Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 198
elstu sem vitað sé um hér á Norðurlöndum? Magnús segist vilja láta
erlendum, einkum dönskum fornfræðingum, eftir að skera úr um
gagnsemi þess. Væntanlega þyki akkur í því að á Íslandi finnist inn-
fæddir fornfræðingar sem skilji málið til hlítar; en hvort sú verði
raunin eftir nokkur hundruð ár eigi reynslan eftir að skera úr um.
Því láti hann öllum erlendum, ærlegum, lærðum og reyndum
mönnum í hópi þeirra sem gerst þekkja til tungumála það eftir að
vitna hér um og dæma. Enn fremur þyrði hann að láta óvilhöllum
réttsýnum mönnum, sem ekki byggju yfir slíkri þekkingu en hefðu
óspilltan smekk, það eftir að skera úr um þetta mál þar sem allir
myndu fallast á að íslenskan sé vegna hreinleika síns algjört fágæti
fyrir þessi ríki og að fæst önnur lönd hefðu neitt viðlíka að státa af.
Hið nýja mál myndi tæpast ná til alls almennings nema e.t.v. í ná-
munda við verslunarstaðina. Jafnvel þótt almenningur hlýddi á
prestinn oft á ári og talaði við hann, ætti það ekki við um alla, og auk
þess fælu slík samskipti ekki í sér algjöra eða stöðuga notkun eða
kennslu í málinu. Margt af því sem sagt yrði skildist ekki eða yrði
misskilið. Þá væri honum til efs að hægt yrði að ætlast til þess af
öllum prestum að þeir gætu talað góða dönsku þar sem þeir hrærðust
allt sitt líf á meðal fólks sem talaði íslensku. Einhverjir kynnu að geta
viðhaldið kunnáttu sinni í störfum sínum eða jafnvel styrkt hana
með lestri bóka, en hvort það yrði nóg fyrir alla til að hafa þau tök
á dönsku sem nauðsynleg sé til að geta talað og predikað á málinu
sómasamlega, léti hann ósagt. Og þó danskar bækur yrðu notaðar
heima fyrir, myndi talað mál hafa yfirhöndina. Menn gætu því velt
fyrir sér hvers konar hrognamál yrði til úr þessum blendingi eftir
einn eða tvo mannsaldra. Að hans mati yrði útkoman í besta falli
eins og bjöguð íslenska kaupmannanna, með íslenskum og sænskum
endingum, og öðrum framburði sem ekki væri danskur. Hið sama
mundi eiga við um ritmálið, rétt eins og dönsku ólærðra sveina og
óburðuga íslensku Dana sem búsettir eru hér. Þetta sé allt og sumt
sem vænta mætti að breytingin hefði í för með sér, auk þess að valda
fjölda fólks miklum erfiðleikum, svipta það nytseminni af guðsorði,
svo ekki sé minnst á þann skaða sem hinn lærði heimur yrði fyrir
með því að glata smám saman þessari lifandi tungu og horfa á bak
þeim sem gerst þekkja hana (Magnús Ketilsson 1776: 81–87).
434 auður hauksdóttir skírnir