Jökull


Jökull - 01.12.2007, Page 93

Jökull - 01.12.2007, Page 93
Society report Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2005 og 2005–2006 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is YFIRLIT— Veturinn 2005–2006 var með úrkomusamaramóti sunnanlands en undir meðalúrkomu fyrir norð- an. Sumarið var heldur hlýrra en í meðallagi um allt land og ættu því jöklar varla að hafa haldið í horfinu. Ekki reyndist unnt að mæla á 5 af þeim stöðum sem vitjað var. Á 36 stöðum telst jökulsporðurinn hafa styst en gengið fram á sex stöðum. Þar er Reykjarfjarðarjökull enn að þótt hægt fari. Framgangur í Hyrningsjökli er ekki stórvægilegur en kemur á óvart. Aftur gekk jaðar Skeiðarárjökuls austarlega fram en ekki á sama stað og í fyrra. Búrfellsjökull í Svarfaðardal stóð í stað enda nýhlaupinn fram og tekur sér nú andrúm. AFKOMUMÆLINGAR Ekki er ástæða til að birta einu sinni enn töflu yf- ir afkomu Hofsjökuls undanfarin ár. Hér verður lát- ið nægja að geta um afkomuna jöklaárið 2005–2006 (október til september) og svo uppsafnaða afkomu frá því að Vatnamælingar Orkustofnunar byrjuðu að mæla þar. Tafla 1. AFKOMA HOFSJÖKULS – MASS BALANCE OF HOFSJÖKULL Ár Flatar- Vetur Sumar Árið Jafnv.- mál lína Year area Winter Summer Net ELA km2 m m m (m.y.s.) Sátujökull 2005–2006 81,6 1,38 1,89 0,51 1327 1987–2006 9,68 1323 Þjórsárjökull 2005–2006 235,9 1,80 -2,29 -0,61 1207 1988–2006 -9,66 1219 Blágnípujökull 2005–2006 51,5 1,58 -2,19 -0,61 1332 1988–2006 -7,61 1317 ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Snæfellsjökull Hyrningsjökull – Það kom á óvart að jökullinn skyldi ganga fram en ekki var að sjá að hann hefði bólgnað upp eins og oft verður þegar gangur er í jökli. Drangajökull Kaldalónsjökull – Enn þynnist jökulsporðurinn stór- lega þótt jökullinn styttist ekki að ráði. Indriði sendi okkur pistilinn í vetrarbyrjun 2006: „Ágæt tíð og snjólétt var frá dagsetningu síðasta fylgi- bréfs 11. nóvember og til áramóta. Síðan gott áfram til miðs febrúar eftir það nokkuð umhleypingasamt til miðs mars. Gerði þá nokkurn snjó, en enga fanndýpt. Apríl ágætur og fyrsta vika maí mjög hlý, síðan kóln- aði og gerði mjög slæma bleytuhríð 21.–23. maí. Misfórst þá varp hjá bráðlátum tegundum og eitt- hvað fórst af fullorðnum fuglum. Þrastakliðurinn í birkihlíðum dalsins náði hvergi nærri venjulegum styrk eftir hretið. Feiknaleg votviðri einkenndu síð- an veðráttuna til miðs júlí, en þessi tími er venju- lega alltof þurr, áburður leysist ekki upp og tún þurrk- brenna. Ekki var slíkt áhyggjuefni nú, frekar að úr- hellið skolaði áburði burt af túnum. Spretta varð góð og ágætar þurrkvikur í júlí og ágúst tryggðu heyfeng og líka seinni slátt víða, sem er fremur fátítt hér við Djúp. JÖKULL No. 57 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.