Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 67
Jöklabreytingar 2000–2001
loftslagsbreytingar á þessum tíma. Hins vegar má bú-
ast við ýmsum viðbrögðum þegar Katla gýs næst og
verður þá ekki síður áhugavert að fylgjast með breyt-
ingunum. Nú kemur Jökulsá út fast við Litla-Fjall og
þar hefur jaðarinn hopað tvöfalt til þrefalt meir en nær
Jökulhaus.
Kötlujökull – Fremsti sporðurinn er mjög aurborinn
og flatur en þar á bakvið rís brattur ísveggur. Vandséð
er í hvað skal mæla en ákveðið að miða við þennan
bratta ísvegg því að líklegt er að skítugi ísinn slitni frá
þegar fram í sækir.
Öldufellsjökull – Mælingin hér er ekki nákvæm því
að næst jöklinum var ófært kviksyndi. Annars segir
Gissur á Herjólfsstöðum svo í bréfi: „Frá því ég fyrst
man eftir hefur jökullinn allur eins og hann sést hér
úr Álftaveri minnkað með ólíkindum. Mest af landi
hefur komið undan honum sunnan fyrir Sandfell og
norður fyrir Öldufell. Hins vegar breytist jökulbrúnin
á Kötlujöklinum sem nær niður á Mýrdalssand mjög
lítið þó skriðjökullinn þar sem hann kemur niður á
milli Suður- og Norðurhnúkanna hafi lækkað mjög
mikið. Áður hlóðst hann þar upp með opnum sprung-
um. Nú er hann sléttur með nokkuð jöfnum halla nið-
ur á sand.“
VATNAJÖKULL
Skeiðarárjökull – Ragnar F. Kristjánsson þjóð-
garðsvörður í Skaftafelli segir sandölduna sem merki
nr. 114 (Skeiðarárjökull, austur III) stendur á líklega
hæsta punkt við austurjaðar Skeiðarárjökuls. Fremsti
hluti jökulsins við ölduna er lítið hærri en aldan. Fyr-
ir austan og vestan hana er jökullinn töluvert lægri en
þar sem hann er mældur.
Við austurjaðarMorsárjökuls er nokkuð stórt lón.
Á því eru stórir ísjakar. Jökullinn hefur hopað mest
við vesturjaðarinn. Fremsti hluti jökulsins er þakinn
möl og stórgrýti. Lítið lón er við jaðarinn í mælilínu.
Svínafellsjökull – Jökulsporðurinn liggur fram að
brattri öldu svo að hann styttist ekki mikið en þynn-
ist mjög.
Falljökull – Þótt tölur sýni ekki hop þá virðist hann
lækka og ekki vottar fyrir gangi í honum.
Helgi á Kvískerjum telur að mælistaðurinn við Fjalls-
jökul upp af Fitjum dugi ekki lengur þar sem sporð-
urinn er kominn á flot og enginn álitlegur staður þar í
nánd. Hann flutti því mælilínuna talsvert austur.
Heinabergsjökull – Með mælingaskýrslum fylgdi
ýtarleg greinargerð frá nemendum Framhaldsskóla
Austur-Skaftafellssýslu þar sem greint er frá undir-
búningi, mælingu, útreikningi og niðurstöðum.
Fláajökull – Að þessu sinni var kominn heldur ís á
lónið sem var til trafala í fyrra og mæling því örugg
nú.
SUMMARY
Glacier variations 1930–1960, 1960–1990 and
1999–2001
In the year 2001, glacier variations were recorded at
50 locations. One terminus advanced, 5 were stati-
onary and 43 retreated. The early-summer temperat-
ure was cool, particularly in the north but rose in the
latter part of summer and the fall was warm. Win-
ter precipitation was considerable close to the nort-
hern and eastern coast but below average elsewh-
ere. Drangajökull, in the northwest peninsula, cirque
glaciers in the north and Þrándarjökull in the east
enjoyed positive mass balance whereas most other
glaciers lost mass. Mass balance of Blágnípujök-
ull seems to be incorrectly calculated (too negative)
because the size of the accumulation area is und-
erestimated. At present this flaw cannot be corrected
but information on the ice divides is under examinati-
on and more reliable numbers will be produced next
year. The year to year variability in Table 1 would,
however, give significant information on the variati-
ons in the mass.
HEIMILDIR
Oddur Sigurðsson 1989. Afkoma Hofsjökuls 1987–1988.
Orkustofnun, OS-91005/VOD-02B.
Oddur Sigurðsson 1991. Afkoma Hofsjökuls 1988–1989.
Orkustofnun, OS-91052/VOD-08B.
Oddur Sigurðsson 1993. Afkoma nokkurra jökla á Íslandi
1989–1992. Orkustofnun, OS-93032/VOD-02.
Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson 1998. Af-
koma nokkurra jökla á Íslandi 1992–1997. Unnið fyr-
ir auðlindadeild Orkustofnunar, Reykjavík.Orkustofn-
un, OS-98082.
JÖKULL No. 52, 2003 65