Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 60
60 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
✝ Auður StefaníaSæmundsdóttir
fæddist í Reykjavík
5. júní 1949. Hún
lést á Landspítalan-
um 9. ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sæmundur
Sigurðsson málara-
meistari, f. 28. júlí
1909, d. 1. desem-
ber 1996, og Sigríð-
ur Þórðardóttir, f.
13. nóvember 1918, d. 3. janúar
2015. Systkini Auðar eru 1)
Inga Rúna Sæmundsdóttir, f.
19. september 1931, maki Helgi
Hrafn Helgason, f. 16. desember
1928, d. 9. mars 1976, 2) Kol-
brún Sæmundsdóttir, f. 8. apríl
1942, maki Björn Árdal, f. 24.
janúar 1942, og 3) Sigurður
Rúnar Sæmundsson, f. 10. des-
ember 1959, maki Nanna Há-
konardóttir, f. 26. júní 1971.
ur við síld í nokkur sumur. Á
síldarplaninu kynntist hún
barnsföður sínum sem var
fæddur og uppalinn í Neskaup-
stað. Bæði fóru þau í Mennta-
skólann á Akureyri. Auður út-
skrifaðist frá MA árið 1970 og
frá handavinnudeild Kenn-
araháskóla Íslands 1980. Hún
kenndi í Barnaskólanum á Ak-
ureyri 1980-1981 og við Lund-
arskóla á Akureyri 1981 til
1986, eða þar til hún flutti aftur
til Reykjavíkur. Hún bætti við
kennaramenntun sína, fyrst í
Ósló í Noregi og síðar við Uni-
versity of North Carolina (UNC)
þar sem hún tók fyrir sérnám í
kennslu einhverfra. Eftir að hún
flutti heim frá Bandaríkjunum
kenndi hún við sérdeild ein-
hverfra í Digranesskóla, síðar
Álfhólsskóli. Auður tileinkaði líf
sitt fjölskyldu sinni, dóttur og
barnabörnum, og starfi sem
kennari einhverfra barna sinnti
hún af einstakri alúð og natni.
Auður lauk störfum 2015.
Útför Auðar Stefaníu fer
fram frá Vídalínskirkju í Garða-
bæ í dag, 30. ágúst 2018, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Auður giftist
Hermanni Þ. Svein-
björnssyni frétta-
manni árið 1971 á
afmælisdegi Her-
manns, 5. mars,
hann lést 16. júlí
2003. Auður og
Hermann skildu.
Þau eignuðust eina
dóttur, Katrínu
Brynju, f. 5. sept-
ember 1971. Hún á
þrjá syni, 1) Mána Frey, f. 28.
júní 2002, 2) Nóa Baldur, f. 28.
september 2007, og 3) Hrafnar
Þór, f. 20. febrúar 2010. Faðir
þeirra er Auðunn S. Guðmunds-
son, f. 17. ágúst 1971.
Auður ólst upp í Miðtúni 24 í
Reykjavík, gekk í Skóla Ísaks
Jónssonar og þaðan lá leið
hennar í Laugarnesskóla. Hún á
ættir að rekja austur í Norð-
fjörð og vann þar sem ungling-
Mig langaði ekki að fletta
blaðinu með tilkynningunni,
sem ég hafði þó sjálf sett sam-
an, þar sem stendur að þú sért
farin, frá mér og strákunum.
Ég sat lengi með blaðið í kjölt-
unni, áður en ég taldi í mig
kjark. Fletti löturhægt og
hjartað barðist um. Það er svo
skrítið, að enn lúrði þar ein-
hver óútskýranleg þrá eftir að
ég myndi ekki finna þig þarna,
að þetta væri ekkert annað en
ömurlegur draumur. En þarna
varstu, með fallega og hlýja
brosið þitt og blik í augunum.
Við mamma áttum hvor aðra
að, skuldlaust, með öllum þeim
kostum og göllum sem fylgja
því að vera bara við tvær.
Nánar mæðgur sem áttum allt
okkar í hinni. Saman stóðum
við í þeim öldugangi sem lífið
gat verið, og já það var á köfl-
um heilmikil bræla. Í gegnum
það hélt hún þétt í hönd mína
og dró okkur báðar á þurrt,
stolt og huguð. Hún hafði óbil-
andi trú á litlu „truntu sinni“,
hvatti mig og ýtti mér út í
ótrúlegustu hluti sem ég hefði
annars aldrei gert.
Þegar ég lít til baka, þá
furða ég mig á að hafa ekki
áttað mig á því fyrr hversu
kjörkuð kona hún var. Hún
stóð bein í baki eftir storma-
samt hjónaband hennar og
pabba og fór tvisvar í fram-
haldsnám til útlanda. Eftir
nám í North Carolina fann hún
sinn farveg með einhverfum
nemendum, sem hún elskaði,
og gerði hreint ótrúlegustu
hluti fyrir! Hún mátti ekkert
aumt sjá, elskaði öll dýr og
leitaði uppi hvern einasta
dýralífsþátt sem hafði verið
framleiddur og horfði á, and-
aktug og heilluð.
