Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 83
Society report
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 2002
Magnús Tumi Guðmundsson
Raunvísindastofnun Háskólans, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is
INNGANGUR
Fertugasta og níunda vorferð Jöklarannsóknafélagins
var farin dagana 31. maí til 8. júní. Að venju var
farið í Grímsvötn um Jökulheima og Tungnaárjök-
ul. Farartæki voru snjóbíll Landsvirkjunar, Dodge bíll
JÖRFÍ, jeppar og vélsleðar. Þátttakendur allan tím-
ann voru 19. Að auki voru tveir með fyrri hluta ferð-
ar og fjórir slógust í hópinn síðustu dagana. Farar-
stjóri var Magnús Tumi Guðmundsson en stjórn mat-
arbirgða var í höndum Sjafnar Sigsteinsdóttur.
Við fórum frá Select stöðinni á Höfða föstudags-
kvöldið 31. maí og var ferðin tíðindalaus inn í Jök-
ulheima. Á laugardagsmorgun var eldsneyti, tækjum
og farangri staflað á kerrur og bíla. Eftir dálítið bras
í röndinni gekk allt að óskum og lagði leiðangurinn
af stað frá jökulrönd kl. tvö eftir hádegi. Allur hóp-
urinn var síðan kominn á Grímsfjall upp úr kl. átta
um kvöldið. Sleðahýsi Landsvirkjunar var með í för
sem og ískjarnabor; var þessum búnaði komið fyrir í
Grímsvötnum. Eftir ferðina vann síðan hópur vísinda-
manna af ýmsu þjóðerni við boranir í tvær vikur undir
forystu Þorsteins Þorsteinssonar jöklafræðings. Lagði
félagið þessu verkefni lið með því að flytja mestallan
búnaðinn. Í því skyni var m.a. farin sérstök ferð niður
til Jökulheima þriðjudaginn 4. júní. Á fjallinu vöktu
athygli okkar sigdældir og íshellar sem komnir eru á
planinu norður af skálunum. Þar var nokkurt svæði
sundursoðið af hita fram á brún. Mikil gufa steig upp
úr hömrunum í norðanverðu Grímsfjalli en gosstöðv-
arnar frá 1998 líta út fyrir að vera kaldari en var í fyrra.
Á Eystri Svíahnúk var ísing meðmesta móti og mundi
enginn eftir þvílíku í vorferð. Sunnan á öllum húsum
var 2–3 m þykk brynja sem náði upp fyrir húsþök.
RANNSÓKNIR
Eins og oft vill verða liðu dagarnir á jöklinum hratt
enda var veður yfirleitt hagstætt. Unnið var að mörg-
um verkefnum eins og jafnan í vorferðum.
1.Afkomumæling var gerð í Grímsvötnum, á Bárðar-
bungu og Háubungu. Í Grímsvötnum var árlagið 4,3
m á þykkt og vatnsgildi 2300 mm. Er það nærri með-
allagi.
2.Vatnshæð Grímsvatna var mæld og reyndist 1345 m
y.s. Stóðu vötnin því óvenjulágt enda varð smáhlaup
úr í apríl, það fyrsta frá því á árinu 2000.
3.Grímsvatnasvæðið var kortlagt með DGPS eins og
undanfarin ár til að fylgjast með breytingum á jarð-
hita.
4.Gjálparsvæðið var kortlagt með DGPS til að fylgj-
ast með hvernig dældin grynnist og breytist með tíma.
Hefur þetta verið gert árlega frá 1997.
5.Mælingar voru gerðar á ísskriði í Grímsvötnum,
Gjálp og Skaftárkötlummeð uppsetningu og mælingu
á um 70 stikum.
6.Athuganir fóru fram á gosstöðvum í Grímsvötn-
um. Gígsvæðið var mælt upp og hitamælingar gerðar
í gjósku þar sem hita varð vart. Hitamælt var í vatni
vestast á gosstöðvunum. Nú sjást fyrstu merki þess að
gjóskan sé farin að límast saman og verða að móbergi,
þremur og hálfu ári eftir gosið.
7.Vitjað um veðurstöðvar LV og RH á Tungnaárjökli
og Brúarjökli.
8.Gerðar voru segulmælingar í Gjálp. Tilgangur
þeirra er að kanna hvort breyting hafi orðið á segul-
mögnun bergs í fjallinu sem myndaðist í gosinu 1996
en slík breyting gæti gefið vísbendingu um hvort um-
talsvert magn bólstrabergs sé að finna í fjallinu. Áður
var mælt þarna úr þyrlu í maí 1997.
9.Farin var tveggja daga ferð austur á Fláajökul og
Goðahnúka og unnið að íssjármælingum á því svæði.
Eru þessar mælingar liður í að ljúka kortlagningu
botns Vatnajökuls.
10.Kannaðar voru aðstæður í Kverkfjöllum. Meðal
annars var vatnshæð Gengissigs mæld en úr því kom
JÖKULL No. 52, 2003 81