Jökull


Jökull - 01.07.2003, Side 84

Jökull - 01.07.2003, Side 84
Magnús Tumi Guðmundsson Kirsty Langley við hitamælingar í Gengissiginu. Hiti í yfirborðinu var víða um 20 ÆC við landið norðan og vestan til. – Measurements of water temperature in the Gengissig crater lake in Kverkfjöll. Ljósmynd/Photo. Magnús T. Guðmundsson. hlaup í janúar síðastliðnum eins og kunnugt er. Vatns- hæð var 30–40 m lægri en í fyrra en við skoðuðum einnig aðstæður í vorferðinni 2001. Vatnshæð í júní í fyrra var allmiklu hærri en venjulega. Þörf er á að varpa ljósi á hvaða aðstæður verða til þess að hlaupi úr Gengissiginu. 11.Ferðin flutti kjarnabor, bræðslubor, eldsneyti og annan búnað í Grímsvötn vegna borunar í íshellu Grímsvatna sem fram fór vikurnar tvær á eftir vorferð- inni. Með meiri afrekum ferðarinnar verður að teljast hreinsun á niðurfalli úr vaskinum í eldhúsinu. Þar sem það stíflaðist fyrsta kvöldið fóru sérfræðingar leiðang- ursins í að hreinsa niðurfallið með gufubor Raunvís- indastofnunar. Sýnishorn af matarleifum síðustu ára komu upp úr rörinu ásamt fitu og öðrum ókræsileg- heitum. Þeir Þorsteinn, Hannes og Sveinbjörn létu sér þó hvergi bregða og lauk verkinu með fullum sigri þeirra. Hópurinn yfirgaf Grímsfjall í blíðviðri föstudag- inn 7. júní. Niðurferðin gekk áfallalaust og um kvöld- ið var slegið upp veislu í Jökulheimum. Í veislunni var Hannesi Haraldssyni færð afmælisgjöf frá nokkr- um ferðafélögum hans en hann varð sextugur í maí síðastliðnum. Var þetta ánægjuleg stund en Hannes hefur í meira en aldarfjórðung tekið þátt í vorferðum félagsins og verið einn helsti máttarstólpi þeirra. Laugardaginn8. júní var gengið frá öllu tryggilega í Jökulheimum síðan haldið heim á leið eftir árangurs- ríka vorferð. Lansdvirkjun lagði að venju til snjóbíl og bílstjóra og Hjálparsveit Skáta í Hafnarfirði útvegaði vörubíl til flutninga á eldsneyti og öðrum búnaði. Er þessum aðilum hér með þakkað þeirra framlag. Þátttakendur Allan tímann voru Anna Líndal, Árni Páll Árnason, Erik Sturkell, Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson, Hannes Har- aldsson, Hálfdán Ágústsson, Hlíf Ólafsdóttir, Jóna Bryn- dís Guðbrandsdóttir, Kirsty Langley, Magnús Hallgríms- son, Magnús T. Guðmundsson, Ragnheiður Þóra Kolbeins, Sigurborg Helgadóttir, Sigurður Vignisson, Sjöfn Sigsteins- dóttir, Sveinbjörn Steinþórsson, Þorsteinn Jónsson og Þór- dís Högnadóttir, frá föstudegi til þriðjudags voru Ágúst Hálfdánarson og Guðmundur Eyjólfsson, og frá fimmtu- dagskvöldi 6. júní voru Auður Ólafsdóttir, Bryndís Brands- dóttir, Garðar Briem og Stefán Bjarnason. 82 JÖKULL No. 52, 2003

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.