Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 54
Marta María Jónasdóttir
mm@mbl.is
Árelía Eydís Guðmundsdóttir dós-
ent við Háskóla Íslands uppfærði
sig um daginn og sagði frá því í
Skólablaði Morgunblaðsins. Hún
uppfærði sig með því að taka til,
hreyfa sig og fleira í þeim dúr. Það
er líka hægt að uppfæra sig örlítið
með því að hressa fataskápinn sinn
örlítið við. Stundum þarf ekki meira
en bara nýjan lit inn í líf sitt. Jafn-
vel lit sem við höfum aldrei hleypt
inn en smellpassar kannski núna.
Ef þú vilt verða örlítið meira
elegant og aðeins meiri spariskór
þá er vínrauður liturinn. Hægt er
að leika sér látlaust með vínrauðan
en hann býr yfir ákveðinni dýpt
sem er heillandi. Það þarf kannski
ekki alltaf að fara í vínrauðan heil-
galla, stundum er nóg að lakka
neglurnar í vínrauðu eða setja á sig
vínrauðan varalit. Þegar naglalökk
eru annars vegar er liturinn 512 frá
Chanel klassík. Og svo er Guerlain
með frábæra glossa í vínrauðu sem
kalla fram ákveðna berjaáferð.
Victoria Beckham fatahönnuður
og ofurspariskór er aðeins að vinna
með vínrauðan núna. Hún er
kannski ekki í vínrauðu frá toppi til
táar en notar vínrauða skó við
gallabuxur og peysu eða er með
vínrauða tösku. Hún er þó helst
ekki í vínrauðum skóm með vín-
rauða tösku nema áferðin sé allt
öðruvísi.
Ef þú færð þér vínrauða tösku þá
parar þú skó við í öðrum lit ef þú
ætlar að vera súperlekker.
Takið líka eftir einu eða hvernig
frú Beckham girðir rúllukragapeys-
una ofan í buxurnar á afslappaðan
hátt. Þetta er nú eitthvað sem ís-
lensk veðrátta myndi ráða við. Svo
má fara í rykfrakka yfir eða eitt-
hvað í þá áttina.
En gættu þess að gera stílinn að
þínum, ekki apa allt blint upp eftir
næstu manneskju. Það sem skiptir
alltaf mestu máli þegar við klæðum
okkur er að fötin veiti skjól fyrir
veðri og vindum sem geta blásið um
okkur í daglega lífinu. Þegar haust-
lægðirnar fara að mokast yfir land-
ið þurfum við að vera við öllu búnar
ef við ætlum ekki að tapa. Er það
ekki?
Leið til að lifa af
haustlægðirnar
Ertu orðin allt of leið á gömlu útgáfunni af
þér og þarftu nýja uppfærslu?
Flott blanda Hér blandar Chloé
saman beige-lituðu og vínrauðu.
Fæst í Apóteki Garðabæjar,
Lyfjaveri Suðurlandsbraut og
Urðarapóteki
Stakur jakki
Vínrauður jakki
getur hresst upp
á fataskápinn.
Ofursmart Viktoria
Beckham er hér í galla-
buxum með uppábroti og
girðir peysuna ofan í bux-
urnar. Takið eftir að skór
og taska eru ekki ná-
kvæmlega eins á litinn.
Lekkert Vínrauð taska frá Chloé.
Hún fæst á www.mytheresa.com
Gyllt og
vínrautt
Þessi taska
er frá
Chloé.
Pinnahælar
Þessir skór
eru úr haust-
línu Victoria
Beckham.
Chanel 512
Þessi litur
setur punkt-
inn yfir i-ið.
Geggjaður
gloss
La Petite
Robe Noire
Lip Colour
Ink frá
Guerlain er
æði. Þessi lit-
ur heitir L162
#Trendy
Allt bundið
Diane von
Furstenberg
er drottning
bundnu kjól-
anna. Hér er
vínrauður
kjóll frá
H&M.
Allt tvíhneppt
Í haust eru tví-
hnepptir jakkar
áberandi. Þessi
dragt er úr Zara.
Afslapp-
aður stíll
Þessi mynd
er úr
haustlínu
Victoria
Beckham.
Vínrauðir
skór við
bleika
tösku.