Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 55
Ef þið viljið baka algjörlega
skothelt brauð sem er súper
einfalt og fáránlega gott á
bragðið, þá mæli ég með þess-
um dýrindisbollum. Þessar
eru langbestar þegar þær eru
nýkomnar úr ofninum. Al-
gjört dúndur!
Um það bil 8-10 sjúkheit
½ msk. þurrger
½ bolli volgt vatn
½ bolli volg mjólk
1⁄3 bolli sykur
115 g bráðið smjör (plús 10-20
g í viðbót til að pensla með)
4 eggjarauður
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. sjávarsalt
3-31⁄4 bolli hveiti
Blandið geri, vatni, mjólk
og sykri saman í skál og látið
bíða í 3-5 mínútur.
Blandið síðan smjöri,
eggjarauðum vanilludropum
og salti vel saman við ger-
blönduna og þeytið létt.
Bætið því næst 3 bollum af
hveiti saman við og blandið
vel með höndunum eða sleif.
Deigið á að vera pínulítið
klístrað, en ef það er of klístr-
að er gott að bæta restinni af
hveitinu við. En athugið – því
minna hveiti, því betra!
Hyljið skálina með hreinu
viskastykki og leyfið deiginu
að hefast á hlýjum stað í 1½-2
klukkustundir, eða þar til það
hefur tvöfaldast í stærð. Eftir
það má annaðhvort búa til
brauð eða hafið deigið inni í
ísskáp yfir nótt.
Hnoðið deigið og búið til
þykka renninga úr því í hönd-
unum. Snúið upp á renn-
ingana og búið þannig til boll-
ur, felið báða enda undir
bollunum. Raðið á ofnplötu og
penslið létt með smjöri. Hyljið
aftur með viskastykki og leyf-
ið bollunum að hefast aftur í
um 45 mínútur.
Hitið ofninn á meðan í
180°C. Stingið bollunum inn í
ofn eftir þessi þrjú korter og
bakið í 12-18 mínútur, allt eft-
ir stærð bollanna. Ég geri
mínar bollur alltaf í stærri
kantinum og fæ því 8-10 boll-
ur úr þessari uppskrift.
Ef þið viljið gera bollurnar
sætari er um að gera að
sáldra smá flórsykri yfir þær.
Þær verða líka extra fallegar
þannig!
Bestu brauðbollur í heimi
Það er bara eitthvað við
Kinder Bueno sem gerir
það að verkum að það er
einstaklega erfitt að hætta
að slafra því í sig þegar
maður byrjar. Því fannst
mér tilvalið að búa til Kind-
er Bueno-bollakökur sem
eru stútfullar af þessu
ávanabindandi súkkulaði.
Þessar verðið þið að
prófa. Ofureinfaldar, góm-
sætar, ómótstæðilegar og
undurfagrar. Getur maður
beðið um meira?
Bollakökur
Um það bil 12 dásemdar-
hnoðrar
175 g mjúkt smjör
3⁄4 bolli ljós púðursykur
3 stór egg
11⁄8 bolli hveiti
1 tsk. vanilludropar
1 msk. Nutella
2-3 msk. mjólk
100 g Kinder Bueno, mulið
Hitið ofninn í 170°C og
takið til múffuform. Blandið
smjöri og púðursykri mjög
vel saman og bætið því næst
eggjum, hveiti, vanillu-
dropum og Nutella vel sam-
an við.
Ef deigið er of þykkt er
hægt að bæta smá mjólk
saman við. Blandið Kinder
Bueno varlega saman við
með sleif eða sleikju.
Deilið á milli múffuforma
og bakið í 18-20 mínútur.
Leyfið kökunum að kólna.
Krem
150 g mjúkt smjör
2½ bolli flórsykur
100 g Kinder Bueno, mulið
(plús meira til að skreyta
með)
1-2 msk. mjólk
Þeytið smjörið í 3-4 mín-
útur og blandið því næst
flórsykrinum saman við.
