Jökull - 01.12.2007, Page 93
Society report
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2005 og
2005–2006
Oddur Sigurðsson
Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is
YFIRLIT— Veturinn 2005–2006 var með úrkomusamaramóti sunnanlands en undir meðalúrkomu fyrir norð-
an. Sumarið var heldur hlýrra en í meðallagi um allt land og ættu því jöklar varla að hafa haldið í horfinu.
Ekki reyndist unnt að mæla á 5 af þeim stöðum sem vitjað var. Á 36 stöðum telst jökulsporðurinn hafa styst en
gengið fram á sex stöðum. Þar er Reykjarfjarðarjökull enn að þótt hægt fari. Framgangur í Hyrningsjökli er
ekki stórvægilegur en kemur á óvart. Aftur gekk jaðar Skeiðarárjökuls austarlega fram en ekki á sama stað og
í fyrra. Búrfellsjökull í Svarfaðardal stóð í stað enda nýhlaupinn fram og tekur sér nú andrúm.
AFKOMUMÆLINGAR
Ekki er ástæða til að birta einu sinni enn töflu yf-
ir afkomu Hofsjökuls undanfarin ár. Hér verður lát-
ið nægja að geta um afkomuna jöklaárið 2005–2006
(október til september) og svo uppsafnaða afkomu
frá því að Vatnamælingar Orkustofnunar byrjuðu að
mæla þar.
Tafla 1. AFKOMA HOFSJÖKULS
– MASS BALANCE OF HOFSJÖKULL
Ár Flatar- Vetur Sumar Árið Jafnv.-
mál lína
Year area Winter Summer Net ELA
km2 m m m (m.y.s.)
Sátujökull
2005–2006 81,6 1,38 1,89 0,51 1327
1987–2006 9,68 1323
Þjórsárjökull
2005–2006 235,9 1,80 -2,29 -0,61 1207
1988–2006 -9,66 1219
Blágnípujökull
2005–2006 51,5 1,58 -2,19 -0,61 1332
1988–2006 -7,61 1317
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Snæfellsjökull
Hyrningsjökull – Það kom á óvart að jökullinn skyldi
ganga fram en ekki var að sjá að hann hefði bólgnað
upp eins og oft verður þegar gangur er í jökli.
Drangajökull
Kaldalónsjökull – Enn þynnist jökulsporðurinn stór-
lega þótt jökullinn styttist ekki að ráði.
Indriði sendi okkur pistilinn í vetrarbyrjun 2006:
„Ágæt tíð og snjólétt var frá dagsetningu síðasta fylgi-
bréfs 11. nóvember og til áramóta. Síðan gott áfram
til miðs febrúar eftir það nokkuð umhleypingasamt til
miðs mars. Gerði þá nokkurn snjó, en enga fanndýpt.
Apríl ágætur og fyrsta vika maí mjög hlý, síðan kóln-
aði og gerði mjög slæma bleytuhríð 21.–23. maí.
Misfórst þá varp hjá bráðlátum tegundum og eitt-
hvað fórst af fullorðnum fuglum. Þrastakliðurinn í
birkihlíðum dalsins náði hvergi nærri venjulegum
styrk eftir hretið. Feiknaleg votviðri einkenndu síð-
an veðráttuna til miðs júlí, en þessi tími er venju-
lega alltof þurr, áburður leysist ekki upp og tún þurrk-
brenna. Ekki var slíkt áhyggjuefni nú, frekar að úr-
hellið skolaði áburði burt af túnum. Spretta varð góð
og ágætar þurrkvikur í júlí og ágúst tryggðu heyfeng
og líka seinni slátt víða, sem er fremur fátítt hér við
Djúp.
JÖKULL No. 57 91