Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
Gullsmiðir
Sérfræðingar í trúlofunar
& giftingarhringum
Skoðaðu úrvalið á www.acredo.is
14k gull m/ demöntum, miðjust. 0,30 ct
299.755,-
14k gull með demöntum
236.031,-
14k gull með demöntum
139.241,-
14k hvítagull með demöntum
92.388,-
14k gull með demöntum
219.953,-
14k gull með demanti
109.985,-
14k gull með demanti
101.651,-
14k gull með demöntum
160.644,-
14k hvítagull með demöntum
228.841,-
14k rósagull með demöntum
241.090,-
14k hvítagull með demöntum,
miðjusteinn 0,15 ct 201.174,-
14k hvítagull m/demöntum,
miðjust. 0,40 ct 239.185,-
14k rósagull með demöntum
191.984,-
14k gull með demöntum
193.162,
14k hvítagull og rauðagull
með demöntum 105.542,-
14k hvítagull með demöntum
253.095,-
14k gull með demanti
171.028,-
14k gull með demöntum
249.505,-
Hér á árunum var mikið talað
um jafnvægi í byggð landsins. Síð-
an er mikið vatn til sjávar runnið.
Nú tala menn um byggðastefnu,
handafl, flutning ríkisstofnana út á
land, byggðaáætlanir, byggðaað-
gerðir, byggðakvóta, línuívilnun,
sértækan kvóta, strandveiðar og
sérstaka byggðakvóta svo eitthvað
sé nefnt. Fólkinu er sumstaðar gert
að lifa á einhverskonar bónbjörgum
eða betli þar sem hver slæst við
annan. Það nýjasta í þessum efnum
er svo það skemmtilega orð mót-
vægisaðgerðir. Út af fyrir sig ber
ekki að vanþakka það sem gert
hefur verið á liðnum árum til
endurreisnar. Menn voru í góðri
trú eins og oftast þegar ákvarðanir
eru teknar. En nú hafa menn aðra
sýn.
Okkar góða land þarf nýjar upp-
færslur í byggðamálum. Gamla
byggðastefnan, hver sem hún var,
er löngu gengin sér til húðar.
Endalausar smáskammtalækningar
eru vonlausar þegar á heildina er
litið. Þær eru meira og minna at-
kvæðaveiðar á röngum forsendum.
En hvað á að koma í staðinn?
Við sveitamennirnir gerumst svo
djarfir að benda á að stjórnvöld
þurfa að standa að nokkrum stór-
tækum, almennum aðgerðum fyrir
byggðir landsins nú þegar. Ef þau
bera gæfu til þess mun flest annað
koma sjálfkrafa í kjölfarið. Gömlu
góðu frumatvinnuvegirnir, sjávar-
útvegur, landbúnaður og iðnaður
hverskonar ásamt ferðaþjónustu
verða áfram kjölfestan. Atvinnumál
eru undirstaða alls mannlífs í land-
inu. En það er lífsnauðsyn fyrir
þjóðina að hún líti á Ísland sem
eina heild. Ef við höldum jafnvæg-
inu í byggðinni með almennum að-
gerðum, þurfa stjórnvöld ekkert að
skipta sér af hvar fólkið vill búa.
Nokkur dæmi um bráðnauðsyn-
legar, almennar aðgerðir, sem þola
enga bið:
Samgöngur á landi
Heilsárssamgöngur á landi eru
grundvallaratriði fyrir allar byggðir
landsins. Allir ættu að komast ak-
andi þangað sem þeir vilja fara ef
veður leyfir, hvenær sem er. Það
myndi gjörbreyta flestu hér á
landi.
Öruggt rafmagn
Allir íbúar landsins geti stólað á
rafmagn allan sólarhringinn árið
um kring. Nýta þær vatnsvirkjanir
sem fyrir eru eins vel og kostur er
og reisa nýjar þar sem algjör nauð-
syn krefur. Styrkja dreifikerfi raf-
orku þar sem þörf er á. Allt sam-
kvæmt ströngustu kröfum Lloyd‘s í
umgengni við náttúruna og Nátt-
úrulistasalinn Ísland. Langtíma-
markmið að allar raflínur fari í
jörð.
