Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
Bamix töfrasproti
Verð 29.900 kr.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Uppbygging er hafin í hinni nýju
Vogabyggð, innst við Elliðaárvog.
Gömul og úr sér gengin atvinnuhús
við Súðarvog hafa verið rifin og í
þeirra stað munu rísa fjölbýlishús.
Vogabyggð er hverfi sunnan
Kleppsmýrarvegar og austan Sæ-
brautar. Samkvæmt aðalskipulagi er
gert ráð fyrir að þarna geti risið allt
að 1.300 íbúðir, samtals um 155.000
fermetrar og atvinnuhúsnæði verði
um 56.000 fermetrar. Skipulags-
svæðið er um 18,6 hektarar. Lóðar-
hafar á öllu svæðinu eru um 150 og
rúmlega 50 leigulóðir á svæðinu.
Vogabyggðinni er skipt í 5 skipu-
lagsreiti. Búið er að samþykkja nýtt
deiliskipulag fyrir svæði 1 (Gelgju-
tangi) og 2 (Súðarvogur), auk þess
sem deiliskipulagstillaga fyrir svæði
5 (Naustavogur) er í auglýsingu. Á
svæði 3 (Dugguvogur) hefur ekki
náðst samstaða við núverandi lóðar-
hafa um uppbyggingu þess og því
ekki verið unnin deiliskipulags-
tillaga fyrir það svæði, samkvæmt
upplýsingum sem fengust hjá
Reykjavíkurborg. Á þessu svæði eru
flestir lóðarhafar. Svæði 4 (Knarrar-
vogur) er í biðstöðu meðal annars
vegna þess að fyrirhuguð borgarlína
mun mögulega liggja þar um.
Lóðarhafar og Reykjavíkurborg
unnu sameiginlega að undirbúningi
uppbyggingar íbúðabyggðar og at-
vinnuhúsnæðis.
Vinna hafin á svæði 2
Í fyrsta áfanga, svæði 2, er unnið
við Dugguvog, Skektuvog, Kugga-
vog, Drómundarvog og Arkarvog
eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Unnið hefur verið við jarðvegsskipti
í götum ásamt lagningu stofnlagna
fráveitu og kalt vatn. Síðar verður
farið í vinnu við aðrar lagnir og frá-
gang gangstétta eftir því sem upp-
byggingu á svæðinu miðar fram.
Framkvæmdin er á vegum um-
hverfis- og skipulagssviðs Reykja-
víkur og veitufyrirtækja. Fram-
kvæmdir hófust um miðjan nóv-
ember 2017. Tekið var tilboði
lægstbjóðanda, Gröfu og grjóts ehf.,
í 1. áfanga gatnagerðar og stofn-
lagna í Vogabyggð 2, að upphæð 179
milljónir króna.
Hömlur ehf., dótturfélag Lands-
bankans, átti langflestar lóðirnar í
Vogabyggð 2. Bankinn eignaðist lóð-
irnar í skuldaskilum. Um var að
ræða Dugguvog 1a, 2 og 4 og Súðar-
vog 1-5, 4, 6 og 12.
Efnt var til hugmyndasamkeppni
um skipulag Vogabyggðar á árinu
2013 með Reykjavíkurborg og
Hömlum. Með því vildi bankinn
stuðla að því að gert yrði gott og
heildstætt skipulag fyrir byggðina í
Vogabyggð. Auk þess var talið að
lóðirnar yrðu verðmætari þegar
skipulag lægi fyrir og ljóst væri
hversu mikið mætti byggja.
„Við teljum að þetta samstarf
bankans, Reykjavíkurborgar og
annarra lóðarhafa í Vogabyggð hafi
tekist mjög vel,“ segir í skriflegu
svari Rúnars Pálmasonar, upplýs-
ingafulltrúa bankans.
Eignir bankans voru boðnar til
sölu 23. mars 2017 og rann frestur til
að skila inn tilboðum út 19. apríl
sama ár. Alls bárust 48 tilboð í eign-
irnar, þar af fimm sem voru í fleiri
en eina eign.
Bankinn tók hæstu tilboðum í
eignirnar níu frá sjö félögum. Meðal
þeirra félaga sem keyptu, sam-
kvæmt þinglýsingum, voru ÞG hús
(3 lóðir), Dugguvogur 2 ehf, Sérverk
ehf., Landsris ehf. og Kleppsmýrar-
vegur 6 ehf.
Nýr eigandi Gelgjutanga
Sem fyrr segir liggur fyrir deili-
skipulag svæðis 1 á Gelgjutanga. Fé-
lagið Festir, í eigu hjónanna Ólafs
Ólafsson (Samskip) og Ingibjargar
Kristjánsdóttur, átti fjórar af fimm
lóðum þar. Þar hafði Festir látið for-
hanna 270 íbúðir í fjórum bygg-
ingum.
Fram kom í fréttum í sumar að
Festir hefði selt lóðirnar til félagsins
U 14-20 ehf., dótturfélags Kaldalóns
bygginga hf. sem er tengt Kviku
banka. Nýir eigendur munu nú út-
færa verkefnið og óvíst er hvenær
framkvæmdir hefjast á Gelgjutanga.
Þar eru gamlar byggingar sem á eft-
ir að rífa.
Fyrstu húsin rísa í Vogabyggð
Gömul atvinnuhús víkja fyrir fjölbýlishúsum Áformað að þarna geti risið allt að 1.300 íbúðir
Morgunblaðið/Eggert
Vogabyggð Fyrstu húsin rísa á svæði 2 við Súðarvog. Efst til hægri er Gelgjutangi, gegnt Snarfarahöfn. Deiliskipulag er tilbúið en framkvæmdir ekki hafnar.
Sæ
braut
1
2
3
4
5
Skipulagsreitir í deiliskipulagi fyrir Vogabyggð
Geirsnef
Sæ
braut
Heimild: Reykjavíkurborg
Kortagrunnur: openstreetmap.org
SVÆÐI 1 OG 2
Deiliskipulag er
samþykkt
SVÆÐI 3
Samstaða hefur
ekki náðst við
núverandi
lóðarhafa um
uppbyggingu
og tillaga að
deili skipu lagi
hefur ekki verið
unnin
SVÆÐI 4
Er í biðstöðu
meðal annars
vegna legu
fyrirhugaðrar
borgarlínu
SVÆÐI 5
Tillaga að
deiliskipu-
lagi er í
auglýsingu
1.100 til 1.300 íbúðir gætu verið í Voga-
byggð samkvæmt aðalskipulagi
þegar hún verður fullbyggð
Morgunblaðið/sisi
Niðurrif Gömul og úr sér gengin hús í hverfinu hafa verið rifin. Þar á meðal
timbursala Húsasmiðjunnar. Fjölbýlishús munu rísa þarna í framtíðinni..