Hún var fordómalaus þegar
á reyndi og umburðarlyndi
hennar gagnvart sínum nán-
ustu voru eiginlega engin tak-
mörk sett. Ætli æðruleysi sé
ekki bara orðið sem lýsir
henni hvað best? Fordóma-
leysi hennar gerði það að
verkum að til hennar leituðu
gjarnan þeir sem áttu erfitt og
fundu hjá henni bæði skjól og
skilning. Mömmu sagði ég allt,
og dró ekkert undan, því ég
vissi að þar fengi það að hvíla,
þótt hún væri ekki alltaf sam-
mála mér. Hún hlustaði á mig
án þess að dæma, sérstaklega
í seinni tíð, þegar hún hafði
endanlega gefist upp á að ala
mig upp. Þegar ég leitaði eftir
ráðum, þá sagði hún mér hvað
sér fyndist og hjálpaði mér oft
að rata út og breyta rétt.
Mamma mín var listamaður.
Með dokku af garni tókst
henni að prjóna þau fínlegustu
ungbarnaföt sem ég hef aug-
um litið og fallegu peysurnar á
ömmudrengina má telja í tug-
um. Ég hef hins vegar aldrei
getað fetað í hennar fótspor en
gerði nokkrar heiðarlegar til-
raunir. Alltaf tókst mér að
klúðra einhverju og hún tók
kímin við prjónunum mínum,
rakti upp, hjálpaði mér, lagaði
og leiðbeindi. Rétt eins og í líf-
inu, þolinmóð og trygg.
Í sameiningu tókst okkur að
prjóna hlýja, fallega og
heillandi veröld fyrir strákana
okkar. Hún og Krummi trítl-
uðu yfir til okkar og eftir að
hafa knúsað alla og drukkið
einn kaffibolla, þá tók hún upp
prjónana, svo yfirmáta róleg
og athugul. Iðulega kom hún
auga á minnstu blæbrigði til-
finninga og líðan þriggja dýr-
mætra drengja sem hún elsk-
aði afar heitt og hlúði að. Já,
það var sko yndislega ljúft að
prjóna lífið með aðstoð
mömmu.
Ég get ekki með nokkru
móti skilið að ég fái aldrei aft-
ur að beygja mig niður að fín-
gerðu konunni sem ég var
stolt af að geta kallað mömmu,
knúsa hana þétt og hlæja í
eyrað á henni. Við kvöddumst
alltaf eins, með hlýju faðmlagi
og enduðum á að skellihlæja
að eigin ófyndni. Svo horfði ég
á eftir henni og Krumma trítla
í rólegheitum og hverfa inn í
nóttina.
Ég get ekki annað en vonað
að þessi sársauki sem núna er
nístandi og lamandi í senn,
breytist með tímanum í djúpt
þakklæti.
Auður Stefanía Sæmunds-
dóttir var mamma mín. Hún
var lágvaxin falleg, fíngerð og
hlý, en á sama tíma ógnarstór
manneskja.
Takk fyrir lífið sem þú gafst
mér.
Þín heittelskandi dóttir,
Katrín Brynja.
Elsku amman okkar. Þú
varst alltaf góð við okkur og
notaðir alltaf blíða rödd.
Nenntir endalaust að skutla
okkur hingað og þangað. Last
fyrir okkur bækur og spilaðir
við okkur veiðimann, ólsen-ól-
sen og þjóf eins og langamma
gerði og svo varstu svo oft
hlæjandi. Það verður skrítið
að heyra ekki lengur í ykkur
Krumma koma inn til að vera
með okkur. Passa okkur á
meðan mamma er að vinna og
borða með okkur og mömmu.
Jólin verða sorgleg ef þú ert
ekki með okkur. Og það kann
enginn að brúna kartöflur eins
vel og þú gerðir.
Þetta er allt mjög óraun-
verulegt og skrítið. Mamma er
leið og við söknum þín svo
mikið og Krummi líka. En það
er gott að hafa hann hjá okkur
því þið voruð alltaf saman. Þú
tókst hann með þér hvert sem
þú fórst og þegar við skoðum
myndir af þér, þá er hann líka
á öllum myndunum. Liggur
þétt upp við þig. Við vitum að
Krummi þinn gleymir þér
aldrei og alltaf þegar hann fær
að ráða hvert við löbbum í
göngutúr í hverfinu, þá togar
hann okkur heim í Klettásinn
ykkar og kíkir þolinmóður inn
um gluggann, í leit að þér. Þú
vildir láta jarða hann með þér
þegar þar að kæmi (sagði
mamma okkur), og það kemur
að því að þið fáið að hvíla ykk-
ur saman. Okkur langar að
njóta hans pínulítið lengur,
hann er svo frábær, eins og
þú.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn, lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum.)
