Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 20
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bílaumferðin í borginni fer vaxandi
þessa síðsumardaga þegar skólarnir
eru komnir í gang og flestir hafa snú-
ið aftur til vinnu eftir sumarleyfi.
Langar bílaraðir myndast á morgn-
ana á helstu stofnbrautum með til-
heyrandi umferðarteppum á fjöl-
förnustu leiðum. Álagið á götur
höfuðborgarsvæðisins á háannatím-
um hefur aukist til muna og fólk þarf
að leggja snemma af stað til að mæta
tímanlega í vinnu og skóla. Vega-
gerðin spáir því að umferðin á höfuð-
borgarsvæðinu muni aukast um 3%
það sem eftir er af árinu miðað við
sama tíma í fyrra. Kristinn Magnús-
son, ljósmyndari Morgunblaðsins,
myndaði morguntraffíkina við Foss-
vog og Ártúnsbrekku á níunda tím-
anum í gærmorgun.
Langar raðir
bíla í borginni
Morgunumferð í Reykjavík Bíll við bíl á afreininni frá Kringlumýrarbraut að Bústaðavegi og bílaröð á Bústaðavegi í átt að miðbænum.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
Verð á algengasta bensíni er komið
yfir 230 krónur á lítra hjá N1 og
Olís. Svo hátt hefur það ekki verið
síðan haustið 2014. Að baki liggur
hækkað heimsmarkaðsverð að
undanförnu.
Eldsneyti hefur hækkað umtals-
vert síðan í byrjun þessa árs og má
sumpart rekja það til aukinna opin-
berra álaga á bensín og dísilolíu frá
því um síðustu áramót.
Fylgst er með daglegum breyt-
ingum á bensínverði á vefnum gas-
vaktin.is. Þar mátti lesa í gær að al-
gengt verð hjá Atlantsolíu og ÓB
væri 229,9 krónur á lítrann en hjá
Orkunni er algengt bensínverð
228,8 krónur á lítrann. Hjá Dæl-
unni, sem N1 rekur, er algengt
bensínverð 220,9 krónur.
Enn er þó hægt að gera góð elds-
neytiskaup á tveimur bensín-
stöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Ódýrast er bensínið hjá Costco í
Garðabæ, þar sem lítrinn kostaði
196,9 krónur í gær. Næstlægsta
verðið er hjá Atlantsolíu í Kapla-
krika í Hafnarfirði, þar sem lítrinn
var seldur á 197,90 kr.
Bensínlítri
yfir 230
krónur
Bensín Víðast hvar hækkar verð.
Heimsmarkaðs-
verð hefur hækkað
Samkvæmt könnun sem MMR
framkvæmdi dagana 25. júlí til 1.
ágúst síðastliðinn fer hlutfall þeirra
Íslendinga sem
hafa jákvætt við-
horf til erlendra
ferðamanna
hækkandi. Af
911 manns sem
spurðir voru um
viðhorf þeirra
sögðust 68%
vera jákvæð
gagnvart erlend-
um ferðamönnum. Þetta er hækkun
um fjögur prósentustig frá sam-
bærilegri könnun sem MMR gerði í
fyrra. Um 9% sögðust neikvæð
gagnvart erlendum ferðamönnum
en 10 og 12% aðspurðra höfðu lýst
yfir neikvæðu viðhorfi gagnvart
þeim í könnunum síðustu tvö árin á
undan.
Samkvæmt könnuninni minnkar
jákvæðni gagnvart ferðamönnunum
með hærri aldri. Jafnframt voru
karlar (11%) líklegri en konur (7%)
til að vera neikvæðir gagnvart
þeim og íbúar höfuðborgarsvæðis-
ins (71%) almennt jákvæðari gagn-
vart þeim en íbúar landsbyggðar-
innar (63%).
Stuðningsfólk Viðreisnar og
Samfylkingarinnar var líklegast til
að vera jákvætt gagnvart ferða-
mönnunum (bæði 88%) en stuðn-
ingsfólk Miðflokksins ólíklegast
(51%).
Láta sér
ferðamenn
lynda
Fleiri jákvæðir
í garð ferðamanna