Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bílaumferðin í borginni fer vaxandi þessa síðsumardaga þegar skólarnir eru komnir í gang og flestir hafa snú- ið aftur til vinnu eftir sumarleyfi. Langar bílaraðir myndast á morgn- ana á helstu stofnbrautum með til- heyrandi umferðarteppum á fjöl- förnustu leiðum. Álagið á götur höfuðborgarsvæðisins á háannatím- um hefur aukist til muna og fólk þarf að leggja snemma af stað til að mæta tímanlega í vinnu og skóla. Vega- gerðin spáir því að umferðin á höfuð- borgarsvæðinu muni aukast um 3% það sem eftir er af árinu miðað við sama tíma í fyrra. Kristinn Magnús- son, ljósmyndari Morgunblaðsins, myndaði morguntraffíkina við Foss- vog og Ártúnsbrekku á níunda tím- anum í gærmorgun. Langar raðir bíla í borginni Morgunumferð í Reykjavík Bíll við bíl á afreininni frá Kringlumýrarbraut að Bústaðavegi og bílaröð á Bústaðavegi í átt að miðbænum. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Verð á algengasta bensíni er komið yfir 230 krónur á lítra hjá N1 og Olís. Svo hátt hefur það ekki verið síðan haustið 2014. Að baki liggur hækkað heimsmarkaðsverð að undanförnu. Eldsneyti hefur hækkað umtals- vert síðan í byrjun þessa árs og má sumpart rekja það til aukinna opin- berra álaga á bensín og dísilolíu frá því um síðustu áramót. Fylgst er með daglegum breyt- ingum á bensínverði á vefnum gas- vaktin.is. Þar mátti lesa í gær að al- gengt verð hjá Atlantsolíu og ÓB væri 229,9 krónur á lítrann en hjá Orkunni er algengt bensínverð 228,8 krónur á lítrann. Hjá Dæl- unni, sem N1 rekur, er algengt bensínverð 220,9 krónur. Enn er þó hægt að gera góð elds- neytiskaup á tveimur bensín- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Ódýrast er bensínið hjá Costco í Garðabæ, þar sem lítrinn kostaði 196,9 krónur í gær. Næstlægsta verðið er hjá Atlantsolíu í Kapla- krika í Hafnarfirði, þar sem lítrinn var seldur á 197,90 kr. Bensínlítri yfir 230 krónur Bensín Víðast hvar hækkar verð.  Heimsmarkaðs- verð hefur hækkað Samkvæmt könnun sem MMR framkvæmdi dagana 25. júlí til 1. ágúst síðastliðinn fer hlutfall þeirra Íslendinga sem hafa jákvætt við- horf til erlendra ferðamanna hækkandi. Af 911 manns sem spurðir voru um viðhorf þeirra sögðust 68% vera jákvæð gagnvart erlend- um ferðamönnum. Þetta er hækkun um fjögur prósentustig frá sam- bærilegri könnun sem MMR gerði í fyrra. Um 9% sögðust neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum en 10 og 12% aðspurðra höfðu lýst yfir neikvæðu viðhorfi gagnvart þeim í könnunum síðustu tvö árin á undan. Samkvæmt könnuninni minnkar jákvæðni gagnvart ferðamönnunum með hærri aldri. Jafnframt voru karlar (11%) líklegri en konur (7%) til að vera neikvæðir gagnvart þeim og íbúar höfuðborgarsvæðis- ins (71%) almennt jákvæðari gagn- vart þeim en íbúar landsbyggðar- innar (63%). Stuðningsfólk Viðreisnar og Samfylkingarinnar var líklegast til að vera jákvætt gagnvart ferða- mönnunum (bæði 88%) en stuðn- ingsfólk Miðflokksins ólíklegast (51%). Láta sér ferðamenn lynda  Fleiri jákvæðir í garð ferðamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.