Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Bamix töfrasproti Verð 29.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Uppbygging er hafin í hinni nýju Vogabyggð, innst við Elliðaárvog. Gömul og úr sér gengin atvinnuhús við Súðarvog hafa verið rifin og í þeirra stað munu rísa fjölbýlishús. Vogabyggð er hverfi sunnan Kleppsmýrarvegar og austan Sæ- brautar. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þarna geti risið allt að 1.300 íbúðir, samtals um 155.000 fermetrar og atvinnuhúsnæði verði um 56.000 fermetrar. Skipulags- svæðið er um 18,6 hektarar. Lóðar- hafar á öllu svæðinu eru um 150 og rúmlega 50 leigulóðir á svæðinu. Vogabyggðinni er skipt í 5 skipu- lagsreiti. Búið er að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir svæði 1 (Gelgju- tangi) og 2 (Súðarvogur), auk þess sem deiliskipulagstillaga fyrir svæði 5 (Naustavogur) er í auglýsingu. Á svæði 3 (Dugguvogur) hefur ekki náðst samstaða við núverandi lóðar- hafa um uppbyggingu þess og því ekki verið unnin deiliskipulags- tillaga fyrir það svæði, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Reykjavíkurborg. Á þessu svæði eru flestir lóðarhafar. Svæði 4 (Knarrar- vogur) er í biðstöðu meðal annars vegna þess að fyrirhuguð borgarlína mun mögulega liggja þar um. Lóðarhafar og Reykjavíkurborg unnu sameiginlega að undirbúningi uppbyggingar íbúðabyggðar og at- vinnuhúsnæðis. Vinna hafin á svæði 2 Í fyrsta áfanga, svæði 2, er unnið við Dugguvog, Skektuvog, Kugga- vog, Drómundarvog og Arkarvog eins og sést á meðfylgjandi mynd. Unnið hefur verið við jarðvegsskipti í götum ásamt lagningu stofnlagna fráveitu og kalt vatn. Síðar verður farið í vinnu við aðrar lagnir og frá- gang gangstétta eftir því sem upp- byggingu á svæðinu miðar fram. Framkvæmdin er á vegum um- hverfis- og skipulagssviðs Reykja- víkur og veitufyrirtækja. Fram- kvæmdir hófust um miðjan nóv- ember 2017. Tekið var tilboði lægstbjóðanda, Gröfu og grjóts ehf., í 1. áfanga gatnagerðar og stofn- lagna í Vogabyggð 2, að upphæð 179 milljónir króna. Hömlur ehf., dótturfélag Lands- bankans, átti langflestar lóðirnar í Vogabyggð 2. Bankinn eignaðist lóð- irnar í skuldaskilum. Um var að ræða Dugguvog 1a, 2 og 4 og Súðar- vog 1-5, 4, 6 og 12. Efnt var til hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar á árinu 2013 með Reykjavíkurborg og Hömlum. Með því vildi bankinn stuðla að því að gert yrði gott og heildstætt skipulag fyrir byggðina í Vogabyggð. Auk þess var talið að lóðirnar yrðu verðmætari þegar skipulag lægi fyrir og ljóst væri hversu mikið mætti byggja. „Við teljum að þetta samstarf bankans, Reykjavíkurborgar og annarra lóðarhafa í Vogabyggð hafi tekist mjög vel,“ segir í skriflegu svari Rúnars Pálmasonar, upplýs- ingafulltrúa bankans. Eignir bankans voru boðnar til sölu 23. mars 2017 og rann frestur til að skila inn tilboðum út 19. apríl sama ár. Alls bárust 48 tilboð í eign- irnar, þar af fimm sem voru í fleiri en eina eign. Bankinn tók hæstu tilboðum í eignirnar níu frá sjö félögum. Meðal þeirra félaga sem keyptu, sam- kvæmt þinglýsingum, voru ÞG hús (3 lóðir), Dugguvogur 2 ehf, Sérverk ehf., Landsris ehf. og Kleppsmýrar- vegur 6 ehf. Nýr eigandi Gelgjutanga Sem fyrr segir liggur fyrir deili- skipulag svæðis 1 á Gelgjutanga. Fé- lagið Festir, í eigu hjónanna Ólafs Ólafsson (Samskip) og Ingibjargar Kristjánsdóttur, átti fjórar af fimm lóðum þar. Þar hafði Festir látið for- hanna 270 íbúðir í fjórum bygg- ingum. Fram kom í fréttum í sumar að Festir hefði selt lóðirnar til félagsins U 14-20 ehf., dótturfélags Kaldalóns bygginga hf. sem er tengt Kviku banka. Nýir eigendur munu nú út- færa verkefnið og óvíst er hvenær framkvæmdir hefjast á Gelgjutanga. Þar eru gamlar byggingar sem á eft- ir að rífa. Fyrstu húsin rísa í Vogabyggð  Gömul atvinnuhús víkja fyrir fjölbýlishúsum  Áformað að þarna geti risið allt að 1.300 íbúðir Morgunblaðið/Eggert Vogabyggð Fyrstu húsin rísa á svæði 2 við Súðarvog. Efst til hægri er Gelgjutangi, gegnt Snarfarahöfn. Deiliskipulag er tilbúið en framkvæmdir ekki hafnar. Sæ braut 1 2 3 4 5 Skipulagsreitir í deiliskipulagi fyrir Vogabyggð Geirsnef Sæ braut Heimild: Reykjavíkurborg Kortagrunnur: openstreetmap.org SVÆÐI 1 OG 2 Deiliskipulag er samþykkt SVÆÐI 3 Samstaða hefur ekki náðst við núverandi lóðarhafa um uppbyggingu og tillaga að deili skipu lagi hefur ekki verið unnin SVÆÐI 4 Er í biðstöðu meðal annars vegna legu fyrirhugaðrar borgarlínu SVÆÐI 5 Tillaga að deiliskipu- lagi er í auglýsingu 1.100 til 1.300 íbúðir gætu verið í Voga- byggð samkvæmt aðalskipulagi þegar hún verður fullbyggð Morgunblaðið/sisi Niðurrif Gömul og úr sér gengin hús í hverfinu hafa verið rifin. Þar á meðal timbursala Húsasmiðjunnar. Fjölbýlishús munu rísa þarna í framtíðinni..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.