Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Útivist Fólk nýtir góða veðrið til að skella sér í göngutúr og sannarlega er notalegt að ganga meðfram sjávarsíðunni í Reykjavík og heyra í hafinu. Eggert Vegna misvísandi umræðu og deilna í tengslum við fyr- irhugaða byggingu knatthúss í Kapla- krika vil ég koma á framfæri helstu stað- reyndum málsins. Bæjarstjórn Hafn- arfjarðar ákvað í fyrra að byggt yrði knatthús hjá FH og voru 200 milljónir króna settar á fjárhagsáætlun til verksins fyrir árið 2018. Áætlað var að kostnaðurinn við húsið yrði alls 720 milljónir króna og myndi greiðast á þremur árum. Upp- haflega var áformað að bæj- arfélagið myndi sjálft annast fram- kvæmdina og um síðustu áramót var verkið sett í alútboð. Lægsta tilboð hljóðaði upp á um 1.100 milljónir króna sem var allt of hátt og var því öllum tilboðum hafnað. Forgangsröðun ÍBH Bætt aðstaða til knattspyrnuiðk- unar er brýn í bæjarfélaginu, bæði í Kaplakrika og á Ásvöllum, þar sem þúsundir barna og ungmenna stunda íþróttina. Við ákvörðun um fyrrgreinda framkvæmd var farið eftir forgangsröðun Íþrótta- bandalags Hafnarfjarðar, byrjað yrði í Kaplakrika og síðan byggt á Ásvöllum. Eitt af fyrstu verkefnum nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar var að fara yfir stöðuna sem upp var komin eftir að öllum tilboðum í knatthús FH hafði verið hafnað. Að lokinni ítarlegri skoðun var ákveðið að semja við FH um byggingu á hagkvæmu knatthúsi. Skyldi kostnaður ekki verða meiri en 790 milljónir króna en félagið hefur lagt fram kostnaðaráætlun um byggingu hússins fyrir þá upp- hæð. Eignaskipta- samningar og eftirlitshópur Samhliða var ákveð- ið að ljúka gerð eigna- skiptasamninga við FH, sem hafa verið ókláraðir um langt árabil en vinna við eignaskiptin var tekin upp á síðasta kjör- tímabili. Þar vegur þyngst aðalíþrótta- húsið í Kaplakrika en samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 1989 er kveðið skýrt á um að FH yrði eigandi þess húss frá árinu 2005. Frágangi þeirrar samþykktar var aldrei lok- ið, eignaskiptunum ekki þinglýst og er eignin því enn skráð á Hafnarfjarðarbæ. Á fundi eftirlits- nefndar með fjármálum íþrótta- félaga hefur bæjarstjórn verið hvött til að ganga frá þessu upp- gjöri. Nú hefur Hafnarfjarðarbær gert rammasamkomulag við FH sem gerir ráð fyrir eignaskiptum, þ.e. að Hafnarfjarðarbær greiði alls 790 milljónir króna fyrir þrjú mannvirki á svæðinu, íþróttahús og tvö knatthús. Í staðinn byggi félagið sjálft þriðja knatthúsið á eigin ábyrgð fyrir þessa sömu fjár- hæð. Í samningnum er kveðið á um að nýja húsið verði eign félags- ins, í því felast eignaskiptin. Einnig var samið um að sér- stakur hópur, svonefndur Kapla- krikahópur, yrði skipaður og hefði meðal annars fjárhagslegt eftirlit með framkvæmdinni og að greiðslur frá bænum verði inntar af hendi eftir framvindu verksins. Hópurinn er skipaður óháðum sér- fræðingum og fulltrúum bæjarins og félagsins. Verkefni hópsins er einnig að fullnusta eignaskiptin á Kaplakrika en skýrt skal tekið fram að ekki mun koma til frekari greiðslna til FH af hálfu bæjar- félagsins vegna þeirra. Engin áhrif á fjárhagsáætlun Sú ákvörðun að semja við FH um byggingu hússins, í stað þessi að bærinn sjái um framkvæmdina, hefur