SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Útgerðarfyrirtækið Samherji á Akureyri hefur keypt markaðs- og dreifingarfyrirtækið Collins Seafood og tekið við rekstrinum frá 1. júlí síð- astliðnum. Collins Seafood er með höfuðstöðvar í Newton Aycliffe, Du- ram, suður af Newcastle í Englandi og er einnig með dreifingarstöð í Leeds. Í tilkynningu frá Samherja segir að fyrirtækið selji og dreifi sjó- frystum flökum í Mið- og Norður- Englandi til fjölda viðskiptavina sem séu aðallega „fish and chips“- veitingastaðir. Collins Seafood var stofnað fyrir 35 árum af Richard Collins sem mun eft- ir söluna áfram gegna hlutverki fram- kvæmdastjóra hjá fyrirtækinu og sjá um rekstur þess. Í tilkynningunni segir jafnframt að velta fyrirtækisins á síðasta rekstrar- ári hafi verið rúmlega 60 milljónir punda, eða jafnvirði rúmra 8,5 millj- arða íslenskra króna, en fyrirtækið seldi á árinu yfir 10.000 tonn af sjó- frystum afurðum frá Noregi, Rúss- landi, Íslandi, Færeyjum og víðar. Collins Seafood hefur til fjölda ára verið stór viðskiptavinur Samherja í Englandi. Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega 30 manns á skrifstofu og við dreifingu. Vinna áfram náið með Collins Seagold, sölufyrirtæki Samherja í Englandi, hefur í 21 ár séð um sölu og markaðssetningu afurða Samherja á breska markaðnum og mun áfram vinna náið með Collins Seafood að þeim verkefnum. „Með kaupunum hefur Samherji styrkt stöðu sína enn fremur á þessum mikilvæga markaði fyrir þorsk og ýsu,“ segir í frétta- tilkynningu Samherja. Fiskur Samherji hefur lengi átt í viðskiptum við Collins Seafood. Kaupa enskan viðskiptavin  Tekjur Collins Seafood námu 60 milljónum punda á síðasta ári Hlutdeild fjármála- og vátrygginga- starfsemi í heildarlaunum hefur lækkað um tæplega 40%, eða 3,8 pró- sentustig frá árinu 2008. Árið 2008 var hlutdeild fjármála- og vátrygg- ingarstarfseminnar 9,8% í heildar- launum á Íslandi, en 6% í fyrra, en þetta kemur fram í gögnum Hagstof- unnar. „Það er mjög einföld ástæða fyrir þessum samdrætti í hlutdeild fjár- málastarfseminnar af heildarlaun- um“, segir Anna Sigríður Halldórs- dóttir, sérfræðingur hjá Hagstofunni. „Árið 2008 voru margir kaupréttasamningar borgaðir, en einnig hefur fólki fækkað umtalsvert í þessum geira“. Heildarlaun hækkuðu um 4,9% Á fyrsta ársfjórðungi var árs- hækkun heildarlauna á greidda stund 4,9%. Hækkunin á almennum vinnumarkaði nam 4,4% á meðan 5,1% hækkun var í opinbera geiran- um. Mesta árshækkunin var í at- vinnugrein vatns- og fráveita eða 7,6% og gisti- og veitingarekstri 6,5%. Minnst var hækkunin í fjármála- starfsemi, eða 0,2%, en það skýrist að mestu af háum kaupauka- greiðslum á fyrsta fjórðungi 2017. Í öðrum atvinnugreinum var árs- hækkunin á bilinu 4,1% til 6,2%. Ný vísitala hjá Hagstofunni Vísitala heildarlauna er ný vísitala sem Hagstofan gaf út í gær, en hún varpar ljósi á þróun launa þar sem breytingar á samsetningu vinnuafls og vinnutíma hafa áhrif. Vísitala heildarlauna og launavísi- talan segja ólíka sögu, eins og fram kemur á vef Hagstofunnar, en sú fyrrnefnda byggir á öllum greiddum launum deilt með heildarfjölda greiddra stunda eftir atvinnugrein- um. Hún tekur þar með tillit til yf- irvinnu, kaupauka, árlegra ein- greiðslna og annarra óreglulegra þátta sem eru ekki hluti af launa- vísitölu, enda á sú vísitala að sýna verðbreytingar á vinnustund fyrir fasta samsetningu vinnutíma. Launavísitalan byggir á breytingum reglulegra launa þar sem hvorki er tekið tillit til tilfallandi yfirvinnu né óreglulegra greiðslna. steingrimur@mbl.is Samdráttur fjármálageira í heildarlaunum  Hlutur fjármálageirans í heildarlaun- um tæpum 40% lægri nú en árið 2008 Morgunblaðið/Kristinn Fjármálageirinn Hlutdeild fjármála- og vátryggingastarfsemi var 9,8% í heildarlaunum á Íslandi 2008, en 6% í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofu. Veiði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.