Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 131
367að verða álfur — að verða norn
siðaskipti, mælt svo fyrir að „enginn skyldi gerast svo djarfur að
raska friði þeirra, er í klöppinni kynnu að búa og í næstu klöpp þar
hjá“ (Árni Óla 1968: 240). Álagabletturinn sem í yngri sögnum er
kenndur við álfa er því einnig að segja má gröf óþekktra erlendra
manna.1 Svo virðist sem fyrirmæli biskups standi enn í dag þar sem
ekki er byggt á álagablettinum, og þar er í raun ekkert að finna nema
gróið hraun og nokkra steina — einn þeirra klofinn í tvennt.
Við speglum hið dularfulla, óhugnanlega, óljósa og það sem við
óttumst í yfirnáttúrulegum verum. Dularfullar eða annarlegar mann-
eskjur virðast einnig geta orðið að yfirnáttúrulegum verum við
ákveðnar aðstæður, að vampýrum, draugum og álfum svo nokkuð
sé nefnt. Þær geta líka tengst sögulegum atburðum sem hafa í megin-
atriðum fallið í gleymskunnar dá, eða lýst ákveðnum hliðum á okkur
mannfólkinu sem eru bældar niður, álitnar óeðlilegar eða annarlegar,
og þannig taka þessar verur gjarnan að sér að vera einmitt það sem
við vörpum frá okkur — það sem við viljum ekki kannast við, höfum
ekki forsendur til að þekkja, hugnast ekki að þekkja eða megum ekki
þekkja. Þær eru staðsettar á mörkum hins mannlega og afmarka
þannig ramma þess sem álitið er tilheyra manninum.
J. R. R. Tolkien og álfar 19. aldar
Flestar nútímaálfasögur segja frá álfum sem náttúruvættum sem
leggjast einna helst gegn útþenslu byggðar og fjölgun akvega á
kostnað náttúru. Álfatrú samtímans endurspeglar að miklu leyti
vangaveltur um borgarskipulag og borgarlandslag og hvar mörkin
liggja á milli byggðar og náttúru, manngerðs umhverfis og náttúru
(Valdimar Tr. Hafstein 2003: 197–213). En sögurnar virðast hafa
verið talsvert fjölbreyttari á 19. öld þegar Jón Árnason skráði þjóð -
sögurnar. Í þeim segir frá ástum álfa og manna og því að mennskir
menn séu sóttir til að hjálpa álfkonum í barnsnauð. Þar má einnig
finna sögur af álfum sem eru illir, og þá einna helst af svokölluðum
skírnir
1 Hafnfirðingurinn Jónatan Garðarsson otaði þá einnig að mér þeirri kenningu að
álagablettur, eins og sá sem er á Jófríðarstöðum, sé staður þar sem dýr með miltis-
brand hafi verið grafið fyrr á tímum. Það væri þá þriðja sjónarhornið á álaga-
blettinn á Jófríðarstöðum.