Saga - 2008, Blaðsíða 249
NORDATLANTEN OG TROPERNE. FORVALTNINGSHISTORISKE
KILDER FRA FÆRØERNE, GRØNLAND, ISLAND OG TROPE-
KOLONIERNE. Ritstjórar Erik Nørr og Jesper Thomassen. Selskabet
for Udgivelse af Kilder til Dansk Historie. Kilder til dansk forvalt-
ningshistorie V. Kaupmannahöfn 2007. 416 bls. Skrár yfir mál, vog og
mynt, ítarskrá um heimildir, atriðisorðaskrá, skrá yfir tegundir skjala-
heimilda í I.–V. bindi bókaflokksins.
Í Danmörku er starfandi félag sem hefur heimildaútgáfur að aðalmarkmiði,
Selskabet for Udgivelse af Kilder til Dansk Historie (www.kildeskrift
selskabet.dk). Það hefur gefið út margvísleg merk heimildarit um langan
aldur, en 1998 hóf það útgáfu á ritröð um danska stjórnsýslusögu í sam-
vinnu við fjölda skjalasafna, stofnana og félagasamtaka. Þetta verkefni
kemur til í framhaldi af stóru rannsóknarverkefni um danska stjórnsýslu-
sögu sem danska rannsóknaráðið styrkti á tíunda áratug síðustu aldar (sjá
ítardóm Ragnheiðar Mósesdóttur í Sögu XLIII:1 (2005)). Á fyrri öldum var
danska ríkið heldur stærra en nú er og þegar það var sem stærst heyrðu
Noregur, Hertogadæmin, Færeyjar, Ísland, Grænland og nýlendur í
Karíbahafi, Afríku og Indlandi undir sama konung. Þessi staðreynd endur-
speglast vel í þessari ritröð og er hún því verulega áhugaverð fyrir sagn-
fræðinga, réttarsögufræðinga og aðra sem nýta stjórnsýsluheimildir fyrri
alda. Sérstök umfjöllun um Ísland kemur fyrir í þessu fimmta bindi rit-
raðarinnar og er landið þar í hópi annarra landa konungs í Norður-Atlants-
hafi og nýlendnanna í suðri. Ein undantekning er þó varðandi hið víð-
feðma ríki: ekkert er fjallað um Noreg í heildarverkinu. Má geta sér til um
að það sé vegna þess að útgáfustefnan breyttist eftir því sem verkinu vatt
fram; fyrst var aðeins gefið út eitt bindi um Danmörku (II. bindi) en þegar
frá leið var verkið víkkað út og stækkað til muna.
Til þessa hafa komið út fjögur bindi og eitt er væntanlegt á árinu 2008.
Þau eru Vor gunst tilforn (Danmörk 1500–1750) árið 2007, På embeds vegne
(Danmörk 1750–1920) árið 1998, Efter bemyndigelse (Danmörk 1920–1970)
væntanlegt 2008, Slesvig, Preussen, Danmark árið 2004 og það fimmta Nord-
atlanten og Troperne árið 2007. Sjötta bindið er einnig í vinnslu, en það er
greinasafn um stjórnsýslusögu Íslands, Færeyja og Grænlands. Ekki er
ætlunin að fjalla um allar bækur ritraðarinnar hér, en þó verður ekki hjá því
komist að fara nokkrum orðum um heildarhugmynd verksins og aðferða-
fræði, sem er nokkuð nýstárleg. Erik Nørr, skjalavörður á Landsarkivet for
Sjælland, hefur unnið að verkinu frá byrjun og átt mikinn þátt í að móta
efnistökin sem fylgt hefur verið.
Aðalverkefni ritstjóranna var að gefa út rit um margvíslega flokka
heimilda sem urðu til innan danskrar stjórnsýslu á tímabilinu 1500–1970.
Þar eru valdir skjalaflokkar útskýrðir og heimildirnar settar í stjórnsýslu-
legt samhengi. Fyrir sagnfræðinga eru efnistökin í þessum ritum mjög
áhugaverð og uppflettigildi bókanna mikið. Nokkurt nýmæli er fólgið í því
249
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 5/15/08 11:18 AM Page 249