Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Arnór Maximilian Luckas átti sann- kallaða draumavakt þegar hann var við laxveiðar ásamt föður sínum, Karli Udo, á Nessvæðinu í Laxá í Að- aldal í fyrrakvöld. Hann byrjaði á því að landa 101 cm hæng, sem tók flug- una í Þvottastreng, og bætti síðan um betur er hann setti í og landaði 108 cm hæng við Álftasker, stærsta lax- inum sem veiðst hefur hér á landi í sumar. Samkvæmt viðmiðunarkvörðum eru laxarnir um 22 og 28 pund – þeg- ar miðað er við lbs-kvarðann, eða 20 og 26 veiðipund eins og algengt er að miða við í veiði hér á landi þar sem pundið er hálft kg. „Þetta var ótrúlegt. Eftir á sátum við pabbi bara á bakkanum og skild- um varla hvað hafði gerst,“ segir Arn- ór um reynsluna af því að landa 108 cm laxi. Arnór segir ævintýrið hafa byrjað á vaktinni á undan þegar hann land- aði 90 cm laxi sem tók flugu hans í Sandeyrarpolli – og það var stærsti lax sem hann hafði fengið. Snemma á seinni vaktinni í gær tók 101 cm lax- inn síðan Metallica-flugu hans í miðjum Þvottastreng. „Hann tók bara upp úr þurru, við höfðum ekkert orðið varir við hann. Hann var erf- iður, barðist rosalega. Um miðja orr- ustuna brunaði hann lengst niður í á og ég þurfti að strekkja og strekkja á hjólinu en hann dró nánast alla línuna út – en það gekk. Við náðum honum.“ Eftir að hafa jafnað sig eftir viður- eignina reru feðgarnir út á Presthyl, að Álftaskeri. „Pabbi hafði kastað mestallan tím- ann þar en svo tók ég við stönginni í hálfa mínútu. Hann benti og sagði: Kastaðu þarna, og ég kastaði Kol- skeggs-túpu. Þá tók laxinn upp úr þurru, mjög djúpt en rétt við bátinn.“ Og stórlaxinn réð för, fór austur fyrir eyna og feðgarnir á eftir. „Þar klöngruðumst við uppúr bátnum og eftir að hafa þreytt laxinn tókst okkur að landa honum.“ Arnór segir að sér hafi þótt viðureignin ekki taka nema nokkrar sekúndur en faðir hans segir hana hafa varað í fimmtán til tuttugu mínútur. Og laxinn mældu þeir 108 cm langan. „Ég var alveg gáttaður. Meðan við börðumst við hann sögðum við varla orð, hvísluðumst bara á, eins og hann myndi heyra í okkur. En þegar við höfðum sleppt laxinum hlógum við og þögðum til skiptis. Þetta var ótrúlegt. Pabbi var eiginlega ánægðari en ég! Í nótt dreymdi okkur svo báða að við værum að landa laxi.“ Arnór segist eiga eftir að lifa lengi á þessari einstöku lífsreynslu. „Allir segja að ég lendi ekki aftur í svona ævintýri.“ efi@mbl.is Tröllið Arnór Maximilian lyftir 108 cm löngum hængnum sem tók flugu hans við Álftasker í Laxá í Aðaldal. „Segja að ég lendi ekki aftur í svona ævintýri“  Veiddi 108 cm og 101 cm laxa á sömu vakt í Aðaldal Sá fyrri Vaktin hófst með því að Arnór veiddi 101 cm hæng í Þvottastreng. Siguður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kærum og sektum vegna hraðakst- urs á Norðurlandi vestra hefur fjölg- að mikið að undanförnu, samanber að lögreglan í umdæminu hefur á síðustu misserum eflt umferðareft- irlit á svæðinu til muna. Útgefnar kærur á árinu voru í gær orðnar alls 3.689 talsins, samanborið við 1.417 á sama tíma fyrir ári og 602 árið 2016. Tveir í umferðareftirliti „Þetta eru háar tölur í öllu sam- hengi,“ segir Stefán Vagn Stefáns- son yfirlögregluþjónn. „Hækkun sektarfjárhæða sem tók gildi í vor virðist vera að bíta. Íslendingarnir fara sér hægar en áður en meirihluti þeirra ökumanna sem við stöðvum eru útlendingar, sem hreinlega þekkja ekki hverjar sektirnar eru. Markvissari fræðsla til þeirra um hvaða reglur gilda í umferð á Íslandi er því nauðsynleg.“ Sé stiklað á hækkun sekta sem tók gildi nú í vor þá þarf ökumaður sem er tekinn á 120 km/klst. