Saga - 2008, Blaðsíða 200
Í sýningarritinu sjálfu er skemmtileg sviðsetning eftir Orra Vé-
steinsson. Hann lætur ungan mann sem hyggur á búskap ganga í
skálann í Vík til að biðja sér konu sem er stór og sterkleg og forkur
til vinnu. Steinunn metur þessa frásögn að verðleikum, segir að
hún sé „vel skrifuð, skemmtileg og með skýran söguþráð“ (bls.
166). En hún efast um að slík skálduð frásögn eigi heima í ritinu.
Þar er ég ósammála. Það blandast engum hugur um að persón-
urnar eru tilbúnar og enginn veit fyrir víst hvort það sem sagan
segir frá gerðist einhvern tíma í Vík á 10. öld, eftir um 930. En þetta
er sönn saga að því leyti að hún er sígild. Svona hefur verið stofnað
til hjónabands um aldir, alveg eins á elstu tíð og síðar. Og umfram
allt gerir Orri sér far um að lýsa allri umgjörð eins nákvæmlega og
kostur er. Hann lýsir því sem ber fyrir augu gestsins, eftir því sem
helst verður vitað um það hvernig umhorfs var í skálanum. Frá-
sögn Orra er í anda félagssögu, sem vaknaði á áttunda áratugnum
þegar sagnfræðingar fóru að hugsa meira um hópa, t.d. þræla, hjú
eða goða, og um það hvað einkenndi þetta fólk sem hópa. Einstakir,
nafngreindir gerendur þóttu ekki eins mikilvægir, og trú á leiðtoga
og mátt þeirra fór dvínandi. Þess vegna þótti miklu nær að hug-
leiða líf og kjör fólks í Reykjavík almennt en að spyrja sérstaklega
um Ingólf eða einstaka afkomendur hans. Sagnfræðingar leituðu
líka út fyrir fræðigrein sína og færðu sér í nyt almenn náttúru-
fræðileg rök; þeir veltu fyrir sér hvaða kjör umhverfið bjó hinum
fyrstu íbúum. Sjávarnytjar og fugl þóttu geta skýrt að hinir fyrstu
landnemar völdu Reykjavík og hvort tveggja, hugmyndir úr félags-
sögu og niðurstöður úr náttúrufræði, setur mark sitt á sýninguna.
Mönnum skildist líka að Landnáma gæti veitt vitneskju um
gamla siði og venjur, atvinnuhætti og þjóðhætti, hætti sem breytt-
ust lítt eða ekki á löngum tíma. Nátengdar þessu voru ábendingar
um svonefndar formgerðir eða strúktúra; sagnfræðingar lærðu að
skoða formgerðir sem ekki töldust hafa breyst mikið á alllöngum
tíma, bæði félagslegar og menningarlegar. Dæmi um þetta eru
gjafaskipti og sú kvöð að endurgjalda gjöf, þannig að það voru ekki
eingöngu stofnanir samfélagins, eins og fjölskyldan eða dómstólar
og lagakerfi, sem heyrðu undir formgerðir heldur líka samskipta-
mynstur og viðhorf tengd þeim. Mannfræði veitti mikla stoð, því
að hún sýndi ekki aðeins að félagslegar formgerðir hefðu verið líkar
í fjarlægum en sambærilegum samfélögum heldur kenndi einnig
eitt og annað um hugmyndir og viðmið sem fylgdu þessum form-
gerðum. Þessi skilningur hafði í för með sér að sýnt þótti að ýmis-
helgi þorláksson200
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 5/15/08 11:18 AM Page 200