Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 43
Reykjavíkurborg býður byggingarrétt á lóðum í Úlfarsárdal í opnu útboði. Tilboðsfrestur er til kl. 12.00 miðvikudaginn 19. september.
Lausar lóðir eru merktar á meðfylgjandi korti. Þær eru bæði í grónari hluta hverfisins og á nýju svæði við Leirtjörn.
Úlfarsárdalur býður gott aðgengi að fjölbreyttum útivistar- og náttúrusvæðum með einstöku samspili fjallsins, dalsins og árinnar.
Gróður við Leirtjörn mun taka mið af aðstæðum en við bakka tjarnarinnar verður leitast við að endurheimta náttúrlegt gróðurlendi.
Við Leirtjörn verður útivistarstígur sem tengist stígakerfi Úlfarsfells.
Mikil uppbygging á sér stað í Úlfarsárdal. Neðst í dalnum rís nú glæsilegt mannvirki sem hýsa mun skóla, leikskóla, menningarmiðstöð,
bókasafn, sundlaug og íþróttamannvirki. Nú þegar hefur hluti byggingarinnar verið tekinn í notkun og uppbygging á íþróttasvæði er
vel á veg komin.
Lóðir í Úlfarsárdal
Nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/lodir
Skilafrestur tilboða er til kl. 12.00 miðvikudaginn 19. september 2018.
Lausar lóðir eru merktar inn á
meðfylgjandi korti
September 2018
Fjölbýli
Raðhús
Einbýlishús
Tvíbýlishús/einbýlishús
Skýringar við byggingareiti
Einstök náttúra og mikil uppbygging
Blómleg byggð í Úlfarsárdal
Skemmtilegar gönguleiðir á Úlfarsfell
Öflugt hjóla- og göngustígakerfi
Fjölbreytt menningarhús með skóla, leikskóla og bókasafni
Sundlaugar, bæði innan- og utanhúss, sem og heitir pottar
Mikil uppbygging íþróttamannvirkja og aðstöðu fyrir Fram
Úlfarsá er silungs- og laxveiðiá sem rennur í gegnum dalinn
Í dalnum er fjölbreytt fuglalíf
Einstakt útsýni yfir borgina
Sólríkar suðurhlíðar