Jökull - 01.07.2003, Blaðsíða 81
Jöklarannsóknafélag Íslands
láni frá Alfred Wegener stofnunni í Bremerhaven til
að bora kjarna úr Hofsjökli. Með í ferð var Dodge bif-
reið félagsins. Gekk ferðin vel þrátt fyrir misjafnt veð-
ur og borinn reyndist ágætlega. Náðist 22 m borkjarni
úr jöklinum.
Borun í Hofsjökul
Í byrjun ágúst var farinn borleiðangur á Hofsjökul
undir stjórn Þorsteins Þorsteinssonar og stóð leiðang-
urinn í tvær vikur. Leiðangurinn tókst mjög vel og
náðist um 100 m samfelldur kjarni. Í honum má sjá
minnst 4 öskulög, auk fjölda ryklaga, sem skilja að ár-
in þannig að unnt reyndist að greina árlögin í sundur.
Telja aðstandendur verkefnisins, sem auk Þorsteins
eru Oddur Sigurðsson, Tómas Jóhannesson, Guðrún
Larsen og Árni Snorrason að kjarninn nái 33 ár aftur í
tímann. Þetta gefur um 3 m á ári í afkomu, en til sam-
anburðar má nefna að afkomumælingar Orkustofnun-
ar síðastliðin 14 ár gefa meðalúrkomu upp á 3.3 m
(vatnsgildi) á ári á borstað. Jöklarannsóknafélagið var
ekki beinn aðili að þessum leiðangri, en að sjálfsögðu
eru aðstandur verkefnisins flestir félagsmenn.
Eftirlit með Mýrdalsjökli
Áfram hefur verið fylgst með Mýrdalsjökli og er
það samvinnuverkefni Veðurstofunnar, Orkustofnun-
ar, Raunvísindastofnunar Háskólans og Norrænu Eld-
fjallastöðvarinnar. Við jökulinn eru nú 5 jarðskjálfta-
stöðvar, 3 síritandi GPS stöðvar og síritandi mælar í
helstu jökulánum. Flogið hefur verið reglulega yfir
jökulinn til að mæla hæð hans í nokkrum sniðum yfir
helstu katlana og gervitunglamyndir eru notaðar til að
kanna hreyfingar umhverfis jökulinn.
FUNDIR
Fyrsti fundur félagsins árið 2001 var annar í afmæli,
sem haldinn var í Norræna húsinu 17. janúar. Var sá
fundur helgaður íssjármælingum, sem er mikilvægur
hluti íslenskra jöklarannsókna og mættu um 90 manns
á fundinn, en fyrirlesari var Helgi Björnsson. Aðal-
fundur var haldinn 27. febrúar. Eftir venjuleg aðal-
fundarstörf sagði Ástvaldur Guðmundsson í máli og
myndum frá ökuferðinni yfir Grænlandsjökul. Vor-
fundurinn var haldinn 24. apríl Þar flutti Jórunn Harð-
ardóttir fyrirlestur um myndun Dimmugljúfra og Þor-
steinn Þorsteinsson kynnti væntanlega kjarnaborun í
Hofsjökul. Eftir kaffi sýndi Sverrir Hilmarsson mynd-
ir úr borleiðangri Alfred Wegener stofnunarinnar á
Suðurskautslandið. Á haustfundinum, sem haldinn
var 23. október flutti Þorsteinn Þorsteinsson erindi
um djúpborunina á Grænlandsjökli, NGRIP. Eftir hlé
sögðu þeir Þorsteinn og Oddur Sigurðsson frá borleið-
angrinum á Hofsjökul. Allir fundirnir voru haldnir í
Norræna húsinu.
ÚTGÁFA JÖKULS
Einn Jökull kom út á árinu, afmælisheftið sem er núm-
er 50. Var það sérstakt hátíðarhefti, þar sem auk vís-
indagreina var lögð áhersla á að fá eldri félaga til að
segja frá fyrri jöklaferðum. Hefti númer 49, sem kom
út í lok árs 2000 var sent félagsmönnum í upphafi árs
2001.
FRÉTTABRÉF
Sverrir Elefsen tók við umsjón fréttabréfsins af Oddi
Sigurðssyni eftir aðalfundinn. Oddur hafði séð um
fréttabréfið í fjölda ára og eru honum færðar þakkir
fyrir sitt góða framlag. Sex fréttabréf komu út á árinu.
FJÖLSKYLDUFERÐIR
Svo bar við þetta árið að báðar fjölskylduferðirn-
ar, þ.e. sumarferðin og 13. september ferðin í Jökul-
heima, féllu niður vegna lítillar þátttöku. Alllangt er
síðan farið hefur verið í haustferð í Jökulheima og þarf
að gera átak svo sú ferð heyri ekki brátt sögunni til.
SKÁLAMÁL
Miklar framkvæmdir hafa verið hjá skálanefnd árið
2001. Í lok mars fóru 13 manns í helgarferð á Gríms-
fjall þar sem gamli skálinn var einangraður, þiljað-
ur að innan og dúklagður. Í aðalskála var forstofan
dúklögð, plexigler endurnýjað og sett ný gluggajárn í
glugga. Þá var sett nýtt vaskborð í eldhúsið. Dagana
14.–16. september var gerður leiðangur í Jökulheima
og staðurinn rafvæddur, svo nú er þar 12 V raflýsing
í stað gasljósa. Skipt var um gaseldavél í nýja skálan-
um, því gamla eldavélin var án öryggisloka.
JÖKULL No. 52, 2003 79