Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 74
bernskusögu sína: „Þá kæmi í ljós hve ótrúlega einstök reynsla hvers
barns er. Hvert barn er á sinni plánetu þótt það sé í sömu fjöl-
skyldu“ (Þórunn Jarla Valdimarsdóttir 2015: 48). Minnið getur
þannig mótað með manni fortíð sem á kannski ekki mikið skylt við
sannreynanlega atburði. Sjálfsævisagnahöfundar hafa oft og tíðum
úr takmörkuðum heimildum að moða, mögulega bréfum og ljós-
myndum, og slíkar heimildir geta auðveldlega verið á skjön við
minni manns af atburðum. Eins og Þórunn bendir á þegar hún les
gömul bréf og segir: „Í bréfunum hitti ég sjálfa mig fyrir og verð
alveg steinhissa, því ég þekki þessa stelpu. Var búin að steingleyma
henni“ (132).
Vangaveltur um formið og skrifin má sjá víða. Í Dísusögu:
Konan með gulu töskuna (2013) eftir Vigdísi Grímsdóttur á sögu-
maður (Dísa) í samtali við einhvers konar alter ego (Gríms) sem er
mjög gagnrýnið á formið. Gríms óttast frásögn Dísu, hún hefur
miklar efasemdir um stílinn, aðferðina, en ekki síður efniviðinn. Í
upphafsköflunum, þar sem Gríms er sérlega fyrirferðarmikil, þar
sem hún vill ekki sleppa takinu á pennanum, spyr hún hvort Dísa
ætli virkilega að fara þessa leið „þar sem ég og ævistarf mitt er tekið
á beinið?“ (Vigdís Grímsdóttir 2013: 53). Hún er ekki spennt fyrir
blöndu skáldskapar og sjálfsævisögu, hvað þá fyrir hefðbundnara
endurminningaformi: „Á nú að fara að skrifa um foreldra og syst -
kini og alls konar leiki og störf og hinar og þessar upplifanir, ha, á
nú að byrja á blíðurullunni og sólin skein í heiði-minningunum og
blaðra um voðalegu sorgina sem seinna kom og um lífið sem þrátt
fyrir allt er svo óvænt og skondið og undursamlegt á köflum?“ (104).
Efasemdir um sjálfsævisöguleg skrif eru ekki nýjar af nálinni og eiga
sér ótal birtingarmyndir, að einu leyti þessar sem orðaðar eru hér
fyrir ofan — þetta er staðnað form sem færir okkur ekkert nema
væmna og fyrirsjáanlega mynd af týndri fortíð — en einnig al-
mennari efasemdir, jafnvel angist eða kvíða, gagnvart því að skrifa um
sjálfan sig. Claire Boyle (2007: 4) hefur rætt þennan kvíða í tengslum
við franskar sjálfsævisögur og lýsir því sem svo að höfundurinn ótt-
ist að tapa sjálfinu, að lesandinn gleypi höfundinn, óttinn við viðtök-
urnar og viðbrögðin geri það að verkum að höfund urinn beiti
ákveðnum aðferðum til að koma í veg fyrir að textinn sé lesinn eins
310 gunnþórunn guðmundsdóttir skírnir