Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 186
anna, hlutverk þeirra og notkun, sem og viðhorf Dana og Íslendinga
til þeirra.
Íslenskar heimildir og dönsk söguritun
Gesta Danorum eftir Saxo Grammaticus, Saxa málspaka, fjallar um
sögu Danmerkur og er eitt höfuðverka danskra bókmennta frá
miðöldum. Saxi fæddist um miðja tólftu öld og talið er að hann hafi
ritað verk sitt á árunum 1185–1219 (Friis-Jensen 1987: 11, Skaut-
rup 1944: 200–201). Saxi var því uppi á svipuðum tíma og Snorri
Sturluson, en ólíkt Snorra ritaði Saxi á latínu en ekki á móðurmáli
sínu. Danmerkursaga Saxa var fyrst prentuð í París árið 1514 fyrir
tilstilli Christierns Pedersen og árið 1575 kom verkið fyrst út á
dönsku í þýðingu Anders Sørensen Vedel. Þar með varð bókin
einnig aðgengileg þeim Dönum sem ekki voru læsir á latínu. Hvað
útbreiðslu ritanna snerti munaði þó mestu um hina nýju tækni þessa
tíma, prenttæknina. Fyrsta bókin á dönsku, sem prentuð var í Dan-
mörku, var einnig sögulegs eðlis, Rimkrøniken, sem kom út árið
1495 en þar er fjallað um sögu Danakonunga í bundnu máli (Skaut-
rup 1947: 19). Markmiðið með ritun Danmerkursögu Saxa, og síðar
endurútgáfum þess, var að hefja danska ríkið og sögu þess til vegs
og virðingar meðal Evrópubúa. Danmerkursaga Saxa sem og Rim-
krøniken eru ekki síður talin hafa átt þátt í að móta hugmyndir
Dana um eigið þjóðerni, en áhugi á verkunum og öðrum ritum af
sama toga óx til mikilla muna eftir að þjóðernishugmynda fór fyrst
að gæta í kjölfar siðbreytingar í Danmörku árið 1536 (Ilsøe 1991: 30,
Skautrup 1947: 142–146). Þetta lykilverk danskra bókmennta er
nefnt til sögunnar vegna þess að Saxi getur sagnaritunar Íslendinga
í formála og tíundar gildi hennar fyrir ritun Danmerkursögunnar:
Eigi heldur skal iðjusemi Íslendinga látin liggja í þagnargildi. Sökum þess
hve land þeirra er ófrjósamt frá náttúrunnar hendi, þekkja þeir hvorki íburð
né velsæld, en lifa stöðugt í hófsemd, og nýta sérhvert augnablik til að
fræðast um gjörðir annarra — og þannig vega þeir upp örbirgð með and-
ríki. Þeir njóta þess mjög að búa yfir þekkingu og greina frá sögum allra
þjóðflokka, því að í þeirra augum er það jafn aðdáunarvert að varpa ljósi á
dyggð annarra eins og að flagga sínum eigin. Þann fjársjóð sögulegra heim-
422 auður hauksdóttir skírnir