engin áhrif á fjárhagsáætlun þessa árs. Fjárheimildin, 200 millj- ónir króna er til staðar og þótt hér sé verið að kaupa húsnæði í stað þess að framkvæma er einungis um tilfærslu innan málaflokks að ræða sem leiðir hvorki til hækk- unar né lækkunar. Allt tal um ann- að er rangt. Það eina sem vakir fyrir meiri- hluta bæjarstjórnar í þessu máli er að halda fjárhagsáætlun og ráð- stafa þeim fjármunum sem fyrri meirihluti bæjarstjórnar hafði ákveðið til uppbyggingar á knatt- spyrnuaðstöðu í Kaplakrika. Fulltrúar meirihlutans eru með hagsmuni hafnfirskra skattgreið- enda í huga. Hér er ekki um neina eftirgjöf eða óeðlilega fyrirgreiðslu til FH að ræða. Stefna núverandi meirihluta er að halda áfram á braut aga og að- haldssemi í rekstri bæjarins. Hvergi verður hvikað í þeim efn- um. Samningurinn við FH mun spara um 300 milljónir króna mið- að við að bærinn hefði sjálfur stað- ið að byggingu hússins. Það eru aðalatriði málsins. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur » Sú ákvörðun að semja við FH um byggingu hússins, í stað þessi að bærinn sjái um framkvæmdina, hefur engin áhrif á fjárhags- áætlun þessa árs. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Um byggingu knatthúss FH Hinn 1. september munu kvennalandslið Íslands og Þýska- lands í fótbolta mætast á Laugar- dalsvelli til að ákveða hvort þeirra mun fara á heimsmeistaramótið í Frakklandi á næsta ári. Einungis sigurliðið kemst beina leið á HM. Íslenska landsliðið er nú stiga- hæst í 5. riðli eftir 3:2 sigur gegn Þjóðverjum í Wiesbaden í október síðastliðnum og er með eins stigs forystu á Þýskaland í riðlinum. Það liggur því ljóst fyrir að sigur- liðið í Laugardalnum mun fara áfram til Frakklands. Kvennalið Þýskalands hefur unnið Ólympíuleikana, er tvöfaldir heimsmeistarar og áttfaldir Evr- ópumeistarar í knattspyrnu. Það er því óvenjulegt fyrir það að sitja í öðru sæti riðilsins. Þýsku kon- urnar ásamt þjálfara sínum Horst Hrubesch, sem er afar farsæll leikmaður og þjálfari, finna greini- lega að Þjóðverjar bera miklar væntingar til þeirra, ekki síst eftir mikil vonbrigði með karlalands- liðið núna í sumar. Bestu fjögur liðin sem eru í öðru sæti í riðla- keppninni komast í umspil fyrir seinasta evrópska sætið fyrir HM í Frakklandi, en markmið þýska liðsins er klárlega að vinna riðil- inn. Til þess þarf þýska liðið þó að vinna einvígið hér í Reykjavík. „Næsti úrslitaleikur er á Ís- landi. Við munum leggja allt af mörkum til að tryggja okkur sigur í forkeppninni,“ segir markvörður þýska landliðsins Almuth Schult sem spilar fyrir VfL Wolfsburg, en Sara Björk Gunnarsdóttir, fyr- irliði íslenska landsliðsins, er liðs- félagi hennar þar. Á hinn bóginn hafa íslensku konurnar góða ástæðu til að mæta fullar sjálfs- öryggis í „úrslitaleikinn“. Eftir fimm sigra og aðeins eitt jafntefli gegn Tékkum, gæti staða íslensku kvennanna varla verið vænlegri. Þegar leikurinn hefst næstkom- andi laugardag, 1. september, kl. 14.55 mun fara fram hörkuspenn- andi leikur með fótboltakonum sem munu berjast af öllu afli til sigurs. Vegna þess hve mikil- vægur leikurinn er þá verður hann sýndur í beinni útsendingu í þýsku ríkissjónvarpi. Við hlökkum til þessa leiks sem mun sameina allt það sem gerir knattspyrnu að