Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir fjögurra ára ræktun í Saltvík, rétt inn- an við Húsavík, fer fyrsta sendingin af lifandi ostrum væntanlega til Reykjavíkur í vikunni. Nú eru fjórar kynslóðir eða árgangar ostru- skelja í eldi í Skjálfanda, en það hefur tekið lengri tíma en reiknað var með í upphafi. Í stað 3-4 ára tekur ræktun í köldum sjónum 4-5 ár þar til ostran er komin í heppilega matarstærð. Allt í Skelfiskmarkaðinn Það er fyrirtækið Víkurskel sem stendur að framleiðslunni og fyrst í stað fer hún öll á nýjan veitingastað í Reykjavík, Skelfiskmark- aðinn við Klapparstíg. Kristján Phillips og Geir Ívarsson hafa frá því í sumar verið í fullu starfi við ræktunina, en áður sinntu þeir henni með öðrum störfum á Húsavík. Meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Hús- víkingarnir Jóel Þórðarson og Heiðar Gunn- arsson, skipstjóri og stýrimaður á togaranum Guðmundi í Nesi RE, og fyrir nokkru bætt- ust þau Hrefna Sætran og Ágúst Reynisson, sem eru meðal eigenda Skelfiskmarkaðarins, í hópinn. Þá hefur Atvinnuþróunarfélag Þing- eyinga stutt dyggilega við þessa frumkvöðla- starfsemi á Húsavík. Næsta kynslóð væntanleg Frá árinu 2014 hafa um 500 þúsund ostru- lirfur verið keyptar frá eldisstöð á Norður- Spáni árlega og settar í sjó í Saltvík. Árgang- ur 2018 er væntanlegur til landsins eftir að hafa verið í einangrun í stöðinni á Spáni. Á næstunni verða um 10% af árgangi 2014 send suður en stærstu skeljarnar eru að komast í sölustærð. Kristján Phillips segir að það verði um 20 þúsund skeljar eða ríflega 100 kíló. Ef allt gangi upp á næsta ári geti framleiðslan þá orðið 3-400 þúsund ostrur. „Það fer vonandi mun meira frá okkur á næsta ári, þetta lítur ágætlega út og á að geta gengið. Það þarf mikla þolinmæði í að þróa þetta, en ég hef fulla trú á að það sé framtíð í þessu. Ég er líka óhræddur við að fullyrða að þessar hægvaxta ostrur úr hrein- um en köldum sjónum séu bestu ostrur sem völ er á,“ segir Kristján. Misstu búrin í fárviðri Ostrurnar eru ræktaðar í grindum eða búrum sem fest eru í línur sem koma í veg fyrir að þær falli til botns. Á ýmsu hefur gengið í ræktuninni, sem þeir byrjuðu með árið 2011. Árið 2013 misstu þeir búrin með skeljunum í fárviðri með 12-13 metra öldu- hæð inn flóann og þurftu að byrja upp á nýtt. Áður höfðu þeir Kristján og Geir reynt fyrir sér með kræklingarækt. Kristján átti hugmyndina að ostruræktinni, en hann hefur lengi verið áhugamaður um skelrækt og stundað köfun. Með ræktuninni vildi hann reyna eitthvað nýtt og auka mögu- leika í atvinnulífi á Húsavík. Kristján segir að mögulegt sé að rækta skeljarnar að öllu leyti hér á landi. Kostnaður yrði hins vegar of mikill miðað við að Víkur- skel er eina fyrirtækið sem ræktar ostrur hér við land. Stöðugt verið að sækja um leyfi Hann segir að mörg ljón hafi verið í veg- inum, en nú séu þeir vonandi að ná stórum áfanga með því að senda fyrstu ostrurunar suður. „Enn erum við þó ekki komnir með öll leyfi inn á borð til okkar, segir Kristján. „Frá því að við byrjuðum 2010 höfum við stöðugt verið að sækja um leyfi fyrir hvert skref í framleiðslunni með tilheyrandi vinnu og kostnaði.“ Lifandi ostrur senn á suðurleið  Ræktun í Saltvík við Húsavík hefur tekið lengri tíma en reiknað var með í upphafi  „Bestu ostrur sem völ er á“ úr hreinum en köldum sjó  Mörg leyfi nauðsynleg með tilheyrandi vinnu og kostnaði Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Frumkvöðlar Kristján Phillips hjá Víkuskel hífir ostrubúr upp á bryggju á Húsavík í sumar. Ljósmynd/Víkurskel Víkurskel Ostrur þykja sælkermatur, en handtökin í ræktuninni eru mörg. Hugmyndir voru um ostrurækt við landið í lok fjórða áratugarins, en sænska fyrirtækið Stigfjordens Ostronodlingar hafði sent fyrirspurn um það til atvinnumálaráðuneytisins 1936 hvort það teldi æskilegt að fyrirtækið gerði tilraunir með ostru- rækt hér við land. Viðbrögð hér- lendis voru jákvæð, en ekkert varð úr framkvæmdum. Alþingi samþykkti 12. júlí 1939 lög um ostrurækt og segir meðal annars í þeim: gr. [Ráðherra] skal heimilt að ákveða í reglugerð, að tiltekin svæði í fjörðum inni skuli um tiltekinn tíma friðuð til ostruræktar fyrir hvers konar veiðum, öðrum en ostruveið- um … Slík friðun skal þó því skilyrði bundin, að hún komi ekki í bága við veiðiskap, sem fyrir er á svæðinu, hvort heldur er um að ræða veiði nytjafiska eða skelfiskatekju, nema samkomulag náist við þá, er þar eiga hagsmuna að gæta, og enn fremur, að forstjóri fiskveiðideildar rann- sóknarstofnunar atvinnuveganna telji ostrurækt nytjavænlega hér við land. 2. gr. Enginn má stunda ostrurækt á friðlýstu svæði nema með leyfi [ráð- herra]. Leyfi þessi má veita inn- lendum og erlendum félögum og ein- staklingum, og skulu þau bundin við ákveðin svæði og til ákveðins ára- fjölda.... 3. gr. Sérhver, sem á land eða hef- ur land til afnota, er liggur að frið- lýstu svæði, er skyldur til að þola þær eignarkvaðir, óhagræði eða tak- mörkun á afnotarétti, sem ostru- ræktin hefur í för með sér, allt gegn því, að fullar bætur komi fyrir af hálfu leyfishafa … 4. gr. Heimilt er að undanþiggja tilrauna-ostrur (móðurdýr) öllum innflutningsgjöldum … Stórkostleg atvinnugrein Í greinargerð með frumvarpinu segir að ostruveiðar og ostrurækt sé stórkostleg atvinnugrein víða um heim. Á heimsmarkaðinum séu ostr- ur verðmestar af öllum skelfiski, enda mjög dýrar. Langt sé síðan hinn eðlilegi ostrustofn hætti að fullnægja eftirspurninni, og hafi ostrurækt því verið stunduð með góðum árangri um langt skeið. „Ostrur eru ekki til við strendur Íslands, en nokkrar líkur eru til þess að möguleikar séu á því að hægt sé að rækta þær hér en þá eingöngu i Faxaflóa, á svæðinu frá Akranesi til Seltjarnarness, samkvæmt þeim rannsóknum sem fram hafa farið á þessu atriði,“ segir í greinargerðinni. Lög um ostrur 1939  Svíar með hugmyndir um ræktun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.