Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Í bókinni er meðal annars skoðuð þróun afbrotafræðinnar á Íslandi á síðustu árum, svara leitað við því hvað einkenni ís- lensk fangelsi og fanga, hvernig Ís- lendingar hafi brugðist við fíkni- efnavandanum kynferðisbrotum gegn börnum og netglæpum og rædd afbrota- fræði íslenskra kvikmynda. Hér birtist brot úr kaflanum Réttar- vörslukerfið á Íslandi. Bankahrunið á Íslandi 2008 í baksýnisspegli Í kjölfar bankahrunsins hófst upp- gjörið um orsakirnar, þ.e. hvort inn- lendir aðilar, stjórnmálamenn, emb- ættismenn og viðskiptalífið hefðu brugðist skyldum sínum og að hve miklu leyti utanaðkomandi þættir hefðu átt hlut að máli. Í desember 2008 skipaði Alþingi rannsóknarnefnd um aðdraganda og orsakir falls ís- lensku bankanna til að ganga úr skugga um hverjir bæru þyngstu ábyrgðina á því. Í skýrslunni koma fram naprar af- hjúpanir á alvarlegri óreiðu í íslensku fjármálalífi. Stjórnmálamenn, eftirlits- stofnanir og stjórnendur banka virt- ust hafa gert sig seka um misgáning og vanrækslu. Mestri gagnrýni sættu stóru bankarnir þrír. Á aðeins örfáum árum höfðu þeir þanist út, sprengt alla viðtekna ramma og velt samanlagt sem nam tífaldri þjóðarframleiðslu landsins skömmu fyrir hrun. Nokkrir af helstu forsvarsmönnum bankanna voru sakaðir um að hafa misnotað þá í þágu einkahlutafélaga sinna og tengdra aðila. Allir bankarnir þrír voru innbyrðis tengdir í flókin kross- eignatengsl sem eigendur og hollvinir þeirra höfðu komið á fót. Varlega ályktað hafði þessi hópur fengið góða fyrirgreiðslu í bönkum sem hann átti að hluta og fengið lán sem jafngiltu því sem næst þriðjungi af eigin fé bankanna í ársbyrjun 2008. Reglum um áhættusamar lánveitingar hafði ekki verið fylgt og erfitt að sjá að hagsmunir bankanna og almennings hefðu verið tryggðir. Skýrslan afhjúpaði ekki aðeins eig- endur og stjórnendur bankanna held- ur einnig hlut háttsettra stjórnmála- og embættismanna sem áttu að hafa eftirlit með bankakerfinu en enginn hafði haft stjórn á. Lykilstjórnmála- menn og eftirlitsstofnanir voru átald- ar fyrir „mistök og vanrækslu“ við framkvæmd lögboðinna verkefna við að verja fjármálakerfið og hagsmuni almennings. Hafa sökudólgarnir fundist á Íslandi? Er hægt að rekja fjármálahrunið á Íslandi einvörðungu til nokkurra stjórnenda banka sem misstu stjórn á græðgi sinni eða til embættismanna sem sváfu á verðinum? Er myndin al- veg svo einföld? Til að fá fyllra og þýð- ingarmeira svar við þeirri spurningu er nauðsynlegt að kafa dýpra í póli- tískt og efnahagslegt umhverfi, bæði á Íslandi og í hinum vestræna heimi. Undirliggjandi þátt að baki góðærinu á Íslandi og fjármálahruninu í kjölfar- ið er að stórum hluta hægt að rekja til pólitískrar hugmyndafræði sem fest hafði rætur árin á undan. Trúin á lög- mál hins frjálsa markaðar gegnsýrði allt stjórnmála- og fjármálakerfið og tók á sig furðulegar myndir í hinu smávaxna íslenska hagkerfi eftir um- fangsmikla innleiðingu hugmynda af hálfu ríkjandi afla sem tengdar hafa verið nýfrjálshyggju. Aukin markaðs- væðing og fjármálafrelsi, einkavæðing opinberrar starfsemi, þar á meðal bankastarfsemi, lækkun á sköttum og álögum á atvinnulífið, og síaukin efn- ishyggja í samfélaginu öllu varð ráð- andi. Andi einkaframtaksins var í há- vegum hafður sem aldrei fyrr. Aukið markaðsfrelsi var ekki aðeins pólitísk ákvörðun sem tekin var hér innanlands. Eftir seinni heimsstyrj- öldina varð Ísland hægt og bítandi hluti af alþjóðlegum markaði en á tí- unda áratug síðustu aldar opnaðist hagkerfi þjóðarinnar fyrst fyrir al- vöru. Ísland tók sitt stærsta skref í átt að alþjóðlegum markaði með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) árið 1994. Ísland fékk þar með aðgang að lánum á lágum vöxtum á alþjóð- legum bankamarkaði. Íslenskir at- hafnamenn lögðu í gríðarlegar