Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g hafði mjög lengi
pælt í að flytja til út-
landa, langaði að prufa
eitthvað nýtt en vildi
líka vera á stað þar
sem væri lifandi uppistandssena. Ég
fór í vettvangsferð til Dublin til að
skoða uppistandssenuna, en mér leist
ekkert á hana. Og ekki langaði mig til
Bandaríkjanna, eins og ástandið er
þar. En svo tók ég loks af skarið og
keypti flugmiða aðra leiðina hingað
út,“ segir Bylgja Babýlons sem flutti
í vor til Edinborgar í Skotlandi, þar
sem hún starfar m.a. sem uppistand-
ari.
„Ég tók þessa ákvörðun í fram-
haldi af uppistandshátíðinni Scotch
on Ice, sem var heima á Íslandi í
febrúar, þar sem íslenskir og skoskir
uppistandarar komu fram, að mér
sjálfri meðtalinni. Þar kynntist ég
skoskum uppistöndurum og gat kom-
ið mér upp svolitlu tengslaneti, svo
mér var ekkert að vanbúnaði, ég
stökk bara út í djúpu laugina, seldi
flestöll fötin mín í Kolaportinu og gaf
restina til Rauða krossins áður en ég
fór af landi brott. Ég losaði mig við
ólíklegustu hluti, en ég er mikill safn-
ari í eðli mínu. Ég þurfti meðal ann-
ars að henda sænginni minni sem ég
fékk þegar ég var eins árs. Ég
geymdi hana inni í skáp og allskonar
annað drasl. Þetta er mjög óheilbrigð
söfnunarárátta, svo það var hollt fyr-
ir mig að hreinsa til.“
Kolsvartur og kaldhæðinn
Bylgja segir að það sé nóg að
gera í uppistandinu, hún hefur komið
víða fram, ekki aðeins í Edinborg,
heldur líka í Glasgow, Aberdeen og
Dundee. Hún segir að Skotum finnist
ótrúlega framandi að hún sé Íslend-
ingur.
„Mér finnst það fyndið, því við
Íslendingar lítum á okkur sem ná-
granna þeirra. Ég segi þeim alltaf að
mér finnist Ísland vera nánast í
næsta húsi við Skotland. Ég tek með-
al annars fyrir í mínu uppistandi hér
hvernig það er að vera útlendingur í
þeirra landi. Ég hef fjallað um raunir
mínar við að stofna bankareikning í
Edinborg, ég þurfti að fara átta sinn-
um í bankann til að fá það í gegn.
Annars er uppistandssenan rosalega
stór hér og að því leyti erfiðari en
heima, en um leið og maður kemur
annarri tánni innfyrir, þá eru manni
allir vegir færir,“ segir Bylgja sem
heldur upp á uppistandarana Doug
Standhope, Sarah Silverman og Þor-
stein Guðmundsson.
Þegar Bylgja er spurð að því
hvort það sé munur á áhorfendum á
uppistandi í Skotlandi og á Íslandi,
segir hún Skotana vera vanari uppi-
standinu.
„Heima á Íslandi er þetta fyrir-
bæri nýrra og Íslendingar fara á
uppistand með öðru hugarfari, þeir
klæða sig upp eins og þeir séu að fara
í leikhús og gera kvöld úr því, fara
jafnvel fyrst út að borða. En hér er
þetta hversdagslegra og áhorfendur
hekla meira, þeir vilja meira vera
með. Þess vegna er algengara að
uppistandarar hér séu að tala við sal-
inn, en við gerum ekki mikið af því
heima, Íslendingar vilja ekki vera
partur af sýningunni, þeir vilja bara
horfa og hlusta,“ segir Bylgja og
bætir við að ekki sé mikill munur á ís-
lenskum og breskum húmor. „Bresk-
ur húmor er frábær og mjög líkur
þeim íslenska, kolsvartur og kald-
hæðinn.“
Heill mánuður af geðveiki
Kvenkyns uppistandarar eru
víðast hvar færri en karlkyns og sú
er raunin í Skotlandi rétt eins og á
Íslandi. „En stærstu klúbbarnir hér
úti reyna að vanda sig í þessum mál-
um og passa upp á jafnt kynjahlut-
fall,“ segir Bylgja sem kemur ein
fram í sínu uppistandi. En vinkona
hennar og uppistandarinn Snjólaug
Lúðvíksdóttir kemur út til hennar í
ágúst og þá verða þær báðar með
uppistand á Fringe-hátíðinni sem er
stærsta uppistandshátíð Evrópu.
„Það verður heill mánuður af
geðveiki, en við Snjólaug ætlum að
vera með í tíu daga, dýfa tánni aðeins
í þetta. Við komum ekki fram saman
sem tvíeyki, heldur hvor fyrir sig.
Þetta verður gaman,“ segir Bylgja
sem vinnur líka fyrir salti í grautinn á
bar, en hún er vön slíkum störfum
hér heima, starfaði á Lebowski bar í
Reykjavík áður en hún flutti út.
„Áður en ég fékk „national
insuranse number“ réð ég mig í
hlutastarf á pöbb, en það var alveg
mokleiðinleg vinna, svo ég gafst fljótt
„Ég stökk bara út
í djúpu laugina“
Bylgja Babýlons er fædd og uppalin á Dalvík en henni
finnst Akureyri þó vera sinn heimabær. Hún hefur
verið í uppistandi í fjögur ár og keypti í vor flugmiða
aðra leiðina til Edinborgar þar sem hún hefur komið
sér vel fyrir og nóg að gera hjá henni í uppistandinu.
Gaman Stundum eru typpabrandarar við hvert fótmál, hér er Bylgja með
utankjörfundaratkvæði sitt fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu.
Áskell Hér kúrir Bylgja með sálu-
félaga sínum, kettinum Áskeli.