Blandið mjólkinni saman við
þar til þykktin á kreminu er
ásættanleg.
Blandið Kinder Bueno
varlega saman við með sleif
eða sleikju og skreytið kök-
urnar.
Þessar eiga eftir að
hverfa fljótt!
Sjaldan er eitt Kinder Bueno stakt
Konfektið Ferrero Rocher
er nánast aldrei til á mínu
heimili og það er mjög ein-
föld ástæða fyrir því: Það
hverfur á svipstundu! Þann-
ig að ég ákvað bara að búa
það til sjálf og sjá hvernig
heimilisfólkinu líkaði við
það. Í stuttu máli: Það elsk-
aði Ferrero Rocher-ið mitt!
Ferrero Rocher
1 bolli mulið ískex (helst með
súkkulaðifyllingu)
1 bolli saxaðar heslihnetur
½-3⁄4 bolli mjúkt Nutella
1⁄3 bolli brætt dökkt súkkulaði
½ tsk. brætt smjör
1⁄3 bolli saxaðar heslihnetur
Blandið ískexi, 1 bolla af
helsihnetum og Nutella vel
saman í skál. Blandan á að
vera klístruð. Geymið blönd-
una í ísskáp í 30 mínútur og
leyfið henni að jafna sig.
Búið til litlar kúlur úr
blöndunni og raðið á smjör-
pappírsklæddan disk. Setjið
þær inn í frysti og bíðið í 15
mínútur.
Bræðið dökka súkkulaðið
og smjörið saman í örbylgju-
ofni í þrjátíu sekúndur í
senn. Hrærið alltaf á milli
hverra þrjátíu sekúndna.
Bætið heslihnetunum út í.
Veltið frosnum kúlunum
upp úr súkkulaðiblöndunni
og setjið á smjörpappír á
meðan þær storkna. Þetta
er lítil uppskrift en það er
lítið mál að tvöfalda eða
þrefalda hana. Þessar er
líka gott að fyrsta svo mað-
ur hafi alltaf smá kruðerí
við höndina til að gúffa í
sig!
Heslihnetur og Nutella
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Lilja segir að bókin sé eitt risa gæluverkefni
og hún hafi lagt allt í sölurnar til að láta
drauminn rætast. „Síðan ég man eftir mér hef-
ur mig dreymt um að vera rithöfundur og þó
að þessi bók sé auðvitað ekki gasalega spenn-
andi skáldsaga með rómantísku ívafi og
drungalegum undirtón sem
ég hafði hugsað mér, þá er
þetta nú samt sem áður bók
sem ég er mjög stolt af og
er fáránlega ánægð að hafa
búið til.“
„Svo er það barasta mín
skoðun að það vanti meiri
bakstur í heiminn fyrir sæt-
indaperrana og kolvetna-
klikkhausana – eins og mig.
Bakstur kætir, bætir og hressir, en ég held að
fólk forðist það oft eins og heitan eldinn út af
því að það er sífellt verið að tala um að bakstur
sé svo mikil vísindi og þurfi að mæla allt í
öreindir og þar fram eftir götunum. Fyrir mér
er bakstur fyrst og fremst dásamleg leið til að
fá útrás fyrir sköpunargleðina og skemmta
mér. Og hvað um það þó að eitthvað klúðrist?
Baksturslögreglan hefur í nægu að snúast að
eltast við krimma sem strá chia-fræjum og
hörflögum yfir allt þannig að þú þarft engar
áhyggjur að hafa. Og af minni reynslu þá er
bakstur nánast aldrei óætur þótt hann líti ekki
út eins og maður reiknaði með – svona ef það
er einhver huggun. Það er ótrúlegt hvað hægt
er að gera með smá smjörkremi …“
Bókin ætluð þeim sem þrá
alvöru kolvetnavímu
„Bókin er ætluð öllum þeim sem vilja fá smá
útrás í eldhúsinu. Öllum sem elska sykur og
hveiti, svo ég tala nú ekki um smjör og rjóma.
