Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 61

Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 61
nýttist henni án efa vel í kennslunni og sérkennslunni sem var hennar ævistarf. Hún hafði gaman af starfi sínu með einhverfum nemendum. Hún hafði einstakt innsæi til að skilja hugsunarhátt nemenda sinna og notaði oft húmorinn til að takast á við erfiðar að- stæður. Hún Auja var góður vinur. Hún var skemmtilegur og góð- ur félagsskapur. Ég er rík að hafa átt vináttu hennar. Ég minnist ótal stunda þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar og öllu var hægt að treysta henni fyrir. Það var alltaf stutt á milli alvöru og hláturs, alltaf hægt að sjá skondnu hliðarnar á málunum. Hún Auja var góð frænka. Ég var svo heppin að þegar hún hafði lokið sérkennsl- unámi í Noregi og námi í kennslu einhverfra (TEEACH) í Norður-Karolínu æxluðust hlutirnir þannig að hún flutti á heimili mitt í Norður-Karolínu. Ég fékk ekki bara sérmenntaða barna- píu, heldur þá allra bestu í heimi til að sinna börnunum mínum og fékk þá sjálf ómet- anlegt tækifæri til að spreyta mig á vinnumarkaðnum. Sá tími reyndist börnunum mín- um dýrmætur, enda hefur æ síðan verið sterkur strengur á milli þeirra og Auju frænku. Hún Auja var svo flink. Allt lék í höndunum á henni. Hún var alin upp á menningarheim- ili þar sem alla daga var verið að skapa eitthvað fallegt. Sköpunargáfu foreldranna erfði hún og var svo sannar- lega mikil listakona. Hún saumaði, prjónaði, málaði á postulín og málaði á tré. Allt sem hún gerði var einstaklega smekklegt og handverkið full- komið ef hægt er að segja svo. Hún Auja var svo rík. Hún átti stoltið sitt hana Katrínu Brynju, strákana þrjá Mána Frey, Nóa Baldur og Hrafnar Þór og öðlinginn hann Krumma sem fylgdi henni hvert fótspor. Þau voru henn- ar líf og yndi og það sem máli skipti. Ég þakka kærri vinkonu fyrir góða samfylgd í lífinu. Innilegar samúðarkveðjur til elsku Katrínar Brynju og strákanna og fjölskyldunnar allrar. Anna María. Sem barn hlakkaði ég alltaf til að fara í afmæli vinkvenna minna en það var alltaf aðeins skemmtilegra að fara í afmæli til Katrínar Brynju frænku því terturnar sem í boði voru, voru ekkert venjulegar tertur. Þær voru listaverk. Ævintýra- prinsessur og allskonar dýr og hver annarri betri á bragðið. Hún Auður kunni sko að halda upp á afmæli einkadótturinnar og gerði það með stæl. Heim- ilið þeirra var glæsilegt og veggirnir skreyttir með lista- verkum húsmóðurinnar. Auður var mér alltaf einstaklega góð og þótt fjarlægðin hafi gert það eilítið flóknara að sjá hana eins oft og áður, þá man ég enn eftir hlýleika hennar og hlátrinum. Auður var einstaklega vönd- uð manneskja, falleg að innan sem utan og brosið hennar var eitt það stærsta sem ég hef séð. Þótt hún sé ekki lengur hér á jörðu þá er handverk hennar ennþá hér með öllum fallegu listaverkunum sem hún skapaði í gegnum tíðina. En það besta sem hún skilur eftir er elskuleg dóttir hennar, æskuvinkona mín og „frænka“ og strákarnir hennar þrír sem voru líf hennar og yndi. Það var erfitt að heyra að hún væri farin, en hún fór eins og við gerum öll þegar okkar tími kemur. Á eftir sitjum við syrgjendur með minningar til huggunar og von um að hittast aftur. Elsku Katrín mín, allar okk- ar samúðarkveðjur og faðmlög sendum við ykkur yfir hafið til þín og strákanna. Þín Þóra. Elsku Auja mín, litla besta vinkona mín. Á einum fegursta degi sum- arsins slokknaði litla, fallega ljósið hennar Auju. Allt var fallegt í kringum hana. Heim- ilið þakið litlum og stórum listaverkum. Handmálað postulín eftir mömmu hennar og pabba og hana sjálfa, myndir og málverk, litlar og stórar dúkkur, skraut og