Jökull


Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 73

Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 73
Society report Ræða á haustráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands Guðmundur E. Sigvaldason Norrænu Eldfjallastöðinni, Grensásvegi 50, 108 Reykjavík; gudes@norvol.hi.is Mig langar að segja dálitla sögu af ungri stúlku. Hún hét Ásdís Jóhannsdóttir og stundaði nám í efnafræði við há- skólann í Göttingen fyrir hálfri öld. Þetta var á þeim tíma þegar Trausti Einarsson hélt fram einni af sínum þverstæðu kenningum að jarðhitavatn væri upphaflega rigningarvatn og efnainnihaldið væri uppleyst úr bergi. Jarðfræðingar voru ekki hrifnir af þessari frekar en öðrum kenningum Trausta Einarssonar og töldu bæði vatn og uppleyst efni að stórum hluta vera af magmatiskum jafnvel juvenilum uppruna. Verkfræðingurinn Gunnar Böðvarsson hafði trú á Trausta og var auk þess nægjanlega forvitinn til að gera eitthvað í málinu. Ég gæti trúað að það hafi verið sumarið 1955 eða 1956 að Ásdís fór heim í sumarleyfi og leitaði eftir vinnu hjá Gunnari Böðvarssyni á Raforkumálaskrifstofunni. Gunnar fékk henni það verkefni að taka venjulegt blágrýti og sjóða það í potti og efnagreina vatnið að því loknu. Ás- dís fékk vinnuaðstöðu á efnarannsóknastofu Atvinnudeildar háskólans. Þar var til autoklafi, sem hafði, að ég held, verið notaður til matvælarannsókna. Ásdís gekk rösklega til verks og sauð blágrýtið við mismunandi hitastig og þrýsting í pott- inum og efnagreindi vatnið eftir hverja keyrslu. Ég minnist þess að skömmu eftir að hún sneri aftur til Göttingen sátum við eitt sinn saman á bjórstofu og Ásdís sagði mér frá sum- arvinnunni. Allmargar serviettur voru krotaðar út með ferl- um sem sýndu hvernig blágrýtið leystist upp í vatninu með auknum hita en ferlarnir höfðu einhverja einkennilega lögun sem ungir stúdentar höfðu engar forsendur til að skilja. Tíu árum síðar birtist grein í Geochimica Cosmochimica Acta eftir Nýsjálendingana Ellis og Mahon um uppruna efna í jarðhitavökva. Þetta var tímamótagrein, break through, í þessum fræðum og ferlarnir sem þeir félagar birtu voru nán- ast eftirlíking ferlanna sem Ásdís Jóhannsdóttir sýndi mér á serviettum yfir bjórglasi 10 árum fyrr. Árangurinn af sumar- vinnu hennar var aldrei birtur. Við erum stödd í Göttingen; þar skeði dálítið slys haust- ið 1953. Áður en ég fór til náms í jarðfræði leitaði ég ráða hjá Trausta Einarssyni sem réði mér eindregið frá að leggja stund á svo óarðbæra grein. Ef mér væri þetta kappsmál gæti ég íhugað að fara til þýsks prófessors, sem hann hafði hrifist af á alþjóðaþingi jarðfræðinga í London fyrir skömmu. Það vildi svo til að Tómas Tryggvason nefndi sama mann í mín eyru og það varð úr að ég kvaddi dyra hjá þessum manni. Hann tók mér vel og fékk aðstoðarmann til að leiðbeina mér um innritun og val á fyrirlestrum á fyrsta misseri. Ég held það hafi liðið tvær eða þrjár vikur uns ég uppgötvaði að ég var alls ekki innritaður í jarðfræði. Að vísu var jarðfræði tekin sem aukafag í mineralogiu og petrologiu en ég hefi æ síðan þakkað forsjóninni fyrir þennan misskilning. Og árin liðu í nánum tengslum við tækni og tæki, sem þá voru nýtískuleg og sjálfsögð til öflunar gagna í berg- fræði og jarðefnafræði. Það urðu því nokkuð mikil viðbrigði að koma heim og eina tækið til bergfræðirannsókna göm- ul smásjá sem Tómas Tryggvason hafði keypt til Atvinnu- deildar háskólans. Mörg ykkar, sem hafið tekið námskeið í notkun U-borðsins hjá Sigurði Steinþórssyni hafið kynnst gömlu smásjánni hans Tómasar. Á þessum tíma var til stofnun, sem hét Atvinnudeild háskólans. Henni var skipt í deildir sem voru kenndar við atvinnuvegina, Búnaðardeild, Byggingarefnadeild, Iðnaðar- deild en Fiskideild hafði áður klofnað frá og hét nú Haf- rannsóknarstofnun. Í upphafi voru allar þessar deildir til húsa í Atvinnudeild háskólans, elsta húsinu á Háskólalóð- inni. Um það leyti sem ég og bekkjarbróðir minn úr MR, Þorleifur Einarsson, komum frá námi ytra, stóð yfir verk- fall verkfræðinga í þjónustu ríkisins. Verkfallið hafði stað- ið lengi og margir verkfræðingar voru að stofna sjálfstæðar stofur. Stöður verkfræðinga á Iðnaðardeild voru því tómar. Ég hafði fengið þjálfun í efnagreiningum og fyrir á deild- inni var jarðfræðingurinn Tómas Tryggvason, sem einkum fékkst við hagnýt jarðfræðiverkefni. Á þessum forsend- um gátum við Þorleifur báðir smeygt okkur í tómar stöð- ur verkfræðinganna. Rannsóknir í þágu atvinnuveganna voru á þessum tíma undir yfirstjórn Rannsóknaráðs ríkis- ins. Þegar hér var komið sögu var búið að skipa nýjan for- stjóra. Þá var Steingrímur Hermannsson rétt nýorðinn þrí- tugur og fullur af áhuga og atorku. Hann hafði skrifstofu JÖKULL No. 52, 2003 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.