Öllum sem eru óhræddir við að prófa sig áfram
og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Öll-
um sem þrá lit, líf, gleði, kolvetnavímu og syk-
ursjokk í líf sitt. Ég myndi segja að uppskrift-
irnar væru í léttari kantinum, þó að það poppi
ein og ein uppskrift upp sem þarfnast smá
extra umhyggju og tíma. Ég hef hins vegar,
síðan ég opnaði blaka.is, reynt að einblína á að
uppskriftir séu einfaldar og fyrir alla, þannig
að ég ákvað að hafa einn kafla í bókinni undir
gúmmulaði sem þarf bara alls ekkert að baka.
Þannig er bókin bæði fyrir þá sem hræðast
bakaraofninn og sem elska hann. Ég geri þetta
líka svo börn á öllum aldri geti tekið þátt í
bakstrinum, en að fenginni reynslu hafa börn
ofboðslega gaman af því og búa að leyndar-
dómum eldhússins alla ævi.“
Lífshættulegar uppskriftir
„Ég mæli ekkert sérstaklega með því að fólk
baki allt upp úr bókinni í einum rykk og gúffi
því síðan öllu í sig á nokkrum klukkutímum.
Það gæti þýtt heimsókn á spítala og jafnvel
þróun á einhvers konar lífsstílstengdum sjúk-
dómum. Allt er gott í hófi, og þótt það sé of-
boðslega gaman að baka alla daga er það visst
hættumerki þegar það er snúður í morgunmat,
bollakaka í hádeginu og marengs í kvöldmat.
Nei, ég hef sko aldrei bryddað upp á þessum
matseðli heima hjá mér! Ég bara segi
svona …“
Aðspurð hver uppáhaldsuppskrift hennar sé
verður fátt um svör enda fáránlega flókin
spurning. „Þetta er ein af þessum ómögulegu
spurningum eins og: Hvort elskar þú meira –
maka eða börn? eða Hvort ætti ég að hafa
súkkulaði- eða karamellukrem á svampbotn-
inum? En ef einhver myndi hóta því að taka
handþeytarann og hveitið af mér ef ég myndi
ekki svara þessari spurningu þá yrði ég að
segja heimagerða Twix-ið. Það ætti í raun að
vera ólöglegt. Ég er með heilan kafla í bókinni
þar sem ég heimageri heimsfrægt nammi og
sá kafli einn og sér sá til þess að ég þyngdist
um sirka fimm kíló, plús mínus 7 kíló.“
Lilja segir að bókin fari í sölu innan skamms
og hægt verði að fá hana í versluninni Kjólar &
konfekt í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún
verði einmitt með útgáfuteiti 6. september og
séu allir velkomnir. Eins sé hægt að hafa sam-
band við hana í Facebook eða í gegnum matar-
bloggið hennar blaka.is. „Bókin var prentuð í
afar takmörkuðu upplagi þannig að ég á ekki
endalausan lager. Þannig að ef þið, kæru les-
endur Morgunblaðsins, lesið þetta viðtal við
mig og froðufellið af spenningi þá mæli ég með
því að hafa samband við mig fyrr en síðar.“
Bók fyrir kolvetnaklikkhausana og sætindaperrana
Morgunblaðið/Sunna Gautadóttir
Sykurdrottningin Lilja Katrín Gunnarsdóttir
veit fátt skemmtilegra en að baka.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir er einn afkastamesti og skemmtilegasti bakari þessa lands. Hún fagnar þessa dagana útkomu bókarinnar
Minn sykursæti lífsstíll sem er sneisafull af dásamlegum sykurbombum og öðru góðgæti sem er svo girnilegt að það er allt eins líklegt
að einhverjar blaðsíður í bókinni verði étnar upp til agna … svo girnilegar eru þær. Á þessum síðustu og verstu tímum sykurfordæm-
ingar er nauðsynlegt að einhver haldi uppi vörnum fyrir sætindi og ef þessi bók er ekki nóg til að gleðja hjartað þá veit ég ekki hvað.