Jökull


Jökull - 01.12.2007, Page 110

Jökull - 01.12.2007, Page 110
10. Talar málin mörg og kunn, mærðar stálið reiðir, glatt við skála gnægta brunn graut úr káli seiðir. 11. Stærðargapinn steypir sér í stjörnukrapaþýfi. Þótt hann hrapi þar og hér, þegi tapar lífi. 12. Sá er hraustur sverðaver sveinninn Trausti heitir. Teprulaust á tinda fer, tveimur raustum beitir. 13. Guðmund nefna næstan kann, nóg sér efni velur. Trausta stefnu hefur hann, hrúta í svefni kvelur. 14. Aldrei bráka beinin vann bjargs í rák þótt sigi, iðkar skák og ótal kann andans krákustigi. 15. Yrkir smátt og ekki hátt, þótt ólgi dátt á keipum. Ratar þrátt á rétta átt, rennur fátt úr greipum. 16. Ólafi týna ekki má, sem yrkir fína móa. Legumina lætur sá á loftsins vini gróa. 17. Yrkir rímur orkusnar, alltaf skímu finnur í kjaftaglímu um kenningar. Kvæðasímann spinnur. 18. Rekur leiðir létt sem hind lífs um breiða grunnið. Á Herðubreiðar háa tind hefur skeiðið runnið. 19. Til sveina vík eg, væna drós, er vafðir flíkum liggja á kaldri brík við kertaljós og kuldans ríki byggja. 20. Sátu um nótt og sungu dátt – svalaði óttu blærinn –. Segir ljótt af sinadrátt, er sækja þótti á lærin. 21. Samt þeir dunda sín við spil, síður blundað gátu. Þegar stundum þurftu yl, þeir á mundum sátu. 22. Lengi sátu, lund var kát, á lífsmungáti dreyptu. Hreint á áti misstu mát, mat í fáti gleyptu. 23. Súpur fljótt þeir sulgu úr pott, síðan skjótt sig búa. En var nótt þá ítar brott efldir þrótti snúa. 24. Hnattamerki um himinlín hátign sterka róma. Sköpunarverkin skær og fín á skararberki ljóma. 25. Þarf á landi þessu hug að þræða granda fjalla, til beggja handa hengiflug og hvergi vandi að falla. 26. Stefnt var háar stjörnur á um stuðla bláa vegi. Litu þá um lönd og sjá en loga sáu eigi. 27. Gengu víða gadds um tún, gættu um hlíð og halla. Sólin fríða syng við brún, sýndi prýði fjalla. 108 JÖKULL No. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.