vin- sælustu íþrótt heims: ástríðu, keppni, þokka, tækni, sigurvilja, dálítið drama og þá mögulega sorg. Fyrir utan keppnina sjálfa (og viðskiptalegu hlið hennar) má ekki gleyma öðrum hliðum knattspyrn- unnar: fótbolti hefur alltaf verið leikur sem byggist á virðingu og reglum. Á meðan keppnin sjálf vekur samsömun og ástríðu í okk- ur eru það reglur um sanngirni sem gera það að verkum að sigur- inn lítilsvirði hvorki andstæðing- inn né að tap leiði til örvæntingar. Það gildir einnig í þessu tilfelli. Þrátt fyrir alla viðleitni til að sigra þennan leik þurfum við að muna að í enda dags þá er þetta leikur. Næstkomandi laugardag kemur svo einn þáttur til viðbótar við sögu – kynjajafnrétti. Þegar litið er á sögu alþjóðlega kvennafót- boltans er greinilegt að hún end- urspeglar samfélagið á hverjum tíma. Á tímum fyrri heimsstyrj- aldar varð kvennafótbolti vinsæll en hann var síðan að hluta til bannaður á áratugum sem fylgdu. Rökin fyrir því banni endurómuðu kunnugleg stef úr öðrum kimum samfélagsins, ljóst er að áhuginn á raunverulegu jafnvægi milli karla og kvenna var ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en fótboltakonur stefndu á að stofna sína eigin deild að hægt var að koma vitinu fyrir karlana. Árið 1970 ákvað Þýska knattspyrnusambandið (DFB) að aflétta leikbanninu við kvennafótbolta og það sama gerði Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ári síðar. Hannelore Ratzeburg, núverandi varaforseti DFB, er til fyrirmyndar þegar kemur að baráttunni fyrir jafn- rétti kynjanna í knattspyrnu í Þýskalandi, en hún hefur beitt sér fyrir kvennafótbolta bæði í Þýskalandi og á alþjóðlegum vettvangi síðustu 40 árin. Þegar ég hugsa til kvennafót- bolta á Íslandi þá dettur mér fyrst og fremst í hug hið glæsilega aug- lýsingamyndskeið „Unstoppable for Iceland“, sem Icelandair lét gera fyrir sig í aðdraganda Evr- ópumótsins í kvennafótbolta 2017. Þetta tveggja mínútna myndskeið tekur saman á snilldarlegan hátt þær áskoranir sem stelpur verða að sigrast á, til þess eins að geta gert það sem þær kunna best – að spila fótbolta! Íslenska knattspyrnusambandið er búið að setja sér það metnaðar- fulla markmið að fylla Laugardals- völl 1. september. Það yrði í fyrsta skipti sem uppselt yrði á leik í kvennafótbolta á Íslandi. Þetta er markmið styð ég heils- hugar, ekki síst þar sem það mun vera góð auglýsing fyrir kvenna- fótbolta, bæði hérlendis og erlend- is. Hvernig sem leikurinn næst- komandi laugardag fer vonumst við öll til þess að sjá fótboltaveislu sem mun hvort tveggja í senn vera íþróttaþrekvirki og fagna jafnrétti karla og kvenna í fót- bolta. Ég er sannfærður um það að bæði liðin eru fyrsta flokks lið sem munu auðga heimsmótið á næsta ári. „Fyllum völlinn!“ – Hjálpaðu til við að fylla völlinn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þess- ari glæsilegu sögu! Sjáumst í Laugardalnum. Eftir Herbert Beck »Hjálpaðu til við að fylla völlinn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þessari glæsilegu sögu! Sjáumst í Laugardalnum. Herbert Beck sendiherra með áritaða treyju þýska kvennalandsliðsins. Höfundur er sendiherra Þýskalands á Íslandi. Leikur, barátta, íþróttamennska og jafnrétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.