Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 38

Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 38
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Efnt var til minningargöngu um Guðrúnu Lárusdóttur alþingis- mann (1880-1938) og dætur hennar á mánudaginn en þá voru liðin 80 ár frá útför þeirra í Reykjavík eft- ir að þær höfðu látist í bílslysi í Biskupstungum nokkrum dögum áður, 20. ágúst 1938. Farin var sama leið og líkfylgdin á sínum tíma, austur Sólvallagötu að Hóla- torgi, norður Garðastræti, niður Túngötu og Kirkjustræti, framhjá Alþingishúsinu og staldrað við í Dómkirkjunni. Síðan var farin sama leið til baka í Hólavalla- kirkjugarð, farið að leiði þeirra og þar lagður blómsveigur. Frá því í vor hefur staðið yfir sýning um sögu Guðrúnar í Þjóð- arbókhlöðunni. Á vef safnsins segir að hún hafi snemma farið að stunda ritstörf, var aðeins 15 ára þegar hún hóf útgáfu á Mínervu, handskrifuðu blaði. Um það leyti þýddi hún efni fyrir blaðið Fram- sókn á Seyðisfirði. Tvítug hafði hún þýtt úr dönsku Spádóma frels- arans og árið eftir kom út Tómas frændi, skáldsaga eftir Harriet Beecher Stowe, þýdd úr ensku. Hún var sískrifandi – skáldsögur fyrir ungmenni og fullorðna, smá- sögur fyrir börn og unglinga, þýddi efni og skrifaði í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar og sagna voru þýddar, m.a. á fær- eysku og dönsku. Skáldsögur Guð- rúnar urðu tólf, sjö af þeim í bók- arformi, hinar sem framhaldssögur í blöð. Ritsafn með ýmsum verkum Guðrúnar var gefið út 1949. Á heimleið er ein þekktasta bók hennar og gerði Lárus sonur henn- ar að hennar ósk, leikgerð af verk- inu 1939 og var það sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1940. Guðrún sat um skeið í bæjar- stjórn Reykjavíkur og var kosin al- þingismaður árið 1930. Sat hún á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þeg- ar hún lést aðeins 58 ára að aldri. Eins og rakið var hér í blaðinu fyrir viku drukknuðu Guðrún og dætur hennar þegar bifreið fjöl- skyldunnar lenti út af vegi og rann niður í Tungufljót í Biskups- tungum þar sem fjölskyldan var á sumarferðalagi. Eiginmaður henn- ar, Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason guðfræðingur, og danskur bílstjóri fjölskyldunnar björguðust. Bremsur bifreiðarinnar reyndust hafa verið í ólagi og hlaut bílstjór- inn 6 mánaða fangelsisdóm fyrir það. Fólki var mjög brugðið þegar fréttir bárust af slysinu. Svo alvar- legt bílslys hafði ekki áður orðið hér á landi. Við bættust að í hlut átti þjóðkunn fjölskylda. Frú Guð- „Í gær var Reykjavík í sorg“  Minningarganga um Guðrúnu Lárusdóttur alþingismann fór sömu leið og líkfylgdin 1938 Morgunblaðið/Valli Minningarganga Hópur fólks minntist Guðrúnar og dætra hennar á mánu- daginn með því að ganga sömu leið og líkfylgdin fór fyrir 80 árum. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Líkfylgdin Mikill mannfjöldi fylgdi Guðrúnu Lárusdóttur og dætrum hennar útfarardaginn 27. ágúst 1938. Tíguleg Guðrún Lárusdóttir þótti glæsileg kona og var vel gefin. 38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Það var Vigfús Sigurgeirsson ljós- myndari og kvikmyndatökumaður sem tók hinar áhrifamiklu myndir við útför Guðrúnar Lárusdóttur í Reykjavík í ágúst 1938. Hann starf- rækti þá eigin ljósmyndastofu í bæn- um. Seinna varð hann sérlegur ljós- myndari ráðuneyta og forseta Íslands frá upphafi. Hann tók kvikmyndir í öllum opinberum ferðum forsetanna Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ás- geirssonar, innanlands sem utan. Þá tók hann kvikmyndir af atvinnuhátt- um Íslendinga og þjóðlífi frá 1937 svo og merkisatburðum í sögu Íslands, t.d. stofnun lýðveldisins 1944. Myndir Vigfúsar þykja ómetanlegar heim- ildir um lífið á Íslandi á síðustu öld. Vigfús fæddist á Stóruvöllum í Bárð- ardal 6. janúar 1900. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar, lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Ein- arssyni á Akureyri og kynnti sér nýj- ungar í ljósmyndun í Danmörku og Þýskalandi, var ljósmyndari á Akur- eyri frá 1923 til 1936 er hann fluttist til Reykjavíkur og opnaði þar eigin stofu. Myndir Vigfúsar eru ómetanlegar heimildir Ljósmyndarinn Vigfús Sigurgeirsson mundar hér vélina. ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.