Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 56
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937
Hryllilegasta tónleikasýning sög-
unnar hérlendis sló rækilega í gegn
í fyrra og seldist upp á mettíma.
Halloween Horror Show „gengur
nú aftur“ í Háskólabíói 26. og 27.
október. Fram koma Magni, Birg-
itta Haukdal, Stebbi Jak, Greta
Salóme, Dagur Sigurðsson, Ólafur
Egill, ásamt karlakór, hljómsveit,
bakröddum, dönsurum og leik-
urum. Leikstjórn er í höndum
Gretu Salóme og Ólafs Egils og um
leikmynd og búninga sér Elma
Bjarney Guðmundsdóttir.
Hryllingurinn hefst í andyrinu
Hina hæfileikaríka Greta Salóme
sagði í viðtali hjá Huldu Bjarna og
Hvata í síðdegisþætti stöðvarinnar
að það yrði lagt jafn mikið í um-
gjörð sýningarinnar og í fyrra. Það
væri ekkert síður mikilvægt því
enginn mætti fara óskelkaður heim.
Þannig geta gestir skemmt sér í
fordrykk í anddyrinu á meðal upp-
vakninga og skrautmuna og hún
hvetur tónleikagesti til að mæta í
búningum enda verðlaun í boði.
Vantaði svona skemmtun
Gréta segist yfirleitt hrifnari af
sumartímanum en nú sé það breytt,
nú geti hún hreinlega ekki beðið
eftir haustinu. Henni fannst vanta
góða tónleika- og upplifunarsýn-
ingu í kringum hrekkjavöku-
tímabilið, en slíku hafði hún kynnst
af eigin raun hjá Disney í Banda-
ríkjunum. Í ár langaði hana einnig
að bjóða upp á fjölskyldusýningu,
því þó að krakkarnir séu orðnir
duglegir að klæða sig í búninga og
sníkja nammi þá sé í raun lítið í
boði fyrir þau.
Vinnur öfganna á milli
Hún segir þennan undirbúnings-
tíma ansi sérstakan enda mikið að
gera í fjölbreyttum verkefnum.
Þannig sé hún stundum með Mikka
mús á línunni og í næsta samtali sé
hún farin að ræða Halloween Horr-
or Show þar sem markmiðið er að
hámarka hryllinginn, þó í jákvæð-
um skilningi. Þannig sé þetta verk-
efni svo skemmtilegt á margan
hátt. „Það er til dæmis smá súr-
realískt að standa uppi á sviði og
vera að syngja dramatískt rokk og
það er kannski trúður á fyrsta
bekk að horfa á mann,“ útskýrir
Greta sem er mikið á ferðalögum
vegna þeirra erlendu verkefna sem
hún kemur að.
Árið 2019 vel bókað
Hún var til að mynda í Köben í
heila viku að taka upp efni hjá
danska ríkisútvarpinu á milli þess
sem hún vann fyrir Norwegian
Cruise Line, á risastóru skipi með
4.000 farþegum sem býður upp á
2.000 manna leikhús. Einnig sinnir
hún áfram verkefnum fyrir Disney,
en þar hefur hún unnið meðal ann-
ars sem prinsessa og tónlistar-
maður á skemmtiferðaskipum fyrir-
tækisins. Það er því stíf dagskrá
framundan hjá söngkonunni, laga-
höfundinum og fiðleikaranum Gretu
Salóme sem segist bókuð nú þegar
vel út árið 2019.
hulda@mbl.is
Tónleikasýning
sem „gengur
aftur“
Hryllilegasta tónleikasýning sögunnar hérlendis
sló rækilega í gegn í fyrra og seldist upp á met-
tíma. Halloween Horror Show „gengur nú aftur“
og verður leikstjórn áfram í höndum Gretu
Salóme og Ólafs Egils.
Mynd/Halloween Horror show
Fjölhæf Það má segja að hin hæfileikaríka Greta Salome sé Disney prins-
essa með fiðlu á tyllidögum en uppvakningur á Íslandi á tryllidögum.
Mynd/aðsend
Hryllilegir taktar Stebbi Jak
og Greta Salóme hér ásamt
stórhljómsveit og dönsurum að
flytja slagara á borð við Creep,
Killing in the name of,
Highway to hell og Super-
stition í nýjum útsetningum.