Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 72
og Sigurður, skrásetjarahlutverkið „dæmir mann sjálfkrafa úr leik,
maður er einfaldlega of upptekinn, má ekki vera að því að lifa. Um
leið og einhver réttir þér skriffæri og biður þig um að færa eitthvað
til bókar, ertu svo gott sem búinn að vera. Þú gleymir sjálfum þér
og átt heima í bilinu milli þess sem er sagt og þess sem er ósagt“
(133–134). Paul Auster (1988: 138) hefur sagt að til þess að skrifa
þurfi maður að gleyma sjálfum sér, einungis þannig geti maður lifað
lífinu þannig að ekkert tapist. Baráttan við gleymskuna er þó fyrir-
fram töpuð orrusta, lituð meðvitund um það að þegar við skrifum
um fortíð erum við að endurskapa horfinn heim, fremur en að
endurtaka eða varðveita í upprunalegri mynd. Sú tilfinning er þó
yfirgnæfandi að við skuldum fortíðinni eitthvað — athygli, sögu,
texta. Gleymskan hefur því mótsagnakenndu hlutverki að gegna í
varðveislu á fortíð, því minni, frásögn og gleymska er flétta sem
vonlaust er að leysa upp í frumþræði sína.
Í tilvitnuninni hér að framan lýsir Sigurður Pálsson fyrstu til-
burðum sínum til að skrifa þegar hann ákveður að halda dagbók,
ekki síst til að staðsetja sig í heiminum (Sigurður Pálsson 2011: 94).
Í Veðrabókinni, sem var „alvarlegasta bókin“ (95) átti allt að rúmast
„samspil staðreynda og upplifunar, vísinda og skynjunar“ (96).
Hann hefur svo skáldsagnaskrif en hættir við slíkt til að takast á við
metnaðarfyllsta verkið til þess tíma, heyskaparannál (205), þar sem
á að skrá allt sem fyrir bar hvern dag í heyskapnum. En „veruleik-
inn hafði betur á hverjum einasta degi“. Hann skrifar langt fram á
nótt til að ná öllu, en „enginn mundi neitt nákvæmlega“ (206).
Þetta er snemmborin lexía í því að vonlaust er að skrá allt, eins
og að ætla sér að skrifa tæmandi sjálfsævisögu, því þá verður höf-
undurinn að velja annaðhvort að lifa eða skrifa, og má þá sjá fyrir
sér goðsöguna um Marcel Proust í bólstraða herberginu sínu, sem
hætti að lifa til að skrifa. Hvort hefur áhrif á annað en rekur sig
hvort á annars horn í Bernskubók: „Raunveruleikinn hafði stöðugt
þvælst fyrir skráningu raunveruleikans sem svo truflaði raunveru-
leikann“ (211). Takmarkið er mögulega að breyta sjálfum sér í texta
því: „Allt, sem ekki breytist í texta, hverfur. Líka lífið, alveg sér-
staklega lífið, ævin svonefnd. Ævisaga heitir lífssaga á mörgum út-
lendum málum […] Sá sem ekki hefur breyst í texta hefur ekki
308 gunnþórunn guðmundsdóttir skírnir