list- munir. Það varð að fara eina góða skoðunarferð um húsið áður en sest var með kaffibolla og handavinnu, aðallega prjónaskap, og þar var hún al- gjörlega á heimavelli. Allt lék í höndum hennar. Gullfallegar peysur og prjóna- sett litu dagsins ljós. Svo komu uppskriftirnar til mín. Ég á margar peysur sem ég prjónaði undir hennar hand- leiðslu. Nú eru þær dýrmætar. Við kynntumst í Laugarnes- skóla. Auja litla sæta, með ljósa hárið, hvers manns hug- ljúfi, áræðin og óhrædd, m.a. á róluvellinum. Að stökkva úr rólu á fullri ferð eða kasta sér út í loftið og vonast til að ná taki á kaðli í Tarzanleik. Þegar ég fór að venja kom- ur mínar í Miðtúnið, fékk ég að kynnast foreldrum Auju og systkinum. Þar opnaðist nýr ævintýraheimur fyrir mér. Mamma hennar sat við prjóna- vélina í litla eldhúsinu, sem rúmaði ekki mikið meira, og peysurnar runnu úr vélinni hver af annarri. Pabbi hennar í málaraherberginu að mála postulín og þau gjarnan bæði. Ilmur af málningu. Flygillinn í stofunni. Málverk og listmunir hvert sem augað leit. Yndis- legt heimili. Við fengum sítrónute í stofunni. Hjarta- hlýjan, glensið og gamanið fyllti heimilið. Ég fékk að mála á postulín undir handleiðslu Sæmundar. Auja var listamálari á postulín og rithönd hennar var eins og fínasti laufa- brauðsskurður. Halldór, gamli kennarinn okkar, lét stundum bekkinn bíða eftir Auju í skriftartímum: „Auður er að vanda sig.“ Fyrir mörgum árum endur- nýjuðum við gömlu vinkonurn- ar úr Laugarnesskóla, Helga, Solla F., Guðrún og við Auja, saumaklúbbinn síðan í 12 ára bekk. Hjartafimmið. Við fórum að hittast reglulega. Oft á veitingahúsi á laugardegi. Nutum þess alveg í botn, sögð- um sögur, rifjuðum upp og mikið hlegið. Okkur munaði ekki um að hlæja í fimm tíma. Auja var einstaklega létt og hláturmild, hló þar til tárin runnu. Nú eru þetta dýrmætar minningar. Við Hjartafimm- urnar verðum samt alltaf fimm. Auja verður alltaf eitt hjartað okkar. Nú er höggvið risastórt skarð í litlu fjölskylduna henn- ar Auju. Katrín Brynja og drengirnir þrír, augasteinar ömmu sinnar, sitja hnípin eft- ir. Fallega heimilið hennar Auju er fullt af fallegum mun- um og minningum, þar verður ekki hægt að ganga um ógrát- andi. Hér heima hjá mér verður ekki þverfótað fyrir minning- um, handprjónaðir borðklútar, dúkkurnar Auja og Solla með fínu fötin sín í lítilli ferða- tösku. Allar litlu gjafirnar frá Auju í gegnum árin, handmál- að postulín með áletruðum hamingjuóskum, fagurlega skrifuð kort og fallega orðuð. Við töluðum saman næstum daglega og ég er enn að fara að hringja í hana Guð gefi Katrínu Brynju og drengjunum hennar styrk og kjark til að ganga mjúkum skrefum í gegnum þessa raun. Guð blessi minningu elsku Auju okkar. Sólveig Ólöf Jónsdóttir. Móðurmissir er þungt orð með sára merkingu. Elsku vin- kona mín, einkabarnið Katrín Brynja, kveður í dag móður sína, Auði Stefaníu. Það er erfitt að setja sig í spor einka- barns sem þarf að kveðja móð- ur sína á besta aldri, 15 árum eftir að hafa fylgt föður sínum, í blóma lífsins, síðasta spölinn. Samband mæðgnanna var ein- stakt, fallegt og djúpt. Þótt ég hafi bara komið inn í líf þeirra fyrir nokkrum árum var svo greinilegt að þær áttu hvor aðra að. Í blíðu og stríðu. Smámunasemi er oft van- metinn, fallegur eiginleiki og hann eiga þær mæðgur sam- eiginlegan. Íbúð Auðar er þak- in fallegum smámunum sem hún safnaði og allir skiptu þeir hana miklu máli. Hún tók eftir því fallega og mikilvæga í hinu smáa og það er ekki öllum gef- ið. Hún var mikill mannþekkj- ari sem hafði einstakt lag á að taka eftir ýmsu í fari annarra sem fór fram hjá öðrum. Það gera bestu kennararnir. Hún var lausnamiðuð, hlý og ein- læg og innileg