Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 189
425björguðu danir íslenskunni?
hana íslensku.“ Arngrímur lítur svo á að vegna samskipta við út-
lendinga hafi norrænan breyst í munni Dana og Norðmanna, en á
Íslandi hafi hún haldist óbreytt (Arngrímur Jónsson 1985: 102–103).
Með tilvísun í Jean Bodin2 undirstrikar Arngrímur að breytingar á
tungunni séu óhjákvæmilegar og að tungur allra þjóða breytist
smám saman á ýmsa vegu. Ekki verði því á móti mælt að slíkt gæti
einnig að einhverju leyti átt fyrir íslenskunni að liggja. Til þess að
varðveita íslenskuna segir Arngrímur að annars vegar megi styðjast
við handritin sem varðveiti fornan hreinleika tungunnar og glæsi-
legan stíl, og hins vegar nefnir hann lítil samskipti við útlendinga. En
ábyrgðin er einnig Íslendinga, afdrif málsins ráðist ekki síður af Ís-
lendingum sjálfum, viðhorfum þeirra og gjörðum:
En ég vildi að landar mínir nú á dögum bættu við hinu þriðja, það er að
þeir öpuðu ekki eftir Dönum eða Þjóðverjum í ræðu og riti, heldur leituðu
sér fyrirmynda í auðlegð og snilld móðurmáls síns, sem á nóg af henni, og
beittu til þess vitsmunum og lærdómi; þá yrði minni hætta á breytingum
tungunnar framvegis, en að öðrum kosti mundi ekki þurfa samskipti við út-
lendinga til þess að spilla tungunni. (Arngrímur Jónsson 1985: 104–105)
Verk Arngríms lærða kom út árið 1609, rúmri hálfri öld eftir
siðaskiptin á Íslandi árið 1550. Með þeim jukust tengslin við dönsk
stjórnvöld, ekki síst við yfirstjórn kirkjunnar (Helgi Þorláksson
2003: 87–118, 165–192). Latínan vék fyrir móðurmálinu og mikil
þörf skapaðist fyrir þýðingar á ýmsum textum af trúarlegum toga,
svo sem Biblíutextum og sálmum, en einnig textum um hina nýju
kirkjuskipan og á öðru efni sem snerti skipulag og starfsemi kirkj-
unnar. Sumir textanna voru þýddir úr dönsku en aðrir úr þýsku
og/eða latínu. Kirkjuskipanin var þýdd af Oddi Einarssyni biskupi
tæpum áratug fyrir siðaskipti (Arngrímur Jónsson 1992) og fyrsta
sálmabókin á íslensku var gefin út í Kaupmannahöfn árið 1555 fyrir
tilstilli Marteins Einarssonar biskups. Hún innihélt 35 sálma, flesta
eftir Lúther og aðra siðbreytingarmenn (Páll Eggert Ólason 1924:
52–58). Árið 1584 var stórvirkið Guðbrandsbiblía, fyrsta heildar-
útgáfa Biblíunnar á íslensku, gefin út, aðeins 34 árum eftir að Danir
skírnir
2 Um Arngrím lærða og Bodin, sjá nánar Gottskálk Jensson 2005.