fjár- festingar erlendis sem byggðust að mestu á lántöku. Á sama tíma – og í samræmi við orðræðuna um frjálsa markaðinn – fylgdi íslenska ríkis- stjórnin efnahagsstefnu sem grund- vallaðist á takmörkuðum opinberum afskiptum af markaðinum. Óhindruð markaðshyggja myndi á endanum koma öllum best og markaðsöflin leið- rétta sig sjálf ef þau fengju að vera sem næst óáreitt. Íslenska fjármála- kerfið fylgdi evrópsku regluverki en viðbótarráðstafanir sem aðrar þjóðir töldu nauðsynlegt að innleiða voru takmarkaðar á Íslandi. Fleyg urðu ummæli þáverandi fjármálaráðherra á Alþingi fyrri hluta árs 2007 þegar bent var á hættumerki í fjármálalíf- inu: „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Á daginn kom að veislan var byggð á sandi og henni lauk með banka- hruninu. Áhrif hrunsins á afbrotatíðni á Íslandi Ekki þarf að koma á óvart að afbrot voru tíðum nefnd í opinberri umræðu í kjölfar hrunsins. Athyglisvert var að þegar óvenjulegt afbrot var framið, eða jafnvel dæmigert afbrot, bárust oft sömu spurningarnar frá fjöl- miðlum: Má rekja þetta tilvik eða aukna tíðni afbrota til hrunsins? Rétt eins og slíkt tilfelli eða aukin tíðni til- tekinna brota hefði aldrei komið til áð- ur í sögunni. Hrunið virtist gefa sam- félagsfyrirbærum eins og afbrotum dýpri merkingu og gera þau skilj- anlegri en ella. Slíkar hugmyndir bjóða hættunni heim að hrunið verði notað sem þægilegur blóraböggull sem hægt er að kenna um allt sem af- laga fer í samfélaginu og líta fram hjá öðrum og stundum trúverðugri skýr- ingum. Norræna sakfræðiráðið gaf út skýrslu árið 2012 sem bókarhöfundur ritstýrði þar sem íslenska bankahrun- ið skipaði stóran sess. Norrænir fræðimenn tóku þar fyrir áhrif félags- og efnahagslegrar kreppu á sam- félagið, ekki síst á tíðni afbrota. Í stuttu máli sýnir afbrotatölfræði lög- reglunnar að fjármálakreppan á Ís- landi hafði takmörkuð áhrif á tíðni af- brota þegar til lengri tíma er litið. Heildarfjöldi tilkynntra afbrota var nokkru meiri árið sem bankahrunið varð (2008), sér í lagi tíðni innbrota og þjófnaða. Á árunum eftir 2008 fækk- aði þó skráðum auðgunarbrotum af þessu tagi og heldur dró úr heildar- fjölda allra hegningarlagabrota. Efnahagsbrot skipa þó sérstöðu. Frá hruninu hefur fjöldi slíkra brota verið rannsakaður sem sakamál þar sem eigendur og stjórnendur föllnu bankanna hafa verið ákærðir og dæmdir til refsingar. Hve margir munu endanlega vera dæmdir er erf- itt að segja því enn eru til meðferðar mál í réttarkerfinu árið 2018 tíu árum eftir hrun. Í ársbyrjun 2009 setti Al- þingi á laggirnar embætti sérstaks saksóknara sem falið var að rannsaka meint efnahagsbrot innan bankanna í aðdraganda bankahrunsins. Árið 2012-13 náði þetta nýja embætti há- marki í starfsemi sinni með um 90 árs- verk í sinni þjónustu. Það ár voru um 120 mál í ákærumeðferð og ákæra hafði verið gefin út í nær eitt hundrað málum og alls 45 manns verið ákærð- ir. Samkvæmt upplýsingum sérstaks saksóknara voru enn um 50 mál á borði embættisins árið 2014, þar af 36 til rannsóknar og 11 biðu ákvörðunar um ákæru. Þá var gert ráð fyrir því að síðustu efnahagsbrotin sem tengdust hruninu yrðu ekki komin til meðferðar hjá Hæstarétti fyrr en í fyrsta lagi 2018. Árið 2016 höfðu hátt í 70 manns í lykilstöðum í fjármálakerfinu verið ákærðir og dregnir fyrir dóm, nokkrir tugir hlotið dóma og enn aðrir biðu dómsuppkvaðningar Hæstaréttar. Í upphafi árs 2018 höfðu alls 36 manns verið dæmdir í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálum. Til að setja starf sérstaks saksókn- ara á Íslandi í alþjóðlegt samhengi miðað við mannfjölda er hægt að bera umfang embættisins gróflega saman við Bandaríkin. Ef settur væri á fót sérstakur saksóknari vestra til að rannsaka meint efnahagsbrot í því landi þyrfti að ráða um 90 þúsund starfsmenn miðað við starfsmanna- fjölda sérstaks