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. nú að greiða 130 þúsund krónur í sekt. Önnur viðmið og upphæðir eru í þessum sama takti. „Þetta hefur strax haft áhrif, en það tekur alltaf svolítinn tíma að koma þessum atrið- um í meðvitund fólks og umræðu,“ tiltekur Stefán Vagn og heldur áfram. „Fyrir rúmu ári settist fólk hér hjá embættinu niður og rýndi í verkefnin. Við sáum þá strax að setja þyrfti kraft í umferðarmálin og nú erum við með tvo menn sem sinna þeim einvörðungu. Þeir eru gerðir út frá stöðinni hér á Sauðárkróki en sinna öllu varðsvæðinu og svo tekur almenna löggæslan líka þátt í þessu.“ Víðfeðmt varðsvæði Umferðareftirlit hefur alltaf verið áherslumál hjá lögreglunni á Norð- urlandi vestra. Kemur þar til að hringvegurinn liggur þvert í gegnum varðsvæðið, það er ofan af miðri Holtavörðuheiði, um Húnavatnssýsl- ur, Skagafjörð og hálfa Öxnadals- heiðina. Það hefur viljað brenna við að á þessum slóðum sé farið hratt yf- ir og umferðaróhöppin eru mörg, svo sem útafakstur og veltur til dæmis á þeim slóðum þar sem brattir og breiðir kantar liggja frá vegunum. Á það við t.d. um veginn í Húnavatns- sýslum. Umferðarslysin á svæðinu öllu eru nú orðin 55 en voru á sama tíma fyrir ári 63 sem er um 14% fækkun. Árið 2016 voru slysin um miðjan júlí orðin 82 og fækkunin síð- an þá miðað daginn í dag er alls 33%. „Auðvitað má nálgast tölur á ýmsa vegu og fá alls konar niðurstöður. En færri slys eru auðvitað sú niðurstaða sem mestu skiptir fyrir alla,“ segir Stefán sem í liði sínu er með sautján lögreglumenn og sjö bíla sem gerðir eru út frá lögreglustöðvum á Sauð- árkróki og Hvammstanga. Til við- bótar hefur embættið stuðning frá lögregluliðum á nærliggjandi svæð- um eftir atvikum. Hraðakstursbrotum fjölgar mikið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Yfirlögregluþjónn Stefán Vagn Stefánsson við stöðina á Sauðárkróki.  Umferðareftirlit lögreglu á Norðurlandi vestra var eflt  Margir eru teknir og hærri sektir bíta  Útlendingar eru oft stöðvaðir og auka þarf fræðslu til þeirra  Slysunum hefur fækkað mikið Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Óhætt er að segja að hvalveiðar séu jafnan umdeildar en nú hefur dráp eins tiltekins hvals komist í heims- fréttirnar eftir að dýravernd- unarsamtökin Hard to Port birtu ljósmynd af hvalnum í hval- stöð Hvals hf. í Hvalfirði. Leikur grunur á að hér hafi hvalveiði- mennirnir grandað steypi- reyði, sem er friðuð sam- kvæmt íslenskum lögum. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hér sé um að ræða blendingshval, af- kvæmi steypireyðar og langreyðar. Leyfilegt er samkvæmt íslenskum lögum að veiða langreyði en blend- ingsafkvæmi þeirra með steypi- reyðum njóta ekki lagalegrar verndar. „Að ruglast á steypireyði og langreyði er ómögulegt,“ sagði Kristján í samtali við breska frétta- miðilinn BBC. Sérfræðingar sem BBC hafði samband við höfðu áður sagst vissir um að um væri að ræða steypireyði. „Við sjáum mikið af þeim, þó nokkra nú þegar og meira þegar fer að líða á sumarið,“ sagði Kristján í viðtali við mbl.is. „Þeir blása, við sjáum þá í fjarska og keyrum svo að þeim. Þegar við komum nær sjáum við að þetta er steypireyður og látum hann vera og förum að leita að langreyði. Þetta er búið að vera svona alveg síðan þeir voru friðaðir hér við land 1959. Við höf- um aldrei veitt steypireyði síðan.“ Erfðasýni mun skera úr um málið Sýni eru tekin úr öllum veiddum hvölum og skoðuð eftir að vertíð lýkur. Greining á erfðaefni hvalsins umdeilda mun skera úr um hvort veiði hans hafi stangast á við lög. „Ef þetta er steypireyður sem er friðuð tegund væri það brot á reglum Alþjóðahvalveiðiráðsins,“ sagði Gísli Arnór Víkingsson í sam- tali við mbl.is, „en ef þetta er blend- ingur er ekki um brot á reglum að ræða. Blendingar hafa ekki sérstakt verndargildi í sjálfu sér.“ Gísli segir að sýni úr hvalnum verði skoðað í haust en telur ekki ástæðu til að flýta skoðuninni. Steypireyður eða langreyður?  Sakaðir um að drepa friðaðan hval Kristján Loftsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.