Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
ÞV
O
TT
A
VÉ
LA
R
KÆ
LI
SK
Á
PA
R
HELLUBORÐ
ÞURRKARAR
SMÁTÆKI
U
PPÞVO
TTA
VÉLA
R
OFNAR
RYKSUGUR
VIFTUR OG HÁFAR
TILBOÐSDAGAR
20-40%
Gerðu góð kaup!
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
BAKSVIÐ
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Vinnan og líkamsræktin verður
miklu líflegri og skemmtilegri með
tilkomu Motiview sem eru mynd-
bönd héðan og þaðan úr heim-
inum,“ segir Bryndís Erlings-
dóttir, sjúkraþjálfari á
hjúkrunarheimilinu Droplaug-
arstöðum, en að sögn Bryndísar
lenti Motiview, sem er norsk
hönnun, í öðru sæti í norrænni
samkeppni um tæknilausnir í vel-
ferðarþjónustu.
Motiview er safn meira en þús-
und myndbanda sem tekin eru í
yfir 20 löndum og sýnd eru á með-
an heimilismenn Droplaugarstaða
hjóla í sjúkraþjálfun heimilisins.
„Hjólið var kynnt á ráðstefnu
um velferðar- og tæknilausnir sem
Reykjavíkurborg stóð fyrir og við
urðum svo heillaðar af Motiview
að við tókum það í notkun eftir að
hafa tekið þátt í tveggja mánaða
tilraunaverkefni ásamt Öldrunar-
heimilinu á Akureyri og Ísafold í
Garðabæ,“ segir Bryndís og bætir
við að hún viti til þess að Hjúkr-
unarheimilið Grund sé nú komið
með Motiview.
Andleg og líkamleg áhrif
„Áhrif Motiview hafa sýnt sig í
betra ástandi líkamlega og ekki
síður andlega. Iðkendur fá miklu
meiri gleði út úr líkamsræktinni.
Það er líka ómetanlegt fyrir iðk-
endur að fá tækifæri til þess að
örva hugann og ræða um það sem
þeir hafa gert á lífsleiðinni,“ segir
Bryndís. Hún segir að Motiview
nýtist flestum.
„Við höfum séð mikinn mun á
fólki sem nýtir sér það. Sér-
staklega virðist það henta vel fólki
með minnisglöp að hjóla á meðan
horft er. Meðan á tilraunaverkefn-
inu stóð mældum við jafnvægi,
styrk og gönguhraða í upphafi,
eftir mánuð og í lok tilraunar-
innar. Styrkur, jafnvægi og
gönguhraði hafði sannarlega auk-
ist,“ segir Bryndís.
Hún segir að fólk sem sé með
minnissjúkdóma endist miklu
lengur á hjólinu þegar það hefur
skemmtilegt myndefni fyrir fram-
an sig. „En myndböndin eru gull-
falleg og sífellt er verið að bæta
við,“ segir Bryndís.
Umhverfishljóð og tónlist
Bryndís segir að hægt sé að
koma við á ýmsum stöðum á Ís-
landi og út um allan heim. Það sé
einnig hægt að bregða sér í dýra-
garð, svo eitthvað sé nefnt, og um-
hverfishljóð og falleg tónlist séu-
hluti af mynböndunum.
„Myndböndin gefa tækifæri til
örvunar og kalla fram minningar
sem hægt er að spjalla um,“ segir
Bryndís sem metur það svo að
kostnaðurinn við Motiview sé
óverulegur miðað við ánægju og
margfalt betri andlegri og líkam-
legri líðan iðkenda á Droplaug-
arstöðum.
Notendur sitja á stól eða hjóla-
stól og hjóla með skjá fyrir fram-
an sig. Motiview er tengt með
tölvu við skjáinn. Þegar ein-
staklingur hjólar getur hann valið
um myndbönd af ótal stöðum.
Droplaugarstaðir eru við Snorra-
braut og hægt er að velja að hjóla
þá götu meðal annars og í átt að
Hallgrímskirkju.
Hjólað í útlöndum
Þar er hægt að fara hjólandi inn
í kirkjuna og hlusta á orgeltón-
leika. Ef borgin heillar
ekki má fara í dýragarð í
Noregi og horfa á ljón
drekka vatn eða þrífa
á sér fæturna og
hlusta á umhverf-
ishljóðin í dýragarð-
inum á sama tíma. Það
má einnig
skreppa utan
og hjóla
hvar sem
hugurinn
girnist.
Hjólað á Droplaugarstöðum
Hjól með skjá sem býður upp á hjólaferðir innanlands og utan Gagnast iðkendum líkamlega og
ekki síður andlega Hjálpar minnissjúkum að rifja upp og ræða liðna tíð Hjólað í dýragörðum
Morgunblaðið/Eggert
Líkamsrækt Guðbjörg Axelsdóttir og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hjóla Snorrabrautina í umsjá Bryndísar Erlingsdóttur sjúkraþjálfara.
Heiðmörk Hér hjóla ánægðir íbúar Droplaugarstaða í Heiðmörk og njóta
fallegs gróðurs að því að virðist í sumarblíðu og rifja upp liðna tíð.
Guðbjörg Axelsdóttir, íbúi á
Droplaugarstöðum sem búið hef-
ur þar í þrjú ár, er mjög ánægð
með að geta hjólað og horft á fal-
legt útsýni á sama tíma.
„Ég er svo miklu betri í fæt-
inum síðan ég fór að hjóla, ég er
miklu lengur á hjólinu og er ekk-
ert að líta á klukkuna,“ segir
Guðbjörg og segir mynd-
böndin vekja upp minningar.
„Sérstaklega þau sem eru
frá Akureyri því ég er fædd
þar, en líka myndbönd frá
Þórsmörk og fleiri stöðum,“
segir Guðbjörg sem er ánægð
með sjúkraþjálfunina sem hún
segir hafa gert mikið fyrir sig.
Guðbjörg vill að það komi
fram að starfsfólkið á Drop-
laugarstöðum sé indælt.
Miklu lengur
á hjólinu
IÐKANDI
Guðbjörg
Axelsdóttir