Takk fyrir að vera góð
amma, og góð mamma fyrir
mömmu okkar.
Þú kenndir okkur svo
margt, og líka að knúsast.
Þínir ömmusnúðar,
Hrafnar Þór, Nói
Baldur, Máni Freyr og
Krummi.
Auja var stóra systir mín,
en ég kallaði hana alltaf litlu
systur vegna þess að hún var
sú yngsta af öllum stóru systr-
um mínum. En við vorum orð-
in meira en systkini, því við
vorum svo sannarlega sálu-
félagar líka. Við Auja áttum
sérlega gott samband okkar á
milli og við studdum hvort
annað mikið í lífinu síðustu
áratugina hennar. Hún var
mér mikill stuðningur í erf-
iðleikum sem ég gekk í gegn-
um og ég reyndi mitt besta í
að vera henni stuðningur í
hennar veikindum. Ég lít á
það sem eitt mitt besta happ í
lífinu að fá að kynnast henni
svona vel síðustu áratugina
okkar saman, en þeir áratugir
urðu góðir og innihéldu svona
góðar stundir, einfaldlega
vegna þess að fyrir þann tíma
var þroski minn ekki kominn á
það stig að ég kynni að skynja
dýptina í gæsku og gæðum
Auju. Hún bjó yfir ró og visku
sem gott var að leita í og auð-
vitað áttum við sem systkini
sameiginlegar minningar,
sameiginlegan bakgrunn og
sameiginlega fjölskyldu sem
við gátum oft skemmt okkur
yfir að ræða og rifja upp.
Það er sárt að missa Auju,
en um leið ljúft að minnast
hennar.
Sigurður Rúnar.
Það er sárt að horfa á eftir
kærri vinkonu minni og mág-
konu sem nú hefur kvatt okk-
ur allt of snemma eftir erfið
veikindi.
Hún Auja var gullmoli. Lít-
il, fínleg og lagleg, en skörp og
ákveðin kona. Hún gat verið
hæglát, hlédræg og sjálfri sér
næg. En hún var líka mikill
húmoristi með yndislegan dill-
andi hlátur sem naut sín með
sínu fólki og góðum vinum.
Hún var mjög næmur mann-
þekkjari og hafði lag á að lesa
í fólk. Þessi hæfileiki hennar
Auður St.
Sæmundsdóttir
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR
er fallega innbundin bók sem hefur að geyma
æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa
um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Ástkær móðir okkar
ELÍN HELGA BLÖNDAL
SIGURJÓNSDÓTTIR
frá Reykjum, Tungusveit,
lést á Heilbrigðisstofnuninni, Sauðárkróki,
laugardaginn 18. ágúst.
Útför fer fram í Reykjakirkju mánudaginn 3. september
klukkan 14.
Dagur Torfason
Jóhannes Ingi Torfason
Kristín Rós Blöndal Unnsteinsdóttir
Ingigerður Blöndal
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
BÓEL ÁGÚSTSDÓTTIR
frá Svanavatni,
lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu,
þriðjudaginn 21. ágúst.
Útförin fer fram frá Voðmúlastaðakapellu, Austur-Landeyjum
laugardaginn 1. september, klukkan 14.
Viðar Marmundsson
Aðalheiður Viðarsdóttir Ottó Ólafur Gunnarsson
Bjarki Viðarsson Sigurbjörg Leifsdóttir
Guðbjörg Viðarsdóttir Jón G. Valgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir
og barnabarn,
BIRKIR FANNAR HARÐARSON,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
miðvikudaginn 22. ágúst.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju á
morgun, föstudag 31. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vildu minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir
krabbameinsgreinda, www.ljosid.is/minningarkort.
Hörður Guðjónsson
María B. Johnson Jón Axel Ólafsson
Jökull Freyr Harðarson
Hildigunnur Johnson Rafn F. Johnson
Elskuleg eiginkona mín,
FANNEY KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 1. ágúst.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingólfur Guðnason
Ástkær frænka og systir,
SVAVA SVEINSÍNA
SVEINBJÖRNSDÓTTIR
frá Hnausum í Þingi
Fellsmúla 2, Reykjavík,
lést á Hrafnistu við Brúnaveg fimmtudaginn
23. ágúst. Útförin fer fram frá Þingeyraklausturskirkju í
Austur-Húnavatnssýslu laugardaginn 8. september klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur R. Dýrmundsson
Jórunn S. Sveinbjörnsdóttir