saksóknara á Íslandi árið 2013. Hátt á annað hundrað þús- und mál væru í rannsókn og um 40 þúsund manns ákærðir fyrir efna- hagsbrot í Bandaríkjunum sem er fá- heyrt. Þessar tölur sýna því hversu al- varlega stjórnvöld á Íslandi tóku hlutverk sitt að rekja upp vef efna- hagsbrota í samfélaginu og hversu af- gerandi embætti sérstaks saksóknara var í verkum sínum og dómstólar sömuleiðis í ákvörðun sektar og refs- inga. Flest málanna á Íslandi snerust um umboðssvik, markaðsmisnotkun, innherjasvik og sviksamlegar lánveit- ingar. Árið 2018 lítur út fyrir að máls- lok fyrir dómi muni teygjast jafnvel enn lengra inn í framtíðina en þetta ár. Niðurlag Eftir stendur mikilvæg spurning: Geta nýjar persónur í fjármála- og stjórnkerfinu gegnt öðru og farsælla hlutverki en á árunum fyrir hrun, einkum ef fylgt er sama handriti og í gamla leikritinu? Eða er rót vandans að finna í sjálfu kerfinu, pólitísku og efnahagslegu umhverfi, sem átti stór- an þátt í bankahruninu á Íslandi eins og hér hefur verið haldið fram? Reglum um bankastarfsemi var breytt í kjölfar hrunsins, t.d. með kröfum um aukið eigið fé, til að draga úr hættu á öðru hruni. Regluverki fjármálastofnana eða „handritinu“ hefur því að einhverju leyti verið breytt frá því fyrir hrun. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af fjármálamönn- um verið ákærður og dæmdur til fangelsisvistar fyrir margvísleg efna- hagsbrot í aðdraganda hrunsins. Að stórum hluta var það fyrir viðleitni þeirra til að bjarga fallandi fyrir- tækjum og viðskiptagjörninga sem gerðir voru mánuðina fyrir banka- hrunið þegar öll sund voru að lokast á alþjóðlegum bankamarkaði. Tog- streita getur skapast milli lagaramm- ans og þeirrar menningar sem ríkjandi er í bankaheiminum hverju sinni. Hvað gerist þegar umræddur lagarammi er veikur og afskipti og eftirlit hins opinbera af fjármála- starfsemi er dregið í efa af ríkjandi valdhöfum? Hver á persónuleg ábyrgð stjórnenda á vafasömum gjörningum að vera eins og þeim sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins við þessar aðstæður? Atferli einstaklinga er yfirleitt hægt að skýra út frá ákveðnu félagslegu og menningarlegu samhengi, hvort sem er í bönkum eða annars staðar. Fyrir- tækjasiðferði er að miklu leyti stýrt af stjórnendum og því hafa þeir áhrif á hvernig einstakir starfsmenn haga sér og taka ákvarðanir. Í uppsveiflunni sem hér ríkti fyrir 2008 varð til ákveð- in menning sem fékk kannski allt aðra merkingu eftir kerfishrun eins og átti sér stað á Íslandi. Það sem þótti eðli- legt jafnvel eftirsóknarvert fyrir hrun og látið var afskiptalaust af eftirlits- aðilum var væntanlega skilgreint með allt öðrum hætti eftir bankahrunið. Fyrirtækjamenning getur þó aldrei afsakað eða réttlætt siðlausar eða refsiverðar athafnir starfsmanna sem valda tjóni og skaða aðra í samfélag- inu. Íslenska bankahrunið stórvaxna, með sinni gagnrýnislausu trú á ný- frjálshyggju og afskiptaleysi, ætti að hafa kennt okkur þessa mikilvægu lexíu. Afbrot og íslenskt samfélag Í bókinni Afbrot og ís- lenskt samfélag fjallar Helgi Gunnlaugsson prófessor um íslenskt samfélag og þróun þess frá sjónarhorni félags- og afbrotafræðinnar. Stuðst er við viðhorfs- mælingar, opinber gögn, rýnihópa, fjölmiðla og niðurstöður sem túlk- aðar eru í ljósi alþjóð- legs samanburðar. Morgunblaðið/Golli Átök Í kjölfar bankahrunsins voru langvinn mótmæli við Alþingishúsið. 100x70x85 Einnig 120 - 140 100x70x85 Einnig 120 - 140 - 160 60x70x95 Einnig 70 - 80 - 100 - 120 Ítölsk stál vinnuborð með eða án án handlaugar Ryðfrytt burstað stál l Hilla að neðanlStillanlegir fæturl Auðvelt að setja samanl Frístan- dandi vinnuborð 5 1 6 8 # Draghálsi 4 110 Reykjavík sími: 535 1300 verslun@verslun.is Ryðfrí stál vinnuborð- og fráleggsborð fyrir atvinnueldhús
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.