Heilbrigðisþjónusta sem dugar
Allir geti fengið lækningu og fyr-
irbyggjandi heilsueftirlit í heima-
byggð sé þess kostur. Hver einasti
landsmaður hafi sinn heimilislækni
líkt og var áður. Allir hafi beinan
persónulegan aðgang að sínum
lækni. Það mun koma í veg fyrir
mörg mistök og þjáningar og spara
heilbrigðisþjónustunni ómældar
upphæðir sem hægt er að nota
annars staðar í því kerfi. Um það
var talað fyrir nokkrum árum, að
virkt og rétt stillt heimilislækna-
kerfi gæti sinnt 95 prósentum þess
vanda sem leitað er með til heilsu-
gæslu. Sparað þannig heilbrigðis-
kerfinu í heild umtalsverðar fjár-
hæðir. Er þetta ekki ennþá
grunnurinn? Eða eigum við að
horfa endalaust upp á að menn
verði úti á hverjum degi í okkar
góða heilbrigðiskerfi?
„Greiður aðgangur að heim-
ilislækni, þekking á sjúklingi og
fjölskyldu hans, ásamt trausti og
samfellu í meðferð, er það mikil-
vægasta í þjónustu heilsugæsl-
unnar og skiptir höfuðmáli. Slíkt
verklag sparar mikla fjármuni.“
Svo skrifaði Halldór Jónsson, for-
maður Félags íslenskra heimilis-
lækna, í Læknablaðinu fyrir nokkr-
um árum. Vituð ér enn eða hvat?
Örugg nettenging
um land allt
Menn geti unnið við tölvuna sína
hvar sem er og hvenær sem er á
mesta mögulega hraða. Ljúka verk-
inu strax!
Hugsanleg fjármögnun
Ríkissjóður gefi út 50-75 millj-
arða skuldabréf á ári næstu fimm
ár með sæmilegum vöxtum. Verk-
efni fyrir lífeyrissjóði og aðra sem
hafa mikið fé undir höndum. Lánið,
sem gæti orðið til 40 ára, endur-
greiðist með sköttum sem lagðir
eru á umferðina ár hvert. Og því
ekki happdrættisskuldabréf líka
fyrir almenning?
Vegtollar lagðir á þar sem nauð-
syn krefur.
Hlutur ríkins í Íslandsbanka
verði seldur. Hugsanlegt verð, var-
lega áætlað, 130-140 milljarðar.
Það er svo sérfræðinga að meta
hve marga milljarðatugi þjóðin get-
ur sparað sér með því að minnka
hraðann og þar með hin hræðilegu
umferðarslys á vegum landsins.
Niðurlag
Þegar þetta er allt komið í kring
innan örfárra ára, getur lands-
stjórnin minnkað stórlega allt
byggðavesen. Landsins þegnar velji
sér búsetu þar sem þeim þóknast.
Sveitarstjórnir verði raunverulega
gerðar ábyrgar fyrir sem flestum
málum, hver á sínu svæði. Fjárveit-
ingar til þeirra verður þá að stór-
auka. Ríkið dragi saman seglin þar
á móti og fækki starfsmönnum
verulega. Margar ríkisstofnanir
lagðar niður, eða sameinaðar.
Punktur og basta!
Ísland þarf nýjar uppfærslur í byggðamálum sem allra fyrst
Eftir Hallgrím Sveinsson,
Guðmund Ingvarsson,
Bjarna G. Einarsson
Hallgrímur
Sveinsson
Hallgrímur er bókaútgefandi, Guð-
mundur fyrrverandi stöðvarstjóri
Pósts og síma á Þingeyri og Bjarni
fyrrverandi útgerðarstjóri K.D. á
Þingeyri.
Bjarni Georg
Einarsson
Guðmundur
Ingvarsson
» Gamla byggðastefn-
an er löngu gengin
sér til húðar. Stjórnvöld
þurfa að standa að
nokkrum stórtækum al-
mennum aðgerðum fyr-
ir byggðir landsins nú
þegar.
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is