Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
Fornleifafræðingar sem í þrjú ár
hafa leitað minja við hina fornu borg
Ólympíu í Grikklandi hafa fundið
leirtöflu sem talin er frá þriðju öld
eftir Krist og á henni er, að talið er,
elsta uppskrift sem fundist hefur á
erindum úr söguljóði Hómers, Ódys-
seifskviðu. Ráðuneyti menningar-
mála í Grikklandi deildi ljósmynd
sem sýnir töfluna og á henni má lesa
þrettán erindi úr fjórtándu bók
Ódysseifskviðu, þar sem segir af
heimkomu Ódysseifs eftir sögu-
fræga hrakninga hans til eyjarinnar
Íþöku.
„Ef aldur leirtöflunnar er staðfest-
ur þá gæti þetta verið elsta uppskrift
verka Hómers sem fundist hefur í
Grikklandi,“ segir í tilkynningu frá
ráðuneytinu, og er jafnframt bent á
að fundurinn sé afar mikilvægur í
sögulegu sem bókmenntalegu tilliti.
Fornleifafræðingar hafa unnið
markvisst undanfarin ár að upp-
greftri á tilteknum svæðum við Ól-
ympíu, á Pelópsskaga, og fannst tafl-
an með textanum nærri rústum
Seifshofsins.
Söguljóðin Kviður Hómers voru
upphaflega samin á áttundu öld f.
Kr., eru eignaðar hinum blinda
Hómer og varðveittust í munnlegri
geymd um aldir. Talið er að þau hafi
verið skráð og færð í það horf sem
þekkist í dag í Alexandríu á þriðju
öld f. Kr. Sveinbjörn Egilsson (1791-
1852) vann að þýðingu á kviðum
Hómers á íslensku er hann lést og
lauk sonur hans, Benedikt S. Grön-
dal, verkinu.
Brot úr Hómerskviðu
AFP
Merkisfundur Á leirtöflu sem fannst við Ólympíu eru 13 vers úr Ódysseifs-
kviðu Hómers, þar sem fjallað er um heimkomu Ódysseifs til Íþöku.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarhátíðin Eistnaflug hófst í
Neskaupstað í fyrradag í blíðskap-
arveðri og segir Erna Björk Bald-
ursdóttir, kynningarfulltrúi hátíð-
arinnar og
bókari, að stemn-
ingin fyrir austan
sé frábær og að
hátíðin sé einkar
vel sótt í ár.
„Ég hef bara
ekki séð svona
marga á mið-
vikudegi áður,“
segir Erna og að
fleiri séu vænt-
anlegir þar sem
hátíðin standi yfir til og með 14. júlí
og veðrið gott fyrir austan, ólíkt því
sem verið hefur á suðvesturhorni
landsins.
Erna er spurð að því hvort hún
telji veðrið hafa haft áhrif á miðasöl-
una í ár, aukið hana, og segir hún
það klárt mál, veðrið hafi haft mjög
jákvæð áhrif en eins og Morgun-
blaðið hefur greint frá var miðasala
á hátíðina í fyrra heldur dræm og
undir væntingum.
Á fyrsta hátíðarkvöldi voru það
m.a. Tappi tíkarrass, Legend og
Perturbator sem trylltu lýðinn og
skemmtu gestir sér langt fram á
nótt. Í gær var þungur dagur fram-
undan, að sögn Ernu, og átti hún
þar við tónlistina enda bjart yfir í
Neskaupstað, sem fyrr segir. Í
kvöld verða líka allnokkur þyngsli
þar sem þungarokkssveitir á borð
við Sólstafi og Morpholith troða upp
og annað kvöld, á lokakvöldi, troða
m.a. upp Týr, Kreator og Kont-
inuum. Það má því búast við miklu
flösufalli í Neskaupstað næstu
kvöld.
Næg tjaldstæði og enn til miðar
Erna segir enn nægt pláss á tjald-
stæði bæjarins, enda mjög stórt
tjaldstæði og að ef einhverjir vilji
skella sér hátíðina nú á síðustu
stundu sé það ekki orðið of seint,
enn hægt að kaupa miða og þá bæði
á staðnum og á tix.is. Hægt er að
kaupa helgarpassa og passa fyrir
staka daga en allar upplýsingar má
finna á eistnaflug.is og tix.is.
Erna bætir við að boðið sé upp á
tónleika utan dagskrár, svokallaða
„off-venue“ tónleika, við stál-
smiðjuna, námskeið í frisbígolfi á
laugardaginn, sjósund í dag og fleira
en hægt er að ná í sérstakt app með
dagskránni, á Facebook-síðu
hátíðarinnar.
Í sumarskapi Gestir Eistnaflugs geta ekki kvartað yfir veðrinu, sólin skín og gaman að vera til. Innlifun Gestir Eistnaflugs í sæluvímu á fyrsta kvöldi hátíðarinnar.
Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson
Orkuboltar Krummi og félagar í Legend gáfu sig alla í flutninginn, vanir rokkarar þar á ferð.
Þungir dagar
en bjart yfir
Erna Björk
Baldursdóttir
Eistnaflug byrjar vel í Neskaupstað
Ljósmynd/Hjalti Árna Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson
ICQC 2018-20
NÝ ÞJÓNUSTA
FYRIR ÁSKRIFENDUR
HLJÓÐMOGGI FYRIR
FÓLK Á FERÐ