ást á ömmu- drengjunum þremur sást lang- ar leiðir. Það fór ekki mikið fyrir elsku Auði. Hún var smágerð og lágvaxin. En styrkur henn- ar og stolt voru mikil, allt fram á síðasta dag. Hún var líka afar stolt af dóttur sinni, þótt hún kæmi því ekki alltaf í orð. Hún var nefnilega mann- eskja verka og eftir hana ligg- ur fjöldi gullfallegra hand- verka sem hún skapaði af mikilli natni og ást og gaf fólk- inu sínu. Það mun ylja þeim og veita styrk um ókomna tíð. Elsku Katrín Brynja mín, þú hefur styrkinn frá yndis- legu móður þinni. Þú varst henni einstök dóttir og mik- ilvæg stoð í erfiðum veikind- um. Þú mátt vera stolt af þér og þínum. Mamma þín er það og vakir yfir þér, Mána Frey, Nóa Baldri, Hrafnari Þór, Krumma og Tindru. Olga Björt Þórðardóttir. Þegar ég rifja upp bernsku- minningar mínar erum við Auja vinkona oftast saman. Við kynntumst átta ára gaml- ar í Laugarnesskólanum, átt- um samt báðar heim í Miðtúni en Nóatún skildi okkur að. Við vorum óaðskiljanlegar langt fram á fullorðinsár, eins ólíkar og við vorum, hún róleg, vand- virk og listræn en aðeins meiri hraði á öllu hjá mér. Árin liðu við áhyggjuleysi æskunnar en við vorum líka duglegar og skipulagðar. Tíu ára gamlar bárum við út blöð og vorum í vist. Svo höfum við áreiðanlega verið alveg drep- leiðinlegar á tímabili þegar við töluðum saman á svokölluðu P-máli. Þessa kunnáttu not- færðum við okkur í botn bæði heima og heiman. Við stofn- uðum saumaklúbb ásamt þremur öðrum góðum vinkon- um sem starfar enn en á svo- lítið öðrum forsendum. Fjölskyldan í Miðtúni 24 var töluverður áhrifavaldur í lífi mínu og þar opnaðist fyrir mér nýr heimur. Þau hjón, Sigríður og Sæmundur, voru listamenn alveg fram í fing- urgóma. Á heimilinu var her- bergi undirlagt af postulíni, rekaviði, málningu, penslum og bara alls konar. Báðar syst- urnar voru í píanónámi og fannst mér viss ævintýraljómi stafa af þessu listamannsheim- ili. Þau hjón voru dugleg að taka mig með í t.d. fjöruferðir og berjamó. Það var einmitt í framhaldi af veiðiferð sem við Auja fórum í með þeim til Vopnafjarðar, sem við fórum til Neskaupstaðar með Þórði afa hennar og þar byrjaði fyrsta síldarævintýrið okkar af þremur. Við fengum vinnu hjá Sæsilfri og vorum snöggar að komast upp á lagið með að salta og fannst þetta gaman. Að ári mættum við aftur, tvær nýfermdar skvísur af mölinni og fram undan var eftirminni- legt sumar. Hörkuvinna, nótt sem nýtan dag og köllin: Taka tunnu – tóma tunnu – salt, hljómaði út um allt plan. Þarna kynntumst við Hemma og ástin kviknaði hjá þeim turtildúfum. Við urðum ung- lingar þetta sumar, kynntumst fullt af krökkum, fórum á bræluböll og höfðum það skemmtilegt. Síðasta sumarið var síldin svo gott sem farin en alltaf fannst okkur jafn gaman. Við vorum saman allan sólarhringinn og ég man ekki til þess að okkur hafi orðið sundurorða. Auja var svo ljúf. Við eyddum líka tveimur sumrum erlendis, öðru í Dan- mörku þar sem Help-platan var spiluð í ræmur og hinu í Englandi þar sem við kynnt- umst diskótekum. Æska okkar var samtvinnuð. Á fullorðinsárunum fækkaði samverustundum okkar en aldrei slitnaði þráðurinn. Við áttum mörg gefandi símtöl í vetur en þessi elska var ekki mikið fyrir það að fá heimsóknir í veikindunum. Ég er óendanlega þakklát fyrir síðustu samverustundirnar okkar ásamt Sollu okkar. Við náðum að hlæja, grínast og rifja upp löngu gleymda at- burði. Þá kom berlega í ljós hversu vel gefin, góð og hlý manneskja hún var. Auga- steinninn hennar, hún Katrín Brynja, og ömmugullin þrjú véku ekki úr huga hennar. Í Lerkiásnum ríkir djúp sorg. Ég votta þeim, systkinum Auðar og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Mér þótti