Jökull


Jökull - 01.07.2003, Side 90

Jökull - 01.07.2003, Side 90
Skýringar með ársreikningi 2001 1. Í bókhaldinu eru ekki færð félagsgjöld önnur en þau sem greiðast á viðkomandi ári þannig að útistandandi árgjöld eru ekki tekjufærð fyrr en þau berast. Á árinu voru sendir út gíróseðl- ar einu sinni en félagar eiga von á gíróseðlum fljótlega. Síðasti Jökull var sendur til félaga fyr- ir áramót. Vakin er athygli á því að á undanförn- um árum hafa verið rukkuð tvö árgjöld á ári, en það gerðist ekki 2001. 2. Framlag þetta er óbreytt frá fyrri árum og til- raunir til þess að fá það hækkað hafa ekki borið árangur. Framlag Umhverfisráðuneytisins var hins vegar lækkað úr 200.000 kr. í 75.000 kr. og eru það vonbrigði. 3. Hér er um að ræða styrk til eldsneytiskaupa í vorferð. 4. Inni í þessum lið er notkun á bifreið vegna rann- sóknarverkefnis Þorsteins Þorsteinssonar, sem færð er sem rekstrargjöld á móti í gjaldadálki. Tekjur þessar skila sér því ekki í sjóð félagsins. 5. Rekstrarkostnaður bifreiðarinnar er mjög mikill sem skýrist m.a. af því mikla álagi sem hann er undir í öllum ferðum. 6. Hér er kominn inn nýr liður sem er húsaleiga fyrir bifreiðina að Eldshöfða 10. Leiguhúsnæði þetta gerbreytti aðstöðu bílanefndar. 7. Birgðir tímaritsins eru metnar eftir ákveðnum reiknireglum sem hafa verið óbreyttar í gegn- um tíðina. Um það má deila hvert raunverulegt verðmæti birgðanna er. Mismunandi mikið er til af heftum í árgöngum. Sumir eldri árgang- arnir eru uppurnir. Mikið er til af árgöngum undanfarinna ára og ættu félagar ávallt að hafa augu opin fyrir nýjum sölumöguleikum. 8. Þetta fé er á vaxtaberandi reikningum að mestu leyti og má vísa til þess að vaxtatekjur ársins nema tæpum 230.000 krónum. Bygging Esju- fjallaskála stendur yfir og það dæmi því óupp- gert. Gert er ráð fyrir að allir skálar félagsins fái vandaðar varanlegar merkingar á þessu ári. Á leið í Jökulheima. Árni Páll Árnason svipast um eftir „bestu leið“ niður sporð Tungnaárjökuls í lok vorferðar. – The 2002 spring expedition on the snout of Tungnaárjökull. Ljósm./Photo. Bryndís Brandsdóttir. 88 JÖKULL No. 52, 2003

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.