Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 36

Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 mánudaginn 3. september, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is fimmtudag og föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16 og mánudag 10–17 G unnlaugurBlöndal Listmunauppboð nr. 111 Forsýning á verkunum fimmtudag til mánudags g Sv er rir H ar al ds so n Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Í samtölum við gömlu mennina hefur það komið fram að vel sé hægt að lifa af veiðum á smábát ef þú ert útsjónarsamur og sækir allan ársins hring fleiri en eina tegund, hvort sem það er fiskur eða fugl. Enn nýta ein- staklingar við Skjálfanda sjóinn á fjölbreyttan hátt og þar er rík hefð fyrir nýt- ingu á gjöfum náttúrunnar. Í sjálfu sér er það ekki frábrugðið því sem var víða annars staðar á Íslandi, en í þess- ari rannsókn er áherslan á lífið við Skjálfandaflóa.“ Þannig mælir Gunnar Már Gunn- arsson norðurslóðafræðingur sem fyrr í sumar auglýsti eftir viðmæl- endum um veiðar og aðra nýtingu á sjávarauðlindum fyrr og nú á haf- og strandsvæðum Skjálfanda. Umfangsmikið verkefni Verkefni Gunnars Más um sjávarnytjar er hluti af samnorrænu rannsóknarverkefni (ARCPATH) sem m.a. styrkt er af Norræna rannsóknaráðinu og á að standa í fimm ár, frá 2016-2020. Þar verður rýnt í tækifæri og ógnanir á norð- urslóðum meðal annars með tilliti til hlýnunar. Verkefnið er umfangs- mikið en hérlendis kemur um tugur vísindamanna og háskólanema að vinnunni og er áhersla lögð á strandsvæði í Austur-Grænlandi, Íslandi og Norður-Noregi. Á heimasíðu stofnunar Vilhjálms Stefánssonar var í febrúar 2016 fjallað um verkefnið og segir þar meðal annars: „Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Háskóli Íslands og Norðurslóðanet Íslands eru meðal þátttakenda í nýju norrænu önd- vegissetri um norðurslóðarann- sóknir sem fékk á dögunum út- hlutað ríflega 400 milljón króna styrk úr rannsóknasjóðnum Nor- dForsk, stofnun sem fjármagnar norrænt rannsóknasamstarf. Al- þjóðlega og þverfaglega verkefnið Arctic Climate Predictions: Pathwa- ys to Resilient, Sustainable Socie- ties (ARCPATH) fékk í sinn hlut rannsóknarstyrk að upphæð 28 milljónir norskra króna til fimm ára. ARCPATH er eitt fjögurra verkefna sem hlutu styrk en alls bárust 34 umsóknir til nýrra nor- rænna öndvegissetra um norð- urslóðarannsóknir. Tvær stofnanir munu sjá um að vista verkefnið og stýra því. Annars vegar norska stofnunin Nansen Environmental and Remote Sens- ing Centre (NERSC) í Bergen með Dr. Yongqi Gao sem stjórnanda og hins vegar Stofnun Vilhjálms Stef- ánssonar á Akureyri með dr. Astrid Ogilvie sem meðstjórnanda.“ Breytingar í samfélagi og vistkerfi fyrr og nú „Ég sinni einkum sögulega þætt- inum, það er hvernig svæðið var nýtt, en einnig hvernig svæðið er nýtt í dag. Ég hef sérstakan áhuga í því hvernig viðmælendur mínir upp- lifa breytingar í samfélagi og vist- kerfi, fyrr og nú. Einnig er spurt hvernig það verður nýtt í framtíð- inni með tilliti til loftslagsbreytinga og hvernig hægt er að bregðast við þeim. Aðrir íslenskir vísindamenn koma að því verkefni og setja í sam- hengi við önnur svæði. Út úr þessari vinnu ættu að koma upplýsingar sem hægt verður að byggja á og nota til að koma með ráðleggingar,“ segir Gunnar Már. Fólk sem man tímana tvenna Hann segist hafa fengið góð við- brögð við auglýsingunni og sé búinn að hitta fólk, en eigi eftir að heim- sækja fleiri í haust. Í þeim hópi sé fólk sem muni tímana tvenna og þarna séu merkilegar fyrirmyndir sem því miður fari fækkandi. Hann nefnir Helga Héðinsson, sjómann á Húsavík, sem verðu níræður á gamlársdag. „Það var gaman að hitta Helga, en ég heimsótti hann í Helguskúr á Húsavík, sem er í sjálfu sér safn um gamla tíma,“ segir Gunnar Már. „Það er skemmtilegt að tala við Helga sem er enn að bardúsa við sjósókn og veiðar og kann margar sögur eins og fleiri á þessum slóð- um.“ Gunnar Már segist hafa áhuga á að tala við fleiri, en hann er verkefn- isstjóri hjá Rannsóknaþingi norð- ursins, sem er í nánum tengslum við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Ak- ureyri (RHA). Rík hefð fyrir sjávarnytjum  Auglýsti eftir viðmælendum um veiðar og aðra nýtingu á haf- og strandsvæðum Skjálfanda  Hluti af norrænu verkefni um tækifæri og ógnanir á norðurslóðum  „Merkilegar fyrirmyndir“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Salt og sögur Í Helguskúr fyrir neðan Bakkann á Húsavík ræður Helgi Héðinsson ríkjum. Þar er margt sem minnir á sjávarnytjar, sjósókn og fiskvinnslu fyrri tíma og margar sögur sagðar. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid litu inn hjá Helga í október í fyrra í heimsókn í Norðurþing. Gunnar Már Gunnarsson Skúmey á Jökulsárlóni kom í ljós þegar Breiðamerkurjökull hopaði á árunum 1976-2000. Vorið og sumarið 2017 voru farnar nokkrar vettvangs- ferðir í eyjuna til að skoða og kort- leggja landmótun, gróðurfar, pöddu- og fuglalíf. Í þessum vettvangsferð- um voru skráð 968 helsingjahreiður í eynni. Meðalgróðurþekjan var um 20% og í allt fundust 54 tegundir padda af 27 ættum. Frá þessu er greint í frétt Krist- ínar Hermannsdóttur á heimasíðu Náttúrustofu Suðausturlands, en í nýrri skýrslu á vegum Náttúrustofu Suðausturlands er fjallað um Skúm- ey, landmótun og lífríki. Verkefnið er samstarfsverkefni og unnið á veg- um Náttúrustofu Suðausturlands, Náttúrustofu Austurlands, Fuglaat- hugunarstöðvar Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarðs. Um mitt ár 2017 varð þetta svæði hluti Vatna- jökulsþjóðgarðs. Í desember það ár samþykkti stjórn þjóðgarðsins að Skúmey yrði lokuð allri umferð nema í vísindalegum tilgangi. Um er að ræða tímabundna lokun þar til ákvæði um svæðið í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóð- garðs hafa tekið gildi, segir á vefn- um. Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjúlfsson Á vettvangi Björn Gísli Arnarson, fuglaáhugamaður á Höfn, vel vopnum búinn við rannsóknir í Skúmey á síðasta ári. Hátt í þúsund hreiður helsingja í Skúmey  Kom í ljós er Breiðamerkurjökull hopaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.