Jökull


Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 83

Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 83
Society report Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 2002 Magnús Tumi Guðmundsson Raunvísindastofnun Háskólans, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is INNGANGUR Fertugasta og níunda vorferð Jöklarannsóknafélagins var farin dagana 31. maí til 8. júní. Að venju var farið í Grímsvötn um Jökulheima og Tungnaárjök- ul. Farartæki voru snjóbíll Landsvirkjunar, Dodge bíll JÖRFÍ, jeppar og vélsleðar. Þátttakendur allan tím- ann voru 19. Að auki voru tveir með fyrri hluta ferð- ar og fjórir slógust í hópinn síðustu dagana. Farar- stjóri var Magnús Tumi Guðmundsson en stjórn mat- arbirgða var í höndum Sjafnar Sigsteinsdóttur. Við fórum frá Select stöðinni á Höfða föstudags- kvöldið 31. maí og var ferðin tíðindalaus inn í Jök- ulheima. Á laugardagsmorgun var eldsneyti, tækjum og farangri staflað á kerrur og bíla. Eftir dálítið bras í röndinni gekk allt að óskum og lagði leiðangurinn af stað frá jökulrönd kl. tvö eftir hádegi. Allur hóp- urinn var síðan kominn á Grímsfjall upp úr kl. átta um kvöldið. Sleðahýsi Landsvirkjunar var með í för sem og ískjarnabor; var þessum búnaði komið fyrir í Grímsvötnum. Eftir ferðina vann síðan hópur vísinda- manna af ýmsu þjóðerni við boranir í tvær vikur undir forystu Þorsteins Þorsteinssonar jöklafræðings. Lagði félagið þessu verkefni lið með því að flytja mestallan búnaðinn. Í því skyni var m.a. farin sérstök ferð niður til Jökulheima þriðjudaginn 4. júní. Á fjallinu vöktu athygli okkar sigdældir og íshellar sem komnir eru á planinu norður af skálunum. Þar var nokkurt svæði sundursoðið af hita fram á brún. Mikil gufa steig upp úr hömrunum í norðanverðu Grímsfjalli en gosstöðv- arnar frá 1998 líta út fyrir að vera kaldari en var í fyrra. Á Eystri Svíahnúk var ísing meðmesta móti og mundi enginn eftir þvílíku í vorferð. Sunnan á öllum húsum var 2–3 m þykk brynja sem náði upp fyrir húsþök. RANNSÓKNIR Eins og oft vill verða liðu dagarnir á jöklinum hratt enda var veður yfirleitt hagstætt. Unnið var að mörg- um verkefnum eins og jafnan í vorferðum. 1.Afkomumæling var gerð í Grímsvötnum, á Bárðar- bungu og Háubungu. Í Grímsvötnum var árlagið 4,3 m á þykkt og vatnsgildi 2300 mm. Er það nærri með- allagi. 2.Vatnshæð Grímsvatna var mæld og reyndist 1345 m y.s. Stóðu vötnin því óvenjulágt enda varð smáhlaup úr í apríl, það fyrsta frá því á árinu 2000. 3.Grímsvatnasvæðið var kortlagt með DGPS eins og undanfarin ár til að fylgjast með breytingum á jarð- hita. 4.Gjálparsvæðið var kortlagt með DGPS til að fylgj- ast með hvernig dældin grynnist og breytist með tíma. Hefur þetta verið gert árlega frá 1997. 5.Mælingar voru gerðar á ísskriði í Grímsvötnum, Gjálp og Skaftárkötlummeð uppsetningu og mælingu á um 70 stikum. 6.Athuganir fóru fram á gosstöðvum í Grímsvötn- um. Gígsvæðið var mælt upp og hitamælingar gerðar í gjósku þar sem hita varð vart. Hitamælt var í vatni vestast á gosstöðvunum. Nú sjást fyrstu merki þess að gjóskan sé farin að límast saman og verða að móbergi, þremur og hálfu ári eftir gosið. 7.Vitjað um veðurstöðvar LV og RH á Tungnaárjökli og Brúarjökli. 8.Gerðar voru segulmælingar í Gjálp. Tilgangur þeirra er að kanna hvort breyting hafi orðið á segul- mögnun bergs í fjallinu sem myndaðist í gosinu 1996 en slík breyting gæti gefið vísbendingu um hvort um- talsvert magn bólstrabergs sé að finna í fjallinu. Áður var mælt þarna úr þyrlu í maí 1997. 9.Farin var tveggja daga ferð austur á Fláajökul og Goðahnúka og unnið að íssjármælingum á því svæði. Eru þessar mælingar liður í að ljúka kortlagningu botns Vatnajökuls. 10.Kannaðar voru aðstæður í Kverkfjöllum. Meðal annars var vatnshæð Gengissigs mæld en úr því kom JÖKULL No. 52, 2003 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.