Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Nýjar vörur í hverri viku Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Strætó bs. hefur fengið afhenta níu rafknúna strætisvagna frá kínverska rafbílaframleiðandanum Yutong Eurobus, en Strætó samdi í þremur örútboðum um kaup á 14 slíkum vögnum. Áttu fyrstu níu vagnarnir að afhendast í fyrra en þeir sem komnir eru voru ekki afhentir fyrr en í vor og sumar. Bjartsýnn á afhendingu Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó, segir að fimm síðustu vagn- arnir sem samið var um kaup á verði væntanlega afhentir um mánaða- mótin október-nóvember. „Ég er bjartsýnn á að Kínverjarn- ir geti staðið við þann afhendingar- tíma,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í gær. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í febrúar á þessu ári að Strætó beitti kínverska fyrirtækið dagsektum vegna þess að vagnarnir voru ekki afhentir á þeim tíma sem um hafði verið samið. Jóhannes segir að Kínverjarnir hafi greitt rúmar 20 milljónir króna í dagsektir. „Það munu væntanlega fara fram viðræður áður en síðustu vagnarnir verða afhentir, um það hversu háar dagsektirnar verða að lokum. Það er ekki komið í ljós ennþá hversu há endanleg upphæð verður,“ sagði Jóhannes. Jóhannes segir að í þessum efnum gildi ákveðnar leikreglur og ef menn nái ekki samkomulagi um upphæðir sé eina úrræðið að skjóta málinu til dómstóla. Kínverjar borga Strætó  Búnir að borga yfir 20 milljónir í dagsektir  Níu raf- strætóar komnir og síðustu fimm verða afhentir í haust Morgunblaðið/Valli Rafstrætó Strætó bs. kaupir alls fjórtán rafstrætóa frá Kína. Bændur eru byrjaðir að flytja heyrúllur og stórbagga niður að höfn á Sauðár- króki. Von er á flutningaskipi aðfaranótt sunnudags til að taka fyrsta farminn til Noregs. Skipið tekur um 4.000 rúllur og 1.000 stórbagga í ferð. Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum, sem vinnur að útflutn- ingnum, segir að ekki verði vandræði að útvega heyið. Í fyrradag var byrjað að flytja hey frá þeim bæjum sem liggja fjærst Sauðárkróki og hlaða því upp á bryggjunni. Þegar nær dregur og á með- an skipið er lestað verður flutt hey frá bæjum næst höfninni. Hver flutningabíll tekur 40-50 rúllur í ferð, þannig að heyið verður sótt í rúmlega 100 ferðum. Ingólfur hafði áhyggjur af því að fugl- arnir sem eru við Sauðárkrókshöfn myndu gata rúllurnar og eyðileggja heyið. Hann segir nú að þeir sem vinni við flutningana hafi vakandi auga með því og hætti fuglinn sér ekki nálægt á meðan þeir séu við vinnu. Búast má við því að norskir bændur geti farið að gefa kúm sínum skagfirskt hey eftir viku eða tíu daga. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Björn Jóhann Hlaðið Það skotgengur að flytja heyrúllur og bagga frá bændum að Sauðárkrókshöfn. Þar er heyið geymt í stórum stæðum. Noregshey hleðst upp á höfninni Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við tökum þetta ástand mjög alvar- lega. Það er algerlega ólíðandi að börn og ungmenni séu ekki örugg í sveitarfélagi sínu, nálægt heimili sínu og skóla. Við höfum átt náið samstarf við lög- reglu í þessu máli og vonandi finnst þessi einstakling- ur sem fyrst, því hann þarf aug- ljóslega aðstoð,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. Íbúar í Garðabæ eru slegnir óhug vegna tíðra árása á börn í bænum að undanförnu. Morgunblaðið greindi frá því í gær að lögregla væri með til rannsóknar tvær árásir gegn ungum stúlkum síðdegis á þriðjudag. Þær árásir áttu sér stað á svipuðum stað og ráðist var á stúlku á fimmtudaginn í síðustu viku, á göngustíg við Arn- arnesmýri meðfram Gullakri og Góð- akri. Fyrir tveimur vikum var