Jökull


Jökull - 01.12.2007, Síða 103

Jökull - 01.12.2007, Síða 103
Society report Bréf Guðmundar Arnlaugssonar til Trausta Einarssonar Formáli— Faðir minn Guðmundur Arnlaugsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð 1965 til 1980, fæddist í Reykjavík árið 1913. Hann varð stúdent frá MR árið 1933 og hlaut hinn svokallaða „stóra styrk“ fyrir náms- árangurinn. Það gerði honum kleift að hefja framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla, hvað hann gerði haustið 1933. Næsta vor kom hann heim, beint í byggingavinnu við sambýlishús sem tveir verkamenn reistu sér og sínum fjölskyldum að Öldugötu 25, faðir hans Arnlaugur Ólafsson og Þorgeir Guðjónsson. Einhvern tíma nefndi hann það við mig að þegar flestir störfuðu við bygginguna þá hafi þeir verið átta. Það var þegar steypt var, steypan hrærð í höndunum og hífð upp í fötum. Um haustið var húsið, 3ja hæða sambýlishús, fullbúið og hélt hann þá til Kaupmannahafnar aftur og lauk fyrrihlutaprófi, með stærðfræði sem aðalgrein, vorið 1936. Flutti hann þá aftur heim til Íslands, enda peningarnir búnir. Þá tók við kennarastaða við Menntaskólann á Akureyri. Þar kynntist hann Trausta Einarssyni kennara, sem síðar varð prófessor við HÍ og formaður Jökla- rannsóknafélags Íslands. Trausti var fæddur hinn 14. nóvember 1907 og hefði því orðið 100 ára í nóvember s.l. en hann lést 26. júlí 1984. Tókst með þeim mikil vinátta og ber eftirfarandi frásögn henni glöggt vitni. Leiðir þeirra skildu þar sem faðir minn fór aftur utan 1939 til að ljúka sínu námi. En saman lágu þær aftur, t.d. er þeir önnuðust útreikning á almanakinu árið 1957. Þessi ár á Akureyri voru föður mínum minnisstæð og kær. Vel man ég kvöldstund sem við áttum á heimili mínu fyrir nokkrum árum en þá rifjuðu þeir Stefán Gunnbjörn Egilsson (1904–1995) upp sögur og frásagnir, m.a. af þeim ferðum sem getið er hér á eftir. Dr. Þorsteinn Sæmundsson fékk afrit af handriti bréfsins á sínum tíma og varðveitti það. Það er fyrir hans tilstuðlan að það birtist nú á prenti og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Arnlaugur Guðmundsson, arnlaugur@islandia.is 2. ágúst 1984 Gamli vinur: Í dag er vika liðin síðan Þorsteinn Sæmundsson sagði mér fréttina um andlát þitt. Fyrstu viðbrögð mín voru eftirsjá, hugsunin um það hve ónýtur maður getur verið að halda gömlum vináttu- böndumvið, og hvernig stígarnir milli vina geta smám saman gróið upp þegar þeir eru lítið troðnir. Núna eru liðin 48 ár síðan við kynntumst. Leiðir okkar skildi 3 árum síðar, þegar eg fór aftur utan til Kaupmannahafnar til þess að halda áfram námi mínu sem eg hafði orðið að hætta við í miðjum klíðum sök- um féleysis. Nokkru síðar braust heimstyrjöldin út og hélt okkur rækilega aðskildum, hvorum í sínu landi, árum saman. Eftir að henni lauk og eg kom heim hittumst við nokkrum sinnum, en það varð strjálla og strjálla og féll að lokum niður. Nú hafði eg aðeins óljósa hugmynd um að heilsa þín væri ekki svo góð sem skyldi – en að svona langt væri komið, því óraði mig ekki fyrir. Næst fóru minningarnar frá okkar gömlu kynnum á Akureyri að hrannast upp. Hver myndin tók við af annarri, sumar býsna skýrar, aðrar óljósari, eins og eðlilegt er eftir svo langan tíma. Gaman hefði verið að spjalla við þig um þær, en nú er það orðið of seint. Sjálfsagt hefðir þú munað sumt af því sem mér hefur gleymst, og sennilega man eg eitthvað af því sem þú hafðir gleymt, svo að þetta hefði prjónað saman í litla minningabók. Nú er það ekki hægt lengur, en mig langar þó til, sjálfs mín vegna, að hripa niður eitthvað af því sem í hugann kom við fréttina um að þú værir allur, skrifa það núna þegar eg er nýkominn frá útför þinni og bú- inn að lesa þær greinar sem um þig hafa verið ritað- ar og birtust í Morgunblaðinu í dag. Mér finnst þær mynda óvenju samfellda heild, fylla hver aðra vel upp, og veita glögga og sanna mynd af þér sem vísinda- manni og kennara. JÖKULL No. 57 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.