Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 75
311vitnisburður um veruleikann
og lykill að hinum lifandi höfundi. Til dæmis með því að nota ekki
fyrstu persónu frásögn, að nota ekki rétt nöfn, að flækja tímaröð, og
allt sé þetta gert til að takmarka að einhverju leyti þá tilfinningu hjá
lesandanum að hér sé veruleikinn kominn hreinn og ómengaður.
Ógn afhjúpunarinnar eða hættan við að segja frá
Eins og fyrr segir er vitnisburðurinn, og þá ekki síst vitnisburður um
trámatíska atburði, áberandi í menningu okkar. En hvernig skrifar
maður um áföll og skelfilega atburði? Tvískipta konan í Dísusögu,
Gríms og Dísa, tekst á við þetta vandasama verkefni með klofningi,
innri átökum. Dísu, sem fram af þessu á höfundarferli Gríms hefur
ekki fengið að halda á penna, er hleypt fram á ritvöllinn til þess að
segja ‚sína‘ sögu, til að segja frá nauðguninni sem varð til þess að
tíu ára gömul klofnaði hún í tvennt:
Það var þá, þegar sársaukinn og dauðinn læstu klónum í mig og Guð hvarf
úr lífi mínu í eitt skipti fyrir öll, sem hún svarta, freka og grimma Gríms varð
til. Hún stóð þarna allt í einu fyrir framan mig í svörtum fötum, með gló-
andi augun og hörkulegu andlitsdrættina, og hún var með sverð í hendinni
og klút um hárið einsog samúræi og hún sveiflaði sverðinu í kringum sig og
sagðist skyldu bjarga mér úr helvítis andskotans málunum og hún skyldi
sigra og ég skyldi halda kjafti og bíta á jaxlinn. (Vigdís Grímsdóttir 2013:
128)
Dísusaga er því saga af því að hætta að „halda kjafti og bíta á jaxl-
inn“, að rjúfa þögnina áratugagömlu, að segja sögu og skrifa til að
bjarga lífi sínu. Saga Dísu staðfestir að hún sé til í heiminum, að hún
hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, að það hafi mótað allt hennar
líf upp frá því. Afneitun, þögn, skömm, skal aflétt. Trámasérfræð -
ingar eru sammála um að tráma úr fortíð liggi handan hefðbund-
innar frásagnar, atburðirnir séu einatt algjörlega á skjön við þann
veruleika sem við þekkjum. Hins vegar er einnig lögð áhersla á að
ábyrgð þess sem hlustar sé mikil. Óttinn við viðbrögð annarra er
nefnilega eilífur vandi þess sem fyrir atburðinum verður og þetta er
einn lykillinn að Dísusögu — ein ástæðan fyrir því að Gríms tók
yfir, ‚bjargaði‘ Dísu en lokaði hana um leið inni, læsti undir hrjúfu
skírnir