Skírnir - 01.09.2016, Blaðsíða 207
443björguðu danir íslenskunni?
Það standi til að gefa út Njálssögu, Werlauff vinni að orðalista fyrir
Egilssögu. Bók N.F.S. Grundtvigs, Nordens Mytologi eller Udsigt
over Eddalæren, sé nýkomin út. Nú velti á að kynda enn frekar
undir áhuganum: „Bara að Øehlenschläger og hans líkir megni að
breiða boðskapinn út meðal lesandi fólks; því ella mun brátt draga
úr ákafa lærðra manna, og það kunni að verða erfitt að ná honum
upp á nýtt,“ skrifar Rask í einu bréfa sinna (Rask 1941: 4–5).
Bréfaskipti Rasks endurspegla þó öðru fremur áhuga hans á ís-
lensku og íslenskum fornbókmenntum og hvaða verkefni freista
hans á þeim vettvangi. Þar fer kappsamur ungur maður sem vill láta
að sér kveða. Þegar honum mislíkaði við Árnanefnd eitt sinn sagðist
hann ætla að hefna sín á henni með því að einhenda sér í vinnu við
fornbókmenntirnar; og hans fyrsta verk yrði að skrifa íslenska
málfræði sem svo sárlega vantaði og fjöldi velunnara hefði hvatt sig
til að skrifa (Rask 1941: 10–11). Tveimur árum síðar, árið 1811, kom
út málfræði Rasks, Vejledning til det Islandske eller gamle Nordiske
Sprog. Í inngangi gerir höfundur ítarlega grein fyrir verkinu og
hvers vegna málmyndalýsing íslensku sé mikilvæg fyrir Dani. Inn-
gangurinn er nokkuð langur og því er í lýsingu hans einungis hægt
að stikla á stóru.
Í upphafi segir Rask að hann þurfi vart að biðjast afsökunar á
tilraun sinni til að setja fram lýsingu á uppbyggingu og gerð tungu
feðranna, fornnorrænu, eða með öðrum orðum að skrifa íslenska
málfræði á tímum þar sem föðurlandsást og sjálfsstyrkur Dana efl-
ist jafnt og þétt og margir ágætir lærðir menn leitist við að skýra
afrek, hugsunarhátt og líf forfeðranna í því ljósi sem vert er. Fremstu
skáld Dana lofi verk feðranna í ódauðlegum verkum, dönsk tunga
njóti nú talsverðrar athygli og sé ræktuð af mikilli alúð — meira að
segja láti ríkisstjórnin sig fornmuni föðurlandsins svo miklu varða
sem raun ber vitni, jafnt varðveislu þeirra sem þýðingu. Þekking á
tungunni auki virðingu fyrir forfeðrunum þar sem andi þeirra birt-
ist þar, rétt eins og í spegli. Ekki megi þó blanda saman fornnorænu
og dönsku því eftir að fornnorræna hafi tekið að brenglast vegna
áhrifa frá þýsku hafi málið laskast, og að mörgum öldum liðnum
hafi danskan orðið til sem eins konar blendingur af norrænu og
þýsku. Sumir hafi álitið þetta blendingsmál ófullkomið þar sem
skírnir