Jökull


Jökull - 01.12.2007, Side 85

Jökull - 01.12.2007, Side 85
Society report Landslag í grennd Kvískerja í fortíð og framtíð: Niðurstöður íssjármælinga á Kvíár-, Hrútár- og Fjallsjökli Eyjólfur Magnússon, Helgi Björnsson og Finnur Pálsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; eyjolfm@raunvis.hi.is ÁGRIP — Samkvæmt íssjármælingum, sem gerðar voru á Kvíár-, Hrútár- og Fjallsjökli sumarið 2006, er Fjallsjökull allt að 450 m þykkur og grafinn 180 m niður fyrir sjávarmál. Hrútárjökull er þykkastur um 300 m og botn hans liggur lægst í 10 m hæð yfir sjó. Þykkt Kvíárjökuls er mest 350 m en hann er grafinn allt að 100 m niður fyrir sjávarmál. Ef þessir jöklar hopa hratt mun Fjallsárlón verða stærst tæpir 11 km2, um 70 m djúpt að jafnaði en dýpst um 210 m áður en það tekur að fyllast af seti. Einnig mun myndast lón framan víð Kvíárjökul sem verður stærst um 3 km2, 60 m djúpt að meðaltali en 130 m dýpst. Sé gert ráð fyrir að í upphafi Litlu ísaldar hafi jaðrar þessara jökla ekki náð niður fyrir 100 m hæð yfir sjó og þar fyrir neðan hafi verið árslétta má áætla að Kvíárjökull hafi síðan þá, rutt í burtu 0.25±0.06 km 3 af ár- og jökulseti. Á sama tíma munu Fjalls- og Hrútárjökull hafa rofið 1.3±0.3 km3. Sé reiknað með að þetta rof hafi átt sér stað á fjórum öldum hefur rofhraðinn verið um !12 m/öld að jafnaði yfir rofsvæði Kvíárjökuls og !15 m/öld fyrir Fjalls- og Hrútárjökul. INNGANGUR Sumarið 2006 voru gerðar íssjármælingar á Kvíár- , (1. mynd), Hrútár- og Fjallsjökli (2. mynd). Tilgangur mælinganna var að kortleggja landslag undir jöklun- um og með því bregða ljósi á það hvernig landsvæðið í nágrenni Kvískerja mun líta út ef þessir jöklar hverfa en einnig að afla gagna til þess að meta hvernig land gæti hafa litið út við landnám og þar með rof jökl- anna frá þeim tíma. Auk þess munu mæliniðurstöður nýtast til frekari rannsókna á þessum jöklum. Mæl- ingarnar voru styrktar af Kvískerjasjóði en einnig hef- ur Alþingi styrkt íssjármælingar á suður-skriðjöklum Vatnajökuls, undanfarin ár. MÆLINGAR OG ÚRVINNSLA Sökum þess hve þessir jöklar eru ógreiðfærir voru ein- ungis gerðar íssjármælingar í stökum punktum. Á hverjum mælistað voru sett út sendi- og móttökuloft- net með 30–80 m millibili og með því aðmæla hversu lengi rafsegulbylgja er að berast frá sendiloftnetum niður á jökulbotn og þaðan upp í móttökuloftnet má reikna út þykkt jökulsins miðja vegumilli loftnetanna. Alls voru gerðar 70 mælingar á Fjallsjökli, 31 mæling á Hrútárjökli og 34 á Kvíárjökli en auk þess voru gerð- ar 19 dýptarmælingar á Fjallsárlóni. Almennt voru 250 til 500 m á milli mælistaða. Dreifni punktmælinga má sjá á 3. mynd og 4. mynd. Túlkun mælinga er ekki alltaf einhlít ef fleiri en eitt endurkast kemur fram og ekki ljóst hvert þeirra kemur frá jökulbotni. Þeir punktar þar sem einhlít- ar niðurstöður fengust eru sýndir með svörtum krossi. Þar sem greindust tvö eða fleiri endurköst var valin sú niðurstaða sem best féll að nálægum mælingum og því talin sú líklegasta. Þeir punktar eru sýndir með rauðum krossi. Af 3. mynd og 4. mynd má sjá að Fjallsjökull er mest 450 m þykkur og grefur sig allt að 180 m niður fyrir sjávarmál. Mesta þykkt Kvíárjök- uls er röskir 350 m og hefur hann grafist nærri 100 m niður fyrir sjávarmál. Þykkt Hrútárjökuls er mest um 300 m en botn hans liggur lægst í um 10 m y.s. JÖKULL No. 57 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.