Jökull


Jökull - 01.12.2007, Page 94

Jökull - 01.12.2007, Page 94
Oddur Sigurðsson Berjaspretta ágæt svo og trjávöxtur. Dilkar í góðu meðallagi, en ódöngun er í rjúpnastofninum og afar lítið sást af þeim fugli í haustsmalamennskum. Einnig virðist músastofninn hér um slóðir eiga eitthvað bágt, án þess að fyrir því sjáist nokkrar viðblasandi ástæður. Skjaldfönn tók upp 20. ágúst, en mun meira var eftir af fönnum á háfjallinu en nokkur undanfarin haust. Góð tíð og jörð alauð til þessa.“ Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson tók eft- ir því að snjór var meiri austan megin í fjöllum og víkum á Hornströndum en undanfarin sumur. Heima- menn í Reykjarfirði veittu því athygli að jökulísinn á Drangajökli kom seinna í ljós í sumar en verið hefur síðustu árin, annað hvort vegna meiri snjóþyngsla eða kulda nema hvort tveggja sé. Í lok sumars var leys- ing á vetrarsnjónumkomin rúmlega hálfa leið frá jaðri að jökulskerjunum. Í mælingaferðinni fannst steinn sem meitlað var í ártalið 1977. Það gerði Guðmund- ur Ketill Guðfinnsson og var steinninn þá hálfur inni í jökli. Hann er nú skammt norðan viðmerki JÖRFI nr. 200. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull – Kristján á Tjörn segir frá vorhreti sem gekk yfir Norðurland seinni partinn í maí og tók þann snjó ekki upp fyrr en seint um síðir. Miðað við málað merki rannsóknarmanna frá háskólanum í Leeds á Englandi virðist jökullinn hafa styst um 50 m á 2 árum, sem er í góðu samræmi við 51 m sem mæld- ust á merkjum Jörfi á sama tíma. Búrfellsjökull – Samkvæmt mælingum er jökullinn á báðum áttum hvort nóg sé fram gengið. Sveinn Bryn- jólfsson telur þó að hann sé byrjaður að gefa sig. Grímslandsjökull – Það kom Sigurði og Karli á óvart að sporður jökulsins var í snjó þrátt fyrir góða tíð síð- sumars (1. mynd). Mælingu varð því ekki komið við. Hofsjökull Blágnípujökull – Lónið kom í veg fyrir beina mál- bandsmælingu svo GPS-mæling var látin duga. Nauthagajökull – Hér var sett nýtt merki því að all- langt er milli þess gamla og jökulsins. Það sama á við umMúlajökul. 1. mynd. Þrátt fyrir góða tíð hylur snjór sporð Grímslandsjökuls og kemur í veg fyrir nákvæma mælingu. –Survey site at Grímslandsjökull. Ljósm./Photo: Sigurður Bjarklind. 92 JÖKULL No. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.