Jökull


Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 76

Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 76
Helgi Torfason HAUSTFERÐ Haustferð félagsins var farin laugardaginn 15. sept- ember. Farið var um virkjunarsvæðið við Vatnsfell og framkvæmdir skoðaðar. Tókst ferðin mjög vel, þátt- taka góð og veður hið blíðasta. Fararstjóri og leið- sögumaður var Birgir Jónsson. RÁÐSTEFNUR Tvær stærri ráðstefnur voru haldnar á starfsárinu og stutt ráðstefna um Kleifarvatn á jólafundinum. Nor- rænt vetrarmót var haldið í janúar og vorráðstefna í apríl. Haustráðstefnu var sleppt vegna Norræna vetr- armótsins. Norrænt Vetrarmót (Nordisk Vintermöde) var haldið dagana 6.–9. janúar. Var það 25. norræna vetr- armótið og það þriðja sem haldið er á Íslandi. Vetrar- mót þessi eru haldin annað hvert ár og skiptast Norð- urlöndin á að sjá um ráðstefnuna. Undirbúnings- nefnd tók til starfa seinni part árs 2000 og lauk starfi sínu með miklum sóma. Undirbúningsnefndin hélt 24 fundi og skipti með sér verkum. Sennilega hvíldi mest vinna á herðum formanns undirbúningsnefndar Frey- steins Sigmundssonar og Sigurðar Sveins Jónssonar, er tók að sér að ritstjórn ráðstefnuheftisins, sem var 242 bls. og mjög glæsilegt. Congress Reykjavík sá um framkvæmd ráðstefnunnar, var samstarf hið besta og öll þeirra vinna til fyrirmyndar. Einir þrettán aðilar styrktu ráðstefnuna og reynd- ist nokkur hagnaður af henni. Um 300 manns sóttu ráðstefnuna og voru flutt 132 erindi og sýnd 87 veggspjöld. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, setti ráðstefnuna, kór Langholtskirkju söng og forseti European Federation of Geologists (EFG), Dr. Gareth Jones, flutti ávarp. Að lokinni setningu hófst ráðstefn- an og síðan bauð Reykjavíkurborg ráðstefnugestum í létt hanastél í ráðhúsi Reykjavíkur. Orkuveita Reykja- víkur hafði móttöku í Gvendarbrunnum að loknum öðrum ráðstefnudegi og í lok þriðja dags var kvöld- verður, skemmtiatriði og stiginn dans í Perlunni. Síð- asta ráðstefnudegi lauk með skoðunarferð um Reykja- nes. Þótti ráðstefnan hafa tekist vel. Vorráðstefna félagsins var haldin 15. apríl og sóttu hana rúmlega 90 manns. Tókst hún vel þrátt fyrir að vetrarmótinu væri fyrir stuttu lokið og sýnir þá grósku sem er í jarðfræðirannsóknum í landinu. Ráðstefnurit var að venju gefið út í tengslum við vorráðstefnuna. JÖKULL Árið 2001–2002 kom út 50. árgangur Jökuls og er ritið alveg að komast á rétt ár. Ritstjórar Jökuls eru Bryndís Brandsdóttir fyrir Jöklarannsóknafélagið og Áslaug Geirsdóttir fyrir Jarðfræðafélagið. Í ritnefnd sitja Haukur Jóhannesson, Helgi Björnsson, Helgi Torfason, Karl Grönvold, Kristján Sæmundsson, Leó Kristjánsson og Tómas Jóhannesson. Útgefendur Jök- uls eru Jöklarannsóknafélag Íslands og Jarðfræðafélag Íslands, en ritið er í eigu Jöklarannsóknafélagsins. NEFNDIR OG RÁÐ Orðanefnd – Haukur Jóhannesson (formaður), Frey- steinn Sigurðsson, og Sigurður Sveinn Jónsson. Nefndinni er falið að sjá um að þýða orð og gera orðalista fyrir jarðfræðihugtök, en ekki skilgreina þau nema þess þurfi vegna séraðstæðna. Miðað er við að skilgreiningar hugtaka séu í erlendum orðabókum og ætti því að vera óþarfi að skilgreina þau hugtök sér- staklega fyrir Ísland. Stefnt var að því að klára handrit orðalista fyrir vor 2002. Undirbúningsnefnd fyrir vetrarmót norrænna jarðfræðinga 2002 – Freysteinn Sigmundsson (formaður), Áslaug Geirsdóttir, Bryndís Brandsdóttir, Helgi Torfason, Hreinn Haraldsson, Ingibjörg Kaldal, Kristján Ágústsson, Kristján Jónasson og Sigurður Sveinn Jónsson. Nefndin vann mjög gott starf og gekk ráðstefnan mjög vel. Voru nefndinni þökkuð vel unnin störf. Nefndin lauk störfum sínum með ráðstefnunni. IAVCEI verðlaunanefnd. Nefndin er skipuð S. Sparks (formaður) og er Ágúst Guðmundsson, Há- skólanum í Bergen, fulltrúi Íslands. Ágústi til halds og trausts voru þau Guðrún Larsen og Páll Einarsson, Háskóla Íslands. Fulltrúi félagsins í málum er varða Alþjóða jarð- fræðisambandið (IUGS) var skipaður Helgi Torfason fyrir JFÍ. Aðrir nefndarmenn eru Sveinn Jakobsson (formaður), Haukur Tómasson, Guðrún Sverrisdóttir og Sigurður Steinþórsson. 74 JÖKULL No. 52, 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.