Jökull


Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 75

Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 75
Society report Jarðfræðafélag Íslands Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2001–2002 STJÓRNARSTARF Stjórn Jarðfræðafélagsins hélt 9 stjórnarfundi á starfs- árinu og gaf út 2 fréttabréf. Mestur hluti tilkynninga og auglýsinga um mál félagsins eru nú sendar út á tölvunetinu. Tvær og hálf ráðstefna voru haldnar, stutt jólaráðstefna, Norrænt vetrarmót í janúar og vorráð- stefna, en í tengslum við þær síðastnefndu voru gefin út hefti með ágripum erinda og veggspjalda. Aðal- fundur félagsins var haldinn 30. maí. FRÆÐSLUFUNDIR Þann 29. ágúst hélt W. K. Hartmann erindi sem hann nefndi „News from Mars“og fjallaði um jarðfræði Mars. 14. nóvember hélt Reidar Trönnes erindið „Oslo rift“, um jarðfræði á Oslóarsvæðinu og gamalt gosbelti þar. 18. desember var haldinn árlegur jólafundur og var hann í formi stuttrar ráðstefnu þar sem flutt voru nokkur stutt erindi um brotahreyfingar og vatnsborðs- lækkun í Kleifarvatni eftir jarðskjálftana árið 2000. Nýbreytni var að þessi fundur var haldinn hjá Ísal í álverinu í Straumsvík og var álverið skoðað í lok fundarins, en síðan var boðið upp á veitingar í lok- in. Var fundurinn mjög vel sóttur og skemmtileg- ur. Erindi héldu: Kristín Vogfjörð – Jarðskjálftarnir 2000 og skjálftinn sem fannst. Kristján Sæmunds- son – Jarðfræði Kleifarvatns. Jóna F. Jónsdóttir og Kristjana G. Eyþórsdóttir – Vatnsborðsbreytingar í Kleifarvatni. Amy Clifton - Sprungur í nágrenni Kleif- arvatns. Caroline Pagli – SAR myndir og aflögun lands við Kleifarvatn. Halldór Geirsson – GPS mæl- ingar við Kleifarvatn. 20. mars hélt Jón Eiríksson erindið „Setlagarannsókn- ir á norðlenska landgrunninu“, um þær rannsóknir sem enn eru í gangi á því svæði. 3. apríl hélt Olgeir Sigmarsson erindið „Hversu lengi dvelur hraunkvika undir íslenskum eldfjöll- um?“Erindið fjallaði um þróun og æviskeið kviku undir eldfjöllum landsins. Fræðslufundir voru haldnir í Lögbergi og jóla- fundurinn 18. desember var haldinn í hjá Ísal í álver- inu í Straumsvík. Haustferð hefur tekið sæti erindis í október og haustráðstefna er nú venjulega í nóvember, en henni var sleppt þetta árið vegna Norræns vetrar- móts í janúar. AÐALFUNDUR Aðalfundur JFÍ var haldinn á Náttúrufræðistofnun Ís- lands 30. maí. Þar var flutt skýrsla stjórnar fyrir starfs- árið 2001–2002. Haraldur Auðunsson var fundarstjóri og Lovísa Ásbjörnsdóttir fundarritari. Í lok fundarins var Náttúrufræðistofnun Íslands skoðuð og boðið upp á kaffi og kökur. Á aðalfundi var kosin ný stjórn og nýr formaður, en fráfarandi formaður óskaði þeim vel- gengni í störfum sínum. STJÓRN FÉLAGSINS 2000–2001 Stjórnin var skipuð eftirfarandi: Helgi Torfason for- maður, Haraldur Auðunsson varaformaður, Kristján Ágústsson gjaldkeri og Sigurður Sveinn Jónsson rit- ari, en Jórunn Harðardóttir, Grétar Ívarsson og Þor- steinn Þorsteinsson meðstjórnendur. Í maí 2002 gekk Helgi Torfason, formaður félagsins, úr stjórn sam- kvæmt lögum félagsins eftir 4 ára starf. Nýr formaður var kosinn á aðalfundi og var það Ármann Höskulds- son. Kristján Ágústsson gaf ekki kost á sér til stjórnar- setu annað kjörtímabil og var Hjörleifur Sveinbjörns- son á Veðurstofu Íslands kosinn í hans stað. Fráfar- andi stjórnarmönnumvoru þökkuð góð störf í þágu fé- lagsins. Skoðunarmenn reikninga eru Skúli Víkings- son og Ásgrímur Guðmundsson. Vefsíða félagsins er í umsjá Vigfúsar Eyjólfssonar. JÖKULL No. 52, 2003 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.