Jökull


Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 79

Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 79
Jöklarannsóknafélag Íslands Endurskoðendur félagsins voru Elías B. Elíasson og Árni Kjartansson. Alexander Ingimarsson sá um félagaskrána og var jafnframt umsjónarmaður húsnæðis í Mörkinni. Skráðir félagar um síðustu áramót voru alls 442. Þar af voru 14 heiðursfélagar, 368 almennir félagar, 7 fjölskyldufélagar, 5 námsmenn og 48 stofnanir. Jök- ull var auk þess sendur til 7 fjölmiðla. Erlendir áskrif- endur Jökuls voru samtals 64, 20 einstaklingar og 44 stofnanir. Alls eru þetta 513 aðilar. Í apríl var opnuð heimasíða fyrir félagið. Slóðin er www.jorfi.is, en Þórdís Högnadóttir hefur haft umsjón með síðunni, sem er bæði fróðleg og skemmtileg. FJÁRMÁL Fjárhagur félagsins er ágætur. Helstu tekjustofnar eru árgjöldin, tekjur af sölu Jökuls erlendis og tekjur af jöklahúsunum. Á árinu var ákveðið að selja eldri árganga Jökuls á viðráðanlegu verði og skilaði það nokkru í kassann. Útsölunni verður haldið áframmeð- an birgðir endast. Helstu útgjaldaliðir eru rekstur og viðhald á skálum ogDodge bifreið félagsins, sjá nánar kafla um skála- og bílamál og útgáfu Jökuls. Á árinu fékk félagið að venju styrki til útgáfu Jökuls. Fékkst 200 þúsund kr. styrkur frá Menntamálaráðuneytinu, sem er sama upphæð og undanfarin ár, en Umhverf- isráðuneytið sá sér ekki fært að veita hærri styrk en 75 þúsund kr. Heildaruppgjör rekstrarreiknings sýnir halla upp á 900 þús, en þetta má að hluta til rekja til þess að á árinu var greiddur prentkostnaður fyrir tvö hefti af Jökli, en aðeins eitt árgjald innheimt. RANNSÓKNIR Mýrdalsjökull Þann 12. maí var farin mælingaferð á Mýrdalsjökul til að mæla ákomu og vinna við íssjármælingar. Var þetta eins dags ferð sem tók 21 tíma og tókst mjög vel. Mælingarnar sýndu að vetrarafkoman á jöklinum er mjög mikil og er úrkoman líklega ekki minni þar en á Öræfajökli, þar sem áður hefur mælst mesta ákom- an. Til stendur að gera slíka ferð að árvissum atburði á vegum félagsins. Vorferð Vorferðin var farin dagana 1.–10. júní. Farið var um Tungnárjökul og gist í Jökulheimum á leiðinni. Þátt- takendur allan tímann voru 26, en 6 manns voru að auki yfir Hvítasunnuna. Vel gekk að ljúka verkefnum ferðarinnar, en þau voru: 1. Vetrarafkoma í Grímsvötnum var mæld á venju- bundnum borstað í miðjum vötnunum (64 Æ24.95’N, 17Æ20.20’V). Snjólagið mældist 3.8 m á þykkt og vatnsgildi þess 2.1 m. Afkoma var einnig mæld á Bárðarbungu, Háubungu og tveimur stöðum norðan Grímsvatna. Á öllum þessum stöðum var vetraraf- koman undir meðallagi. 2. Vatnshæð Grímsvatna mældist 1370 m y.s. Vatns- hæðin hefur verið lág (lengst af 1350–1390m) allt frá því eftir Gjálpargos. Leki og tíð smáhlaup hafa ein- kennt Grímsvötn þessi ár. 3. Yfirborð Grímsvatna var kortlagt með DGPS mæl- ingum. Er þannig fylgst með breytingum á ísbræðslu vegna jarðhita. Einnig var gígurinn frá 1998 kannað- ur, einkum þróun jarðhita í honum og í næsta nágrenni hans. Enn er mikill hiti í gígnum. 4. Unnið var að viðhaldi og endurbótum á gufuraf- stöðvum á Grímsfjalli. Einnig var komið fyrir lokuðu keri með loftlögnum fyrir rafstöð sem þjóna mun sem varaaflgjafi í framtíðinni ef gufurafstöðvarnar bila. Mun rekstraröryggimælitækjanna aukast mjög við til- komu þessarar rafstöðvar. 5. Settar voru upp og mældar inn tæplega 50 ísskriðs- stikur í Grímsvötnum og Gjálp. 6. Gjálparsvæðið var kortlagt með DGPS til að fylgj- ast með uppfyllingu sigdældarinnar frá í gosinu 1996. 7. Boraðar voru 3 holur með heitavatnsbor í Gjálp. Allar náðu niður á tindinn sem myndaðist í gosinu 1996. Er ein holan beint yfir háhrygg fjallsins (73 m djúp) en hinar tvær lentu ofarlega í austurhlíðum þess (um 150 m djúpar). Náðust sýni af gosefnum og hitastig var mælt í botni holnanna. Reyndist það við frostmark á öllum stöðunum. Sýni verða rannsökuð m.t.t. hugsanlegrar móbergsmyndunar. 8. Nákvæm GPS tæki voru notuð til að landmæla hnit fastpunkta á Grímsfjalli, Hamrinum og í Jökulheim- um til að fylgjast með útþenslu Grímsvatna í kjölfar gossins 1998. 9. Vitjað var um sjálfvirkar veðurstöðvar Landsvirkj- JÖKULL No. 52, 2003 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.