Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 80
mörk bókmenntaforma, samfélags og einsemdar. Mörk og mæri eru
frjó uppspretta sköpunar, en einnig er varhugavert að eiga við þau,
slíkt getur ógnað hefðbundnum valdahlutföllum í samfélaginu og
innan bókmenntakerfisins.
Svipuð þemu má sjá í leit Eyju, aðalsöguhetju bókarinnar
Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur, að stað í tilverunni. Hún fer alls
konar krókaleiðir og villigötur — vestur á firði og til Svíþjóðar í
óljósri leit að lífi í skáldskap. Eins og hjá Oddnýju Eir leynir sjón-
arhorn kynferðisins sér ekki — spurningin er hvernig er hægt að
vera kona og rithöfundur — og í byrjun Ósjálfrátt finnst Eyju hún
eiginlega vera hvorugt. Hún er hálfvanmáttug gagnvart lífinu og til-
verunni, finnur sig knúna til að reyna að bjarga öðrum, en einhvern
veginn verður ekki neitt úr neinu og björgunin ófullburða. Ekki síst
finnst henni hún vanmáttug gagnvart konunum í lífi sínu, sem hún
segir „löðra í yfirburðum veikara kynsins“ (48). Miðja verksins er
Svíþjóðarferð sem þrátt fyrir fjölmörg skakkaföll og sérkennilegar
uppákomur ber að lokum árangur. Hún er orðin til, ef svo mætti
segja, og jafnvel orðin að höfundi líka. Spurningin um hvort hægt
sé að vera bæði kona og skáld er þó svarað á þann veg að sérher-
bergið, næðið, sé óþarfi: „Virginia Woolf gerði hvorki ráð fyrir
I-pod né fartölvu. Því síður Framtíðareiginmanni Eyju“ (357).
Skrifin og sköpunin geta vel átt heima í hversdagslegum þvottabing
með fartölvuna í fanginu. Í báðum verkum er ýjað að lausn, að leið
að skrifunum sé fyrir hendi, þó án þess að varpað sé fram ein-
hverjum stórasannleik eða þau hvörf sem verða kalli fram kaþarsis
og djúpa sjálfsþekkingu.
Hið vel þekkta þroskasöguþema sem ég nefndi hér að ofan, að
halda út í heim að leit að sjálfum sér er mjög algengt minni í sjálfs-
ævisögum íslenskra rithöfunda eins og sjá má hjá Jóni Óskari, Hall-
dóri Laxness, Thor Vilhjálmssyni, Sigurði Pálssyni, Pétri Gunnars -
syni, Ingibjörgu Haraldsdóttur og fleirum. Í útlöndunum býr
Menningin með stórum staf, þar er frelsi frá sveitamennskunni í
öllum sínum birtingarmyndum, þröngsýninni og einsleitninni. Í
mörgum þeirra, ekki síst í Minningabók Sigurðar, er þó gert mátu-
legt grín að íslenska sveitamanninum sem er fullkomlega á skjön
við borgaralegt hámenningarsamfélag Evrópu, en niðurstaðan er þó
316 gunnþórunn guðmundsdóttir skírnir