svo undurvænt um hana Auju vinkonu mína. Guðrún. Elsku Auja mín besta. Mikið þykir mér sárt að hún hafi kvatt svo snemma, svo ung. Ég er þakklát fyrir vin- áttuna okkar. Þakklát fyrir það hve gott samband við átt- um, sérstaklega síðasta árið. Þegar ég fór að prjóna af full- um eldmóði fyrir ári síðan hvatti Auja mig áfram og hjálpaði mér þegar ég þurfti á að halda. Mér þykir vænt um að við höfum deilt áhugamáli síðustu mánuðina okkar sam- an því það var alltaf gaman að leita til Auju og hvað þá að sýna henni afraksturinn. Ég man lítið eftir árunum í Ameríku en þar hófst vináttan okkar. Þegar ég var komin til Íslands, á undan henni, óskaði ég þess við hvert tækifæri að „Auja kæmi heim á morgun“. Ég leit upp til hennar, enda var hún vinkona mín. Mér þykir vænt um að litli strákurinn minn hafi hitt Auju. Auja ætlaði að prjóna peysu á hann og vorum við búnar að velja garn og upp- skrift saman á meðan ég var ólétt og eyða dágóðum tíma í það enda mikilvægt að vanda valið. Auja vandaði sig við allt sem hún gerði. Henni gafst ekki tími til að prjóna peysuna svo ég ætla að gera það henni til heiðurs. Peysan verður frá þér, Auja mín, frá Auju frænku til Kára Fannars. Takk fyrir að vera sú ynd- islega kona sem þú varst. Við munum þig. Tinna. MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Minn besti vinur, kærleiksríki eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS FRIÐRIKSSON, lést mánudaginn 20. ágúst á heimili okkar í Gig Harbor, WA, umvafinn ást og umhyggju ættmenna. Bálför hefur farið fram. Minningarathöfn verður á heimili okkar laugardaginn 6. október. Útför hans verður gerð í kyrrþey á Íslandi. Valgerður Þorbjörg Gunnarsdóttir Fridriksson Gunnar Fridriksson Fridrik Fridriksson Jónas Fridriksson tengdadætur og barnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, ÖLDU JÓHANNESDÓTTUR frá Auðnum, Akranesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Höfða, Akranesi, fyrir hlýja og góða umönnun. Guðmunda Ólafsdóttir Þröstur Stefánsson Alda Þrastardóttir Sigurbjörg Þrastardóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR frá Byrgi, Vopnafirði, lést á hjúkrunardeild Sundabúðar fimmtudaginn 23. ágúst. Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 1. september klukkan 14. Jarðsett verður á Hofi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sundabúðar fyrir alúð og umhyggju. Jón Pétur Einarsson Aðalbjörg Kjerúlf Elísabet Þ. Einarsdóttir Aðalsteinn Aðalsteinsson Una Björk Kjerúlf Lilja Rós Aðalsteinsdóttir Óskar Stefánsson Auður Ísold og Jökull Þór Aðalsteinn Ómar og Anna Margrét Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞRÚÐUR FINNBOGADÓTTIR, Dúa, Kleppsvegi 38, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 20. ágúst. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 3. september klukkan 13. Finnbogi Þór Baldvinsson Bóthildur Friðþjófsdóttir Jóhanna Hrefna Baldvinsd. Sölvi Jónasson Þórunn Baldvinsdóttir Arnar Hólm Sigmundsson Hrönn Baldvinsdóttir Bjarni Þ. Halldórsson Þrúður Finnbogadóttir Gunnar Ó. Kristleifsson Bergdís Finnbogadóttir Árni Guðmundsson barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur sonur minn og bróðir, ÞORSTEINN KRISTINN STEFÁNSSON, Lokastíg 4, Dalvík, lést þriðjudaginn 21. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 4. september klukkan 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Fyrir hönd aðstandenda, Rannveig Anna Guðmundsdóttir Elskuleg vinkona okkar, EDITH JÓNSSON hjúkrunarfræðingur, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 22. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunna Magga og Steinunn Helgu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.