Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 62
S igrún Edda Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 30.8. 1958 og ólst upp í Vestur- bænum. Hún var í sveit á sumrin á Merkigili í Skagafirði og Högnastöðum á Eski- firði og vann sumarstörf með skóla, í fiskvinnslu, við afgreiðslustörf og á Landakotsspítala. Sigrún Edda gekk í Melaskóla og Hagaskóla, stundaði nám í MR og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Ís- lands 1981. Sigrún Edda hefur leikið hátt í eitt hundrað hlutverk á leiksviði og þar af fjölda burðarhlutverka, hefur ver- ið fastráðin leikkona við Þjóðleik- húsið og hjá Leikfélagi Reykjavíkur, auk þess að taka þátt í sýningum Al- þýðuleikhússins, Leikfélags Íslands og Íslenska dansflokksins. Meðal helstu hlutverka hennar má nefna titilhlutverk í Línu Langsokki, Elínu Helenu, Ronju ræningjadóttur, Hinu ljósa mani, Milljarðamærinni, Feg- urðardrottningunni frá Línakri og Bólu í samnefndum sjónvarpsþátt- um. Hún lék Ófelíu í Hamlet, Báru í Landi míns föður, Steinunni í Galdra-Lofti, Sonju í Vanja frænda, Úu í Kristnihaldi undir Jökli, Maju í Öndvegiskonum og Ljúbu í Kirsu- berjagarðinum. Sigrún Edda hefur fengið tilnefn- ingar til Grímunnar sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir Spor- vagninn Girnd, Milljarðamærina, Fjölskylduna, Fólkið í kjallaranum, Gullregn og nú síðast fyrir Kartöflu- æturnar. Hún hlaut Grímuna fyrir aðalhlutverk í Degi vonar og auka- hlutverk í Fólk, staðir og hlutir sem verið er að sýna í Borgarleikhúsinu. Hún hefur fengið tilnefningar til menningarverðlauna DV fyrir aðal- hlutverk í Stjörnum á morgunhimni, Fegurðardrottningunni frá Línakri og Milljarðamærinni og hlaut auk þess viðurkenningu úr minning- arsjóði frú Stefaníu Guðmunds- dóttur. Sigrún Edda hefur leikið fjölmörg hlutverk í sjónvarpi, útvarpi og kvik- myndum, nú síðast í Afanum og sjón- varpsþáttunum Ófærð, Föngum og Stellu Blómkvist auk þess að skrifa, leikstýra og leika í sjónvarpsþátt- unum um Bólu tröllabarn. Meðal helstu leikstjórnarverkefna eru Píkusögur, Ronja ræningja- dóttir, sem var tilnefnd til Grím- unnar, Ævintýri í Iðnó, einleikur sem hún gerði vegna 50 ára leikaf- mælis móður sinnar, Brúðubíllinn, sem hún hefur leikstýrt síðastliðin 20 ár, og sjónvarpsþættirnir um Bólu, sem urðu um 50 talsins Hún hefur Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona – 60 ára Ljósmynd/Jón Svavarsson Á Austurvelli Sigrún Edda sem fjallkonan síðasta þjóðhátíðardag með fjölskyldu sinni og Ragnari, bróður sínum. Meðal stóru stjarnanna Leikkonan Sigrún Edda fer á kost- um í leikritinu Sporvagninn Girnd. 62 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Sigurborg Ragnarsdóttir á 70ára afmæli í dag. Hún býr íÅkarp á Skáni sem er lítið þorp mitt á milli Lundar og Malmö. Hún er fædd í Gautaborg og bjó þar fyrstu þrjú árin og en fluttist síðan heim til Íslands, ólst upp í Reykjavík og varð stúdent frá MR 1968. „Þá var hægt að fá grunnskólaréttindi eftir eitt ár í Kennaraskólanum og þetta var síðasti sénsinn til þess svo ég sló til. Ég ákvað að kenna í Fossvogs- skólanum af því það var spennandi tilraunaskóli og var líklega besti vinnustaður sem ég hef verið á.“ Þar var Sigurborg í tíu ár þar til hjónin fluttust til Lundúna árið 1979. Þess má einnig geta að Sigurborg var ein af fyrstu sjón- varpsþulunum á Ríkissjónvarpinu. Eiginmaður Sigurborgar, Stef- án Karlsson, er læknir og fór í doktorsnám í Lundúnum og Sigurborg lærði diplómu í kennslu. Þau hafa búið erlendis síðan þá. „Ég er því búin að eiga heima á Íslandi í 28 ár og 42 ár í útlöndum. Við vorum á leiðinni heim eftir Lundúnadvöl- ina, en þá fékk maðurinn minn spennandi vinnu á National Institutes of Health í Maryland í Bandaríkjunum. Ég tók meistaragráðu við George Washington University. Við keyptum hús og vorum þar í 14 ár. Ég vann m.a. í tungumálaskóla utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og í mörg ár á geðdeild stærsta herspítala Bandaríkjanna, Walter Reed Army Medical Center.“ Síðan kenndi Sigurborg í mesta glæpa- hverfi Washington DC og mögulega Bandaríkjanna, Anacostia, í þrjú ár. „Skólinn hafði verið auglýstur sem einkaskóli nálægt Capitol Hill og ég var spennt fyrir því. Svo þegar ég var á leiðinni á staðinn þá sá ég að skólinn var handan árinnar. Ég mætti samt og var ráðin á staðn- um og þetta er erfiðasta starf sem ég hef unnið. Það tók mig mánuð að kenna krökkunum að sitja í sætunum sínum.“ Fjölskyldan fluttist síðan til Lundar í Svíþjóð þegar Stefán fékk pró- fessorsstöðu þar. „Ég vann í fjórtán ár við háskólann þar og var með móttöku sem ég byggði upp fyrir erlenda vísindamenn.“ Sigurborg er komin á eftirlaun en er formaður listafélagsins við Háskólann í Lundi. Synir Sigurborgar og Stefáns eru Ragnar Karl verkfræðingur og býr í San Francisco og Jón Hallur geðlæknir og nýorðinn doktor. „Maðurinn minn er svolítið sniðugur að koma mér á óvart á afmælis- daginn minn, en ég hef á tilfinningunni að við séum að fara út að borða á veitingastað í Malmö.“ Með barnabarni sínu Sigurborg ásamt Bellu, einu af þremur barnabörnum hennar. Kenndi í mesta glæpa- hverfi Bandaríkjanna Sigurborg Ragnarsdóttir er sjötug í dag Demantsbrúðkaup Hjónin Ása Marinósdóttir, ljósmóðir og Sveinn Jónsson, bóndi og byggingaverktaki, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli í dag en þau gengu í hjónaband 30. ágúst 1958. Þau hjónin eiga fjögur börn, 11 barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Sveinn og Ása ætla að halda upp á tímamótin með sínum nánustu. Demantsbrúðkaup hjónanna í Kálfsskinni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.