ráðist á átta ára gamla stúlku og hún slegin. Lýsingar fórnarlamba benda til þess að um sama árásarmann sé að ræða. Auk þessara fjögurra tilvika var ráð- ist á tíu ára stúlku á gangi í desember síðastliðnum. Að sögn Áslaugar hefur lögregla upplýst bæjaryfirvöld fljótt og örugglega þegar mál þessi hafa kom- ið upp, bæði fyrir helgi og aftur í gær. Fulltrúar bæjarins funduðu í gær með skólastjórnendum, þar sem þeir fengu nýjustu upplýsingar. Foreldrum sendur póstur Samkvæmt upplýsingum frá Kon- ráð Olavssyni, formanni foreldra- félags Hofsstaðaskóla, fengu foreldr- ar barna í skólanum tölvupóst frá skólayfirvöldum í gær þar sem fram kom að rætt yrði við nemendur um málið. Konráð vildi ekki ræða málið frekar og benti á skólastjórnendur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Margréti Harðardóttur, skóla- stjóra Hofsstaðaskóla. Það hefur komið fram að löggæsla hafi verið efld í bænum í kjölfar þess- arar ofbeldishrinu. Finnst þér þetta gefa tilefni til að endurskoða gæslu í bænum, til að mynda vöktun með myndavélum? „Lögregla hefur sett mikinn þunga í þetta mál, aukið eftirlit og gert ýms- ar aðrar ráðstafanir. Garðabær hefur lagt mikla áherslu á aukið öryggi íbúa. Við höfum sett upp öryggis- myndavélar við helstu umferðar- æðar. Við erum ekki búin að klára það verkefni en það þurfum við að gera í samstarfi við lögreglu,“ segir Áslaug Hulda í samtali við Morgun- blaðið. „Maður veltir því auðvitað fyrir sér og við höfum skoðað það hvort ekki þurfi að setja upp myndavélar á opn- um svæðum og á svæðum þar sem óæskilegir hlutir geta farið fram, til að mynda þar sem er mikill gróður. Það skiptir alltaf máli að við sem samfélag séum vakandi og fylgjumst vel með því sem er að gerast. Að við látum vita ef eitthvað er ekki í lagi. Í dag og síðustu daga hefur bæjaryfir- völdum og lögreglu borist ábending- ar um þessi mál og það hjálpar og skiptir máli.“ Hvernig finnst þér hljóðið í bæjar- búum vera? „Það eru allir óttaslegnir. Það vilja allir að börn og ungmenni séu örugg, í Garðabæ sem og annars staðar. Þetta er óásættanleg staða. Ég hef hins vegar trú á að þetta leysist og þessi maður finnist sem fyrst. Við þurfum svo í framhaldi að huga að því hvað við getum gert betur svo það séu minni líkur á að slíkir hlutir geti gerst aftur.“ Árásir á börn vekja óhug Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur segir að erfitt sé að meta um- rætt mál á þessu stigi en árásir gegn börnum veki alltaf óhug. Hann segir að ef um fleiri en einn árásarmann sé að ræða sé rík ástæða til að staldra við og kanna hvað kalli fram áreitni af þessu tagi. „Ef um einn og sama aðila er að ræða í öll skiptin er skýringanna þó væntanlega fyrst og fremst að leita hjá viðkomandi aðila. Hann verður að stöðva og koma honum í viðeigandi hendur. Við getum ekki látið hegðun af þessu tagi viðgangast í nærum- hverfi okkar,“ segir Helgi. Síðdegis í gær sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölmiðlum til- kynningu með mynd af manni sem leitað er af í tengslum við rannsókn málanna. Í tilkynningunni er maður- inn, eða þeir sem þekkja til hans, beðnir um að hafa strax samband við lögreglu. Íbúar „óttaslegnir“ vegna árásanna  Löggæsla aukin í Garðabæ vegna tíðra árása á börn  Talið að um sama árásarmann sé að ræða í öllum tilvikum  Formaður bæjarráðs vill skoða að setja upp eftirlitsmyndavélar á opnum svæðum Arn ar nes mýri Góðakur Gullakur Arn ar ne s mýri G A R Ð A B Æ R AKRAR TÚN MÝRAR H af na rf ja rð ar ve gu r K or ta gr un nu r: O pe nS tr ee tM ap Áslaug Hulda Jónsdóttir Mynd lögreglu Maðurinn, eða